Samvinnan


Samvinnan - 01.03.1966, Side 4

Samvinnan - 01.03.1966, Side 4
FÆREYINGAR GÓÐIR HEIM AÐ SÆKJA Rætt við Harry Frederiksen, framkvæmdastjóra, nýkominn heim úr Færeyjaför Fyrir ekki alllöngu fór Harry Frederiksen framkvæmdastjóri til Færeyja í erindum fyrir Samband íslenzkra samvinnu- félaga. Tíðindamaður Sam- vinnunnar hitti hann að máli eftir heimkomuna og spurði hann frétta að gömlum ís- lenzkum sið. — Hvert var erindi þitt til Færeyja að þessu sinni, Harry? — Samband íslenzkra sam- vinnufélaga hefur þó nokkur viðskipti við ýmsa aðila í Fær- eyjum. Ég fór til þess að ræða við þá um samstarfið nú og í framtíðinni. — Hvernig er markaður fyr- ir íslenzka framleiðslu í Fær- eyjum? — Færeyingar eru ekki fjöl- mennir og þar er vitanlega ekki um mikinn markað að ræða af þeim sökum einum. En eins og ég sagði áðan, við seljum þó nokkuð til Færeyja. Að undanförnu hafa Færey- ingar keypt af okkur frosið dilkakjöt, og þykir kjötið gott, enda dr það mjög líkt þeirra dilkakjöti. Upprunalega var sauðfjárstofninn sá sami á Færeyjum og Islandi, þótt hag- lendi, veðrátta, fóðrun og fleira hafi nú breytt honum nokkuð í hvoru landi fyrir sig. Sauðfé í Færeyjum gengur að mestu úti allan ársins hring. Þegar haglaust verður vegna frosta og snjóa, leitar féð nið- ur i bygerð og er þá gefið hey ok fóðurbætir. Mest af sinni kindakjöts- framleiðslu nota þeir í skerpu- kiöt, og það þykir þeim hið mesta hnossgæti og borða það á hátíðum eins og við hangi- kjöt. Þú veizt að skerpukjöt er þannig til búið, að þeir hengja það upp í hjalla, þar sem það er látið gerjast og vindþorna. Við það fær það sérkennilegt, sterkt bragð, sem ýmsum óvön- um þykir ekki sérlega gott, en Færeyingar kunna vel að meta. Skerpukjöt er borðað ýmist hrátt, soðið eða steikt. En fyrir utan frosið kjöt kaupa Færeyingar af okkur saltkjöt, og þar er einnig mark- aður fyrir alls konar innmat úr sauðfé. Þá kaupa þeir einnig smjör og osta og líkar hvoru tveggja vel. Beitusíld hafa Færeyingar oft keypt frá fs- landi, og nú seinni árin kaupa þeir ýmsar iðnaðarvörur, eins og kuldaúlpur, sjófatnað, vinnuföt o. fl. Hins vegar hafa Færeying- ar komið sér upp ýmis konar iðnaði. Þeir eiga ullarverk- smiðju, sjóklæðagerð, vinnu- fataverksmiðju, öl- og gos- drykkjagerð, smjörlíkisgerð og veiðarfæragerð. — Hefur þú trú á að hægt sé að auka viðskipti við þá? — Já, ég hefi trú á því. Færeyingar eru okkar næstu nágrannar og þjóðirnar líkar um margt og hentar margt það sama. — Hefur samvinnuhreyfing- in fest verulegar rætur í Fær- eyjum? — Þar er allmyndarlegt kaupfélag og ýms fyrirtæki eru rekin á samvinnugrundvelli, en samvinnustarf á borð við það sem hér er, hefur ekki enn fest þar rætur. Verzlun og út- gerð er mest í höndum hluta- félaga og einstaklinga. — Hvernig var umhorfs í kaupfélaginu? — Kaupfélagsbúðin í Thórs- havn er kjörbúð og verzlar með matvæli og annað það, sem venjulegt er í kjörbúðum. Kaupfélagið skiptir aðeins við félagsmenn. Yfir búðardyrun- um stendur: „KEYPSSAM- TÖKAN — EINANS FYRI LIMTR“. — Ferðaðistu eitthvað um eyjarnar og hvernig eru sam- göngurnar? — Ég ferðaðist nokkuð um eyjarnar. Samgöngur eru eðli- lega mest sjóleiðis, en byggð- ar eyjar eru 17. Færeyingar nota skip og báta til þess að komast úr einni ey í aðra og þar þykir eins sjálfsagður hlut- ur að stíga um borð í báta og skip, og á meginlandinu að fara með járnbraut og almenn- ingsvögnum. Bílar eru einnig mikið notaðir milli staða á eyj- unum, og sagði mér stöðvar- bílstjóri, að það þætti gott ef bíll entist í 3 ár. Eyjarnar eru mjög hálendar og vegir víða slæmir, eins og hér. Vegirnir eru víða ruddir inn í fjalls- hlíðarnar. Vatnselgurinn — en í Færeyjum rignir mikið — rennur þvert á vegina og ríf- ur þá sundur. Frost fer líka illa með þá á vetrum. Oft er ófært yfir fjöllin vegna snjóa og þoku. Þess vegna grafa Færeyingar giarna göng í gegn um fjöllin. Á Suðurey fór ég í gegn um ein slík göng, sem voru einn og .hálfur kílómetri á lengd. Göngin töldu Suður- eyingar mikla samgöngubót. Á Borðey er nú verið að grafa ein slík göng, og var mér sagt að íslenzkur verkfræðingur, sem er í þjónustu dansks verkfræði- fyrirtækis, hefði stjórn verks- ins á hendi. — Hvernig eru Færeyingar heim að sækja? — Þeir eru góðir heim að sækja. Mér var alls staðar mjög vel tekið. Ég kom á nokkur heimili og naut þar mikillar gestrisni, sem mér virtist hús- bændunum mjög eðlileg, svip- að og þegar komið er á ís- lenzk heimili, hvort heldur sem er í bæ eða sveit. Og þá koma mér í hug fyrstu samskipti mín við Færeyinga, þegar ég var smástrákur að leika mér við höfnina í Reykja- vík. Færeyingar komu oft á vorin á fiskiskútum sínum, og fórum við strákar þá oft um borð og fengum lánaðan skips- bátinn til þess að róa um höfnina. Var það oftast auð- sótt mál. Við kyrjuðum svo íslenzka söngva fyrir Færey- ingana, hver með sínu lagi, en ekki held ég að sá samsöng- ur hafi nú haft mikið listrænt gildi. En hitt var annað, að Færeyingar höfðu mikið gam- an af og við fengum skips- kex (beinakex) að launum, sem jafnan var í heilum t.unnum um borð í skútunum. Þetta kex þótti okkur mesta hnossgæti. Mér eru Færeying- ar frá barnsárunum minnis- stæðir sem góðir og drenglund- aðir menn, og ég varð ekki var við annað en þeir varðveittu þessa góðu eiginleika enn, þótt 4 SAMVINNAN

x

Samvinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.