Samvinnan


Samvinnan - 01.10.1963, Side 21

Samvinnan - 01.10.1963, Side 21
ÞEGAR LEITA SKAL HEFNDA FYRIR MISGERÐIR ÚR FOR- ÞESS ÓÞYRMILEGA VÖR, UM ÞAÐ ER LAUK......... „Hún er ekki fyrir byrjend- ur,“ svaraði Robert. „Þið kannist við þessa skíð- isbleðla, er ekki svo?“ Piltur- inn beindi nú máli sínu til fé- laganna. „Haldið þið að þau hafi það?“ „Eftir á að hyggja,“ sagði Robert efablandinn. „Það er þröngur og brattur skorning- ur hálfa leið niður, mjög ó- sléttur. Þar er sumstaðar mjög varasamt að detta, því þá kemst maður varla hjá að renna flatur það sem eftir er.“ „Við hættum á það,“ sagði Fíladelfíubúinn. „Þau hafa gott af því. Piltar og stúlkur,“ bætti hann við og hækkaði röddina, „raggeiturnar verða eftir uppi og fá sér í svanginn. En hstjurnar fylgja mér. Við förum í Kaisergarten.“ „Francis," sagði önnur fal- legu stúlknanna, „ég geri ráð fyrir að þú sért staðráðinn í að drepa mig í þessari ferð.“ „Svo slæmt er það nú varla,“ mælti Robert og brosti til stúlkunnar. „Segið mér,“ sagði stúlkan og horfði með áhuga á Robert, ..höfum við ekki sést einhvern- tíma áður?“ „í klefanum þeim arna, í gær,“ svaraði Robert. „Nei.“ Stúlkan hristi höfuðið. Hún var með svarta, nosturs- lega lambskinnshúfu og leit út einsog hún væri að stæla Önnu Karenínu. „Einhvern- tíma fyrr en í gær. Einhvers- staðar.“ „Ég sá yður í Stowejátaði Robert. „Um jólin.“ „Ó, þarna kemur það,“ sagði hún. „Ég sá yður á skíðum. Jeminn, þér voruð silkimjúk- ur.“ Mac skellihló að þessari lýs- ingu á skíðamennsku Roberts. „Hafðu engar áhyggjur útaf vini mínum,“ sagði Robert, sem naut aðdáunar stúlkunnar. „Hann er grófgerður hermað- ur, sem er að reyna að koma fjöllunum á kné með rudda- legu vöðvaafli.“ „Segið mér,“ sagði stúlkan og virtist hálfhissa, „þér talið svolítið einkennilega. Eruð þér Bandaríkjamaður?“ „Að Vísu,“ svaraði Robert, „nú orðið. Ég er fæddur í Frakklandi." „Ó, þá er ekki að furða,“ sagði stúlkan, „þér eruð fædd- ur innanum klettana.“ „Ég er fæddur í París,“ sagði Robert. „Eigið þér heima hérna?“ „Ég á heima í New York,“ sagði Robert. „Eruð þér kvæntur?“ spurði stúlkan með ákefð. „Barbara,“ sagði Fíladelfíu- búinn, „reyndu að láta eins og manneskja.“ „Ég bara spurði hann einn- ar einfaldrar spurningar i fullri vinsemd,“ mótmælti stúlkan. „Þótti yður miður, Monsieur?" „Síður en svo.“ „Eruð þér kvæntur?“ „Já“, svaraði Robert. Röddin í skíðalyftunni leiddi fyrir sjónir hans mynd af litlum, slösuðum dreng, ósjálf- bjarga í óbyggðum, og stórum og stœðilegum manni, sem lofaði að sækja hjálp .... SAMVINNAN 21

x

Samvinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.