Samvinnan


Samvinnan - 01.03.1966, Blaðsíða 30

Samvinnan - 01.03.1966, Blaðsíða 30
öskrin með jöfnu millibili. Hann reyndi að forðast þau með því að þrýsta lófunum að eyrunum, en þau tróðust engu að síður inní vitund hans. Hvert óp þýddi stein . . . ann- an stein . . . og annan . . . og annan . . . Og að lokum tók við miskunnarsöm þögn. Hann slappaði af og lá kyrr. Að nokkurri stund liðinni heyrði hann hark og leit upp. Aðstoðarforingi Grants majórs hafði komið inní tjald'ð. Hann var hrikalegur Dúrbanni- Arabi frá Jemen, svartur yf- irlitum og grimmilegur og með vel sprottið yfirskegg. Það fór lítið fyrir tekönnunni í geysi- stórri krumlu hans, er hann skálmaði um tjaldið. „Viljið þér te, Sahíb? Majór Sahíb bað mig biðja yður að vera reiðubúinn til ferðar." Mr. Tomlinson settist upp og vatt fótunum framá gólf. Hann dreypti á tei og neyddi sig tilað taka til máls. „Það er búið?“ „Teið, Sahíb?“ „Nei, asni, ég á við grjót- réttarhöldin. Er þeim lokið?“ Svipur Dúrbannans var því- líkur, að aðeins háttprýði haos kæmi í veg fyrir að hann spýtti í sandinn. „Já, Sahíb, þeim er lokið. Þessir Aúdhalahundar . . . Grant Sahíb er mér bæði fað- ir og móðir, en á sumum svið- um er hann hreinasta barn. Hefði hann ráðfært sig við nrg, þjón sinn, hefði farið öðruvísi. En hjartagæzka .hans leiðir hann á villigötur". „Gr|jótréttarhöldin,“ æpti Mr. Tomlinson. „Hvað gerðist?“ „Þeir misstu allir marks,“ svaraði Dúrbanninn fýlulega. „Ekkert blóð, ekkert gaman. Aúdhalarnir köstuðu steinum í áttina til Aden og Múskat og Oman, en aldrei að höfðum hinna ákærðu. Og það var allt- saman Grant Sahíb að kenna. Af hjartagæsku sinni hét hann hverjum þeim manni, er hitti í mark með steini sín- um, hálfri rúpíu í verðlaun. Það var nú gott og blessað. En hann hét auk þess hverjum þeim, er missti marks, hleðslu af .303-skotum, tilað deyfa vonbrigði þeirra . . . Hefði hann borið þetta undir mig, hefði ég getað sagt honum, að í augum þessara Aúdhala er hleðsla af ,303-skotfærum tveggja rúpía virði. En það vissi hann ekki og þeir not- uðu sér hrekkleysi hans. All- ir, sem ateinunum köstuðu, pípuðu upp að Alla hefði látið þá missa marks tilað sanna sakleysi hinna ákærðu. Sem sagt að það hefði verið guðs vilji . . . Súleika og Alí Baksj eru þegar farin að ráðslaga um brúðkaup sitt, og að þessu sinni í fullum rétti . . . Er Sahíb veikur?“ Mr. Tomlinson var altekinn móðursýkiskasti. Súleika myndi þá dansa og hlæja á ný! Grant, hinn þögli, þurrlegi maður, sem þekkti Arabana, hafði borgið lífum elskendanna á þann hátt, að allir voru ánægðir . . . Fögnuður yljaði hjarta hans líkt og vín. Hann náði valdi á tilfinning- um sínum og mælti til Dúrb- annans: „Vilji Guðs vék stein- unum afleiðis. Miskunnsemi hans eru engin takmörk sett.“ dþ. þýddi. 30 SAMVINNAN

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.