Samvinnan


Samvinnan - 01.12.1960, Blaðsíða 51

Samvinnan - 01.12.1960, Blaðsíða 51
SAMBANDSSTJÖRNARFUNDUR: Stjórn Sambandsins kom saman til fundar dagana 22. - 25* nóvember. Hún tók mörg mál til meðferðar og þar á meðal tillögu frá framkvæmdastjórn um það, að skrifstofa SIS í Leith yrði flutt til London. Sala á ís- lenzkum afurðum hefir farið vaxandi í Bretlandi og Frakklandi og er talið, að skrifstofan sé betur staðsett í London. Leith-skrif- stofan var stofnuð á miðju ári 192o. Fyrsti framkvæmdastjóri var Guðmundur Vilhjálmsson. nú forstjóri Eimskip. Sigursteinn Magnús- son tók við af honum og gengdi þeim störfum þar til 1 arsbyrjun T9E0, en Sigurður Markússon kom í hans stað. Sigursteinn er nú fulltrúi Sambandsins x afurðasölumálum erlendis og hefir aðsetur í Leith. ERLENDUR EINARSSON,forstjóri, lagði tillögu fyrir Sambands- stjórnarfund um framhaldsmenntun og þjálfun samvinnustarfsmanna. Trúnaðarstörf í samvinnuhreyf- ingunni eru mjög margvísleg og þörfin fyrir vel menntaða og reynda starfsmenn á hverju sviði,mikil. Til þess að tryggja, að alltaf séu til staðar menn,sem séu vandanum vaxnir, sam- þykkti stjórnin tillögur Erlendar, og ákvað að beita sér fyr ir framhaldsnámi samvinnustarfsmanna. Miöast það við fjöl- þætt starfslegt nám í hinum ýmsu greinum samvinnustarfsins hérlendis. SLATURFELAGIÐ ÖRLYGUR: Grasspretta var með bezta móti hér í sumar og heyskapartíð góð. Meöalvig't dilka var 13.8 kg. og var slátrað nokkru fleira en árið áður, eða um 1700 frá 22 bæjum. Fénu er slátrað í sláturhúsi félagsins á Gjögrum, en flutt jafnóðum til frystingar á bílum til Vatneyrar, 35 “ 4° km. leið. Sláturhúsið er gamalt og á undanþágu. Ráðgert er að hefja bygg ingu nýs sláturhúss, þótt við ýmsa örðugleika se að etja, sem enn eru óleystir. Gerðar hafa veriö teikningar og kostnaðaráætlun, sem nemur einni og hálfri milljón. Uppi eru annars v.egar skoðanir um það að byggja eigi húsið að Gjögrum, og þá aðeins fyrir félagssvæöið,sem er hluti hreppsfélagsins, en hins vegar að byggja fyrir allan Rauða- sandshrepp, en þá er staðsetning óráðin. Umsagnar vegiia þessara atr- iða hefir verið leitað hjá Framleiðsluráöi landbúnaðarins og yfir- dýralækni, en svar hefir enn ekki borist. Verzlunarhús félagsins er orðið gamalt og ófullnægjandi. hlýtur brátt að reka að því, að nýtt verzlunarhús verði Byggt, þótt það verði vafalaust að bíða fyrst um sinn. Stað- setning þess myndi líka orka tvímælis, þar eð mörgum myndi vafalaust finnast að flytja ætti verzlunarhúsið frá Gjögrum og staðsetja það við þjóðveginn. KJÖRBUÐ SlS I AUSTURSTRÆTI: Að undanförnu hafa staðið^yfir all- miklar breytingar á kjörbúð SIS í Austurstræti. Vörulager, sem var inn af vefnaðarvörudeildinni a annari hæð, var fluttur upp á þriðju, en vefnaðarvörudeildin stækk-

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.