Samvinnan


Samvinnan - 01.03.1966, Síða 11

Samvinnan - 01.03.1966, Síða 11
JÓNAS JÓNSSON FRÁ HRIFLU ævi hans og störf. Jónas Kristjánsson annaðist útgáfuna. Útgefandi: Sýslunefnd Suður-Þingey j arsýslu. Hinn 1. maí 1965 varð Jón- as Jónsson frá Hriflu áttræður. í tilefni þess ákvað sýslunefnd Suður-Þingeyjarsýslu að votta Jónasi virðingu sína og þökk fyrir margsháttar störf hans fyrir héraðið með því að gefa út bók um ævi hans og störf. Ottviti sýslunefndar, Jóhann Skaftason, sýslumaður, fékk^ Jónas Kristjánsson magister til þess að annast útgáfu bókar- innar og gaf honum mjög frjálsar hendur í þeim efnum. Þó var frá hendi sýslumanns áskilið, að í bókinni skyldi vera æviágrip Jónasar frá Hriflu, sýnishorn greina, sem um hann hefðu verið skrifað- ar og skrá yfir frumsamdar bækur og bæklinga og blaða- cg tímaritagreinar, svo tæm- andi, sem kostur væri. Samkvæmt þessu var svo bókin unnin. Hún skiptist í fjóra meginkafla auk formáls- orða Jónasar Kristjánssonar. Hefst hún á Æviágripi, eftir Jónas Kristjánsson. Þar er gerð grein fyrir ætt Jónasar Jónssonar, æskustöðvum og uppvexti. Því næst menntun hans innanlands en lengstur er kaflinn um námsferil hans og skólavist erlendis. Kennir bar margra grasa og mikils fróðleiks, sem heita má algjör nýung fyrir lesendur og .hefur þeim þætti í ævi Jónasar aldrei verið gerð nein skil fyrr en þarna. Þá er gerð grein fyrir kvonfangi Jónasar, heimili og fjölskyldu og að lokum kenn- arastörfum, samningu kennslu- bóka og ritstjórn og skóla- stjórn á vegum Sambands ís- lenzkra samvinnufélaga. Allt er Æviágripið drjúgt til skilnings á þeim grundvelli, sem ævistörf og afköst Jónasar Jónssonar hvíldu á. Annar kafli bókarinnar er Stjórnmálaþættir, eftir Aðal- geir Kristjánsson skjalavörð. Stjórnmálasaga Jónasar Jónssonar er svo mikil að vöxt- um, að henni verða engin tæm- andi skil gerð í stuttum bók- arkafla, enda ekki til þess stofnað. Aðalgeir tekur þann viturlega kost, að gera grein fyrir nýrri flokkaskipun á öðr- um tug aldarinnar og afskipt- um Jónasar af henni og stikla síðan á stóru um þingmennsku, ráðherradóm og baráttu fyrir málum innan alþingis og utan. í þessu yfirliti dregur hann einkum fram þau mál, sem varpa skýrustu Ijósi á megin- stefnu Jónasar í landsmálum. í lokaorðum stjórnmálaþátt- anna dregur Aðalgeir Kristj- ánsson saman í skýrum og skarplegum dráttum ályktun og niðurstöður, sem veruleg- ur ávinningur er að til fróð- leiks og skilnings. Að loknum stjórnmálaþátt- um kemur hið eina beina fram- lag Jónasar Jónssonar til bók- arinnar, en þar svarar hann í örstuttu máli nokkrum spurn- ingum varðandi stefnu hans í þjóðmálum. Þriðji meginkafli bókarinn- ar heitir Kveðjur. Eru það greinar og ræður, sem flest- ar hafa birzt áður eftir 10 nafngreinda höfunda. Meðal þeirra eru Sigurður Nordal, Halldór Kiljan Laxness, Sverr- ir Krlstjánsson og Steindór Steindórsson. Fjórði og síðasti meginkafli bókarinnar er svo Ritskrá Jón- asar Jónssonar. Ritverkunum er raðað í fimm undirflokka: 1. Bækur og ritlinga, 2. Útgáf- ur, sem jafnan fylgja formálar eftir J.J., 3. Formálar og grein- ar í öðrum bókum, 4. Greinar í tímaritum, 5. Blaðagreinar. Ekki er Ritskrá þessi að fullu tæmandi. í hana vantar grein- ar, sem Jónas hefur skrifað í erlend blöð, sömuleiðis þing- skjöl og þingræður, nema þær hafi verið prentaðar í blöðum og þrátt fyrir mikla og ná- kvæma leit í blöðum og tíma- ritum er alveg víst að eitthvað er þar ótalið, en mikið er það ekki. Er Ritskráin harla mikil að vöxtum og skipta ritgerð- irnar nokkrum þúsundum. Bók þessi er falleg og vönd- uð að öllum frágangi og prýdd mörgum myndum. Hún er prentuð í Prentsmiðjunni Eddu og gefin út í 900 tölusett- um eintökum. Flest þeirra fóru til fastra áskrifenda, en nokk ur fást þó í bókabúðum með- an upplag endist. Bókin er fram úr skarandi vel rituð, og til mikils sóma útgefanda og höfundum. Er vandséð hvort sýslunefnd Suð- ur-Þingeyjarsýslu gat á verð- ugri hátt heiðrað hinn aldna þjóðmálaskörung og rithöf- und á áttræðis afmæli hans. Norman Vincent Peale: VÖRÐUÐ LEIÐ TIL LÍFSHAMINGJU. Baldvin Þ. Kristjánsson íslenzkaði. Bókaútgáfan Lindin s.f. 1965. Þetta er allstór bók, 286 bls. og skiptist í 17 kafla. Höfund- urinn er víðfrægur prestur og kennimaður. Eins og allir mjög góðir kennarar, kennir hann í dæmisögum og tekur þær Framh. á bls. 25. GUFUKATLAR m í7==í Útvegum gufukatla erlendis frá með stuttum fyrirvara. Veitum verkfræðilega aðstoð. JÖTUNN h.f. Hringbraut 119 — Reykjavík — Sími 20500 SAMVINNAN 11

x

Samvinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.