Samvinnan


Samvinnan - 01.03.1966, Side 16

Samvinnan - 01.03.1966, Side 16
gpánverjar hafa átt margt af- burðamanna á sviði málara- listar, en flestir munu sam- mála um að telja Don Diego Rodriguez de Silva y Velazquez þeirra fremstan. Nafnið er langt og hljómmikið, eins og Spánverjum þykir gaman að hafa þau; þó telja sumar heimildir listamanninn af portúgölskum ættum, en það kemur nú kannski næstum út á eitt. Um hann hefur verið sagt að hann hafi hvorki elsk- að né hatað og sú ályktun líklega dregin af hlutlausum realisma hans; ekki er það heldur líkt jafn tilfinninga- ríku fólki og Spánverjum. Velazquez fæddist í Sevilla árið 1599 og gerðist tólf ára að aldri lærlingur hjá málara einum þar í borg, Pacheco að nafni, sem gerði verk af trú- arlegum toga. Tæplega tvítug- ur að aldri gekk hann að eiga dóttur þessa meistara síns. Þá þegar hafði hann náð slíku áliti sem listamaður, að fáum árum síðar var hann kallaður til Madrídar og skipaður hirð- málari hjá Filippusi konungi fjórða. Var það einkum gert að tilhlutan Olivaresar greifa, ráðgjafa konungs, sem snemma tók miklu ástfóstri við hinn andalúsíska snilling. Hin sama varð fljótlega raunin á um konung sjálfan, sem umgekkst Velazquez af miklu meiri vin- semd og lítillæti en hinar af- káralega ströngu reglur spænsku hirðarinnar raun- verulega leyfðu. Jók hann virð- ingu hirðmálara síns stöðugt, veitti honum ýmis embætti við hirðina og sló hann að lok- um til riddara af reglu heilags Jakobs (Santiago), sem var ein mesta vegsemd, sem hægt var að veita spænskum manni. Árið eftir, 1660, dó Velazqusz. Þannig hljóðar í stuttu máli æfisaga málara þessa, og get- ur varla talist úr hófi við- burðarík, enda verður danska rithöfufidinum Brotoy-Johan- sen að orði, þegar hann ber saman Velazquez og samtíma- mann hans einn, hollenska listmálarann Vermeer, að um æfi hins síðarnefnda sé ekkert vitað, að úr æfisögu hins fyrr- nefnda sé ekkert þess vert að vita það. List tímans, sem þessir mál- arar lifðu á, er oft einkennd með orðinu barok; það er portúgalskt að uppruna, barocco, og er raunar heiti á vanskapaðri perlu. Barokmál- verk áttu fyrir alla muni að vera sérstök, skera sig úr, vera skemmtileg, spennandi, áhrifa- mikil. Mikið atriði var að þau væru góð söluvara, því nú var búið að finna Ameríku og Malajalönd og ríkir höndlarar og reiðarar unnu sér óðum lífs- rými á kostnað greifa og pre- láta. Konungar og klerkar klóruðu þó í bakkann eftir mætti og málaralistin varð eitt af haldreipum þeirra; málarar áttu sér nú örugga samastaði við veglegustu hirðir álfunnar, þar sem hlutverk þeirra skyld5 vera að vegsama með penslum sínum fölnandi dýrð húsbænd- anna, ef það mætti verða til að viðhalda virðingu almúg- ans fyrir þeim, sem stjórna af Gvðs náð en ekki Mammons. Ekki gekk öllum listmálur- um þessara tíma fremur en annarra jafnvel að sætta sig við kröfur máttarstólpa þjóð- félaganna, en allt um það hef- ur málaralistin sjaldan risið hærra; í því sambandi nægir að nefna nöfn ems og Rem- brandt, Rúbens, Titsían, auk hetju þessarar greinar. Þótt undarlegt megi heita, var sá málari, er Velazquez hafði hvað mest álit á í æsku og varð fyrir áhrifum frá í samræmi við það, ítalinn Caravaggio, sem gagnstætt að- dáanda sínum gerði sitúhvað fleira sögulegt en að mála: lamdi veitingaþjóna, slóst útaf kvenfólki, drap menn. Hann hefur af sumum verið kallaður fyrsti sósíalrealistinn í málara- list, því mótíf sín sótti hann stundum á lægstu gráður þjóð- félagsins; má það furðulegt kalla á öld, er ætlazt var til að helgaði list sína furstum Efri myndin: Hluti úr málverkinu Uppgjöf Breda eða Las Lanzas. Jústín af Nassau réttir Spinolu borgarlykilinn, en að baki spænska foring-jans sjást nokkrir manna hans með lensuskóg- inn gnæfandi yfir sér, hvað gefur þeim ólíkt hressilegri yfirsvip en hinum sigruðu Hollendingum til vinstri. Málverkið er gert kringum 1635 og geymt á Prado í Madríd. — Að neðan: Venus speglar sig, edtt af seinni verkum Velazquezar, gert um 1650. Það er á National Gallery í Lundúnum. 16 SAMVINNAN

x

Samvinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.