Samvinnan


Samvinnan - 01.03.1966, Side 8

Samvinnan - 01.03.1966, Side 8
Alþýðusamband íslands fimmtíu ára Pyrir fáum vikum minntist Alþýðusamband íslands fimm- tíu ára afmælis síns. Við það tækifæri voru fluttar margar kveðjur og heillaóskir frá fé- lagssamtökum og einstakling- um, jafnframt því sem Al- þýðusambandið sjálft minntist með gleði unninna áfanga, hyllti leiðtoga sína sem enn eru ofan moldar og vottaði virðingu og þökk þeim, sem gengnir eru. Þegar Alþýðusambandið var stofnað höfðu kaupfélög starf- að hér í 34 ár og Sambandið var fjórtán ára. Miklu lengur höfðu menn þó þreifað fyrir sér um félagsform til þess að koma á meira réttlæti í sam- skiptum sín á milli á þeim grundvelli, sem samvinnu- hreyfingin byggir á. Á íslandi hafði verið bændaþjóðfélag í næstum þúsund ár. Bændurn- ir höfðu, þegar hér var komið sögu, hlotið mikla reynslu í fé- lagsmálum og bjuggu yfir furðu þroskaðri félagshyggju. Þeir höfðu sjálfir fundið úr- ræði samvinnunnar til þess að bæta kjör sín og efla réttlæti og frelsi innan þjóðfélagsins. Pólitísk flokkaskipting og pólitísk átök í landinu höfðu um mörg ár fyrst og fremst snúizt um sjálfstæðisbaráttuna og mismunandi sjónarmið hvað hana varðaði. Stofnun kaup- félaganna og barátta þeirra fyrir frjálsri verzlun og inn- lendri, sem byggði á réttlæt- isgrundvelli, var einn þáttur þeirrar baráttu. Nú höfðu gerzt ný tíðindi. Merkum áfanga var náð í sjálfstæðisbaráttunni, þar sem ísland hafði fengið innlenda stjórn. En jafnframt höfðu átt sér stað gagngerar breyting- ar í þjóðfélaginu og voru óðum að gerast. Stórútgerð á þeirra tíma mælikvarða var hafin og henni fylgdi hópur atvinnu- rekenda, sem áttu hin stór- virku veiðitæki, aflann, sem þau mokuðu á land og urðu í krafti þess áhrifamiklir og voldugir menn. Jafnframt kom til sögunnar raunverulega ný stétt, verkamannastéttin, sem aðeins í smáum stíl var til áð- ur, en óx nú að mannfjölda með hverju ári sem leið, og átti lífsafkomu sína undir högg að sækja til þeirra, sem áttu atvinnutækin og stjórn- uðu þeim. Jafnframt festu rætur nýjar stefnur um fjár- mál, atvinnumál og mannrétt- indi, sem bárust hingað frá útlöndum og höfðu djúpstæð áhrif á hugi manna og lifsvið- horf. Hin nýja verkamannastétt hafði ekki æfingu og skólun í félagsmálum á borð við bænd- ur landsins. Bændastéttin var svo lánsöm, að samvinnu- hreyfingin, sem þeir höfðu nú að verulegu leyti tileinkað sér, féll vel að aldagamalli menn- ingu stéttarinnar og enga þjóð- félagsbyltingu þurfti til þess að þeir gætu byggt baráttu sína fyrir bættum kjörum, frelsi og mannréttindum á grundvall- aratriðum þeirrar hugsjóna- stefnu. Verkamannastéttin var hins vegar ný í landinu. Hún varð að byggja á erlendum fyrirmyndum og erlendri reynslu í félagsmálum sínum, laga hana að íslenzkum stað- háttum og læra allt frá rót- um. En brátt kom í ljós, að í hópi hennar vantaði ekki fórn- fúsa og heittrúaða forustu- og baráttumenn og hinn óbreytti liðskostur bjó yfir þolgæði, tryggð við málstað sinn og fórnarlund. í krafti þessarra mannkosta í baráttu fyrir rétt- látum málstað og í mörgum tilfellum fyrir lífi og heilsu heilla fjölskyldna, varð hin nýja stétt sigursæl og innan tíðar áhrifamikil í þjóðfélag- inu, svo sem rök stóðu til. Þjóðfélagið breyttist á skömm- um tíma úr bændaþjóðfélagi í þjóðfélag atvinnurekenda, verkamanna og bænda. Síðar komu til stéttir iðnaðarmanna og hinna mörgu, sem vinna alls konar þjónustustörf. Það er full ástæða fyrir Al- þýðusambandið að minnast með gleði fimmtíu ára afmælis síns. Það er einnig til fyrir- myndar, að aðrar stéttir og önnur félagssamtök þjóðar- innar, hafa viðurkennt baráttu þess og unna áfanga og sam- fagnað því, þótt margt hafi á milli borið um fimmtíu ára skeið. Með rökum má segja, að verkamannahreyfingin og samvinnuhreyfingin séu um margt skyldar félagsmála- hreyfingar. Báðar stefna þær að frelsi, mannréttindum, rétt- læti og bættum lífskjörum, enda hafa þær stutt hvor aðra um allan heim. Þrátt fyrir það, að bændastéttin byggði fyrst og fremst upp samvinnufélög- in, hafa verkamenn og bænd- ur unnið saman í kaupfélög- unum, þar sem svo hagar til að leiðir þeirra liggi saman. Hér á landi hafa bændur og verkamenn aldrei fundið til djúpstæðs munar á stéttum né lífskjörum, enda vinna báðir hörðum höndum fyrir daglegu brauði. Bændur eru hvort tveggja, framleiðendur og neytendur. Hér á landi hafa þeir falið samvinnufélögum sínum jöfnum höndum sölu Framh. á bls. 18. Ottó N. Þorláksson, fyrsti forseti A.S.l. Myndin er tekin í marz 1966. (Ljósm. Guðgeir Magnúss.). 8 SAMVINNAN

x

Samvinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.