Samvinnan


Samvinnan - 01.12.1965, Síða 5

Samvinnan - 01.12.1965, Síða 5
Ryamottur - nýjung í íslenzkum iðnaði Handhnýttar ryamottur eru skemmtilegt verkefni fyrir alla fjölskyld- una. Ullarverksmiðjan Gefjun á Akureyri framleiðir fallegt og gott garn til ryahnýtingar „Grettisgarn“, sem er auk þess mun ódýrara en það garn sem áður hefur verið völ á. Botnarnir eru einnig ofnir í verksmiðjunni. Húsmæðrum og þeim öðrum sem hafa áhuga á að búa til fallega mottu, gefst kostur á að kaupa efni, garn og munstur í næsta kaupfélagi, einnig nálar og trélista, sem notaðir eru við hnýtinguna. Munstrin eru teiknuð af Helgu Sveinbjörnsdóttur og hefur hún einnig valið litina. VINNUAÐFERÐ: Leggið efnið á borð eða grind. Leggið garn- ið sem næst ykkur svo þægilegt sé að ná í nýja enda. Festið garnendana og leggið listann þannig að þynnri brúnin snúi að gatröðinni sem sauma á. Byrjið síðan að hnýta eins og meðfylgjandi myndir sýna. 1. Hver ryalykkja er saumuð undir tvo fern- inga í efninu. Þegar fyrsti hluti hnútsins er hnýttur, hangir þráðurinn undir breiðari enda listans. Stingið nálinni undir annan ferninginn frá miðju til vinstri. Styðjið vel við listann og hnútinn. 2. Þá liggur garnið fyrir ofan listann og nálinni er stungið undir hinn ferninginn frá hægri að miðju. Takið í þráðinn og styðjið við lykkjuna. Athugið að hnútur- inn verði ekki of fastur. 3. Þræðinum er brugðið undir trélistann og byrjað á nýrri lykkju smbr. mynd 1. Þegar umferðinni er lokið eru lykkjurnar klipptar í' raufinni neðan á listanum. Þegar skipt er um lit er saumað á sama hátt og áður er nefnt. Athugið að halda fast við garnendana við neðri brún list- ans meðan lykkjan er hnýtt. Að síðustu eru ójöfnurnar klipptar og stykkinu brugðið yfir gufu ef vill. SAMVINNAN 5

x

Samvinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.