Samvinnan


Samvinnan - 01.10.1963, Page 15

Samvinnan - 01.10.1963, Page 15
Hver dagur sem dyrleg jol .... Sú hefð hefur haldist á Núpi allt frá fyrstu árum skólans að útnefna sérstakan „húsbónda“ og forsjárlið úr hópi nem- enda. Fylgir því mikil virðing og talsverð ábyrgð, enda við- urkennt að vandi sé á þeim stöðum að halda í daglegu lífi, svo vel fari. Húsbóndi að Núpi hinn síðasta skólastjórnarvetur síra Sigtryggs var Baldvin Þ. Kristjánsson, og Gróa Ásmunds- dóttir einnig í forstöðu. Gróa var því miður ekki stödd á Núpi þennan dag, en Baldvin var þar, sem fram hefur komið hér á undan, og þótti mér vel við eiga að ræða við hann um stund. Áður en spjallið hefst vil ég geta þess, að þau Baldvin og Gróa hafa stjórnað saman heimili allar götur síðan þau voru á Núpi, þau eru sem sé hjón og hafa líklega komizt að þeirri niðurstöðu þar vestra, að þeim léti vel sambýli. — Hvers vegna valdir þú Núp, Baldvin? — Til þess kunna að liggja þrjár ástæður: í fyrsta lagi hafði ég heyrt um veru eins frænda míns þarna. í öðru Baldvin Þ. sýnir nokkrum ferðafélögum gamla svefnskálann. Lengst til vinstri er Jón I. Bjarnason frá Álfadal, þá Hanni- bal Valdimarsson, forseti ASÍ, cg styður höndum á axlir Þor- geirs Örlygssonar. Lengst til hægri er Ingimar Jóhannesson. lagi átti ég ekki margra kosta völ um skólagöngu, og þetta var næstum nærtækast, þrátt fyrir unglingaskóla á Isafirði. í þriðja lagi hafði séra Sigtrygg í eigin persónu borið fyrir mig á einhvern dularfullan hátt, þannig að ég gat ekki gleymt þessum manni, án þess þó að hafa svo mikið sem talað við Framhald á bls. 28. E: — Hver urðu áhrifin af kennslunni og umgengninni við skólann? — Mjög góð, að mínum dómi. Nem- endur komu þarna til þess að læra. — Við höfðum þráð að komast í skóla og reyndum því að nota tímann. Vissum að hann var svo stuttur. Skólastjórinn var laginn við að kenna okkur að hugsa um námsefnið og ýmsar spurningar sem það vakti. Ég man t. d. að við brutum mikið heilann um ritgerðarefnið: „Hvað get ég gert fyrir föðurlandið mitt?“ — Ég býst við að sum okkar hafi aldrei fyrr hugsað um það, hvað við ætluöum að starfa í framtíðinni. Ég hafði ekki gert það að minnsta kosti. Annað skipti áttum við að lýsa fallegasta staðnum, er við höfð- um séð í átthögum okkar. Það beindi huganum að fegurð föðurlandsins og fjölbreytni. — Skólinn kenndi okkur að taka námsefnið alvarlegum tökum og láta það verða okkur að gagni i lífsbar- áttunni, og brýndi fyrir okkur að bregð- ast ekki skyldum okkar við guð og föð- urlandið. Við fórum úr skólanum ríkari af ábyrgðartilfinningu og gcðum áformum. — (Merkir skólamenn töldu nemendur frá Núpsskóla reynast góða skólaþegna í öðrum skólum, t.d. í bænda- skólum og Kennaraskólanum). — Hví fórstu að Núpi til náms? — Ég er Vestfirðingur í húð og hár, a. m. k. 3 aldir aftur í tímann, uppalinn í Mýrahreppi, lengst af í Meiragarði, en var alhnörg misseri hjá Kristni á Núpi á æskuárum mínum, bæði vinnumaður og kaupamaður. Ég fór að Núpi — í skól- ann — af þeirri einföldu ástæðu, að mig hafði alltaf langað í skóla, en þess var enginn kostur fyrr. Það var enginn barnaskóli í hreppnum fyrr en þennan vetur, hann byrjaði um leið og unglinga- skólinn. Ég fermdist vorið 1906 og var yngsti nemandinn í hinum nýja ungl- ingaskóla. Mamma mín sótti strax um inntöku fyrir mig í þennan skóla og mun hafa látið sinn síðasta eyri til þess að greiða kostnaðinn, sem að vísu var miklu minni en ætla mætti. — Oft hafði móðir mín glatt mig, en aldrei meira en þegar hún lét mig stunda nám í Núps- skóla. Það var mér óvænt uppfylling bernskuvonanna um skólagöngu. — Hvernig voru tilfinningar þínar, er þú komst hér núna? — Sannarlega mjög blandaðar, fyrst söknuður, síðan fögnuður. Ég saknaði allra gömlu vinanna, sem fullorðnir voru þegar ég var á Núpi, bæði prestsins míns, húsbændanna á Núpi og fjölmargra gömlu félaganna og vinanna. Ég saknaði ailra gömlu húsanna og þúfnanna í kring- um bæinn — allt var svo breytt. — Já, þúfnanna — stóru þúfnanna fyrir neð- an bæinn á Núpi! Ég hafði heyrt það austur í Hreppum, að Einar Jónsson Framhald á bls. 31. Fyrstu nemendur Núpsskcla, þeir er viðstaddir voru, fyrir framan varðann, taldir frá vinstri: Torfi Hermannsson, trésmiður, Reykjavík; Guðný Gilsdóttir, frú, Arnar- nesi; Ingimar Jóhannesson, fulltrúi, Reykjavík; Guðrún Gísladóttir, frú, Fremri- Kjarðardal; Zakarías Jónsson, skipstjóri, Alviðru. SAMVINNAN 15

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.