Samvinnan - 01.10.1967, Blaðsíða 10

Samvinnan - 01.10.1967, Blaðsíða 10
MENN SEM SETTU SVIP Á OLDINA Franklin D. Roosevelt sver embættiseið forseta í fyrsta sinn 20. janúa • 1933. Þriðji maður til hœgri við hann er Herbert Hoover. Haft er fyrir satt að Dwight D. Eisen- hower hershöfðingi hafi unnið forseta- kosningarnar í Bandaríkjunum 1952 með vígorðunum „I like Ike“ (Mér geðjast að Ike). Hann var maður sem öllum geðj- aðist að. Franklin D. Roosevelt hefði aldrei getað beitt slíkum áróðri. Menn ýmist dáðu Roosevelt eða hötuðu hann, en „geðjaðist" ekki gjarna að honum. Tímaritið Esquire birti skopteikningu ár- ið 1938, sem sýndi lítinn dreng hripa orðið Roosevelt á gangstétt, en hjá hon- um stóð bróðir hans og hrópaði til móður sinnar í eldhúsdyrunum: „Mamma, Wil- fred var að skrifa blótsyrði!" Roosevelt hafði svo gaman af myndinni, að hann lét ramma hana inn og hengja upp fyrir utan svefnherbergisdyrnar í Hvíta hús- inu. Samt var þessi hataði forseti syrgður einsog nákominn vinur af milljónum Bandaríkjamanna, þegar hann féll frá vorið 1945. Það kom í hlut Roosevelts að vera for- seti mesta stórveldis veraldarinnar, fyrst á tímum mestu fjármálakreppu sögunn- ar, síðan í mestu styrjöld sögunnar. Hann skildi við ríki sitt á sigurstundinni vold- ugra og auðugra en nokkurt ríki hafði nokkurntíma verið. Það var ekki forustu hans einni að þakka, en sennilega hefði það ekki orðið án 12 ára einbeittrar stjórnar hans. Roosevelt minnti um margt á leiðtoga Breta í fyrri heimsstyrjöld, Lloyd George. Báðir voru þeir fulltrúar hinna frjáls- lyndu afla í samtíðinni; báðir héldu fram hlut „almúgamannsins" og áunnu sér hatur valdastéttanna með því að ráðast á valdaklíkurnar; báðir lögðu grundvöll- inn að almannatryggingum og félags- legu réttlæti í löndum sínum; báðir sam- einuðu hugsjónir og hugrekki slóttugri hentistefnu; báðir bjuggu yfir miklum persónutöfrum og beittu þeim ótæpt til að koma fram áformum sínum; báðir voru þeir snillingar í að hagnýta gáfur annarra, þó þeir væru engin sérstök gáfnaljós sjálfir; báðir komust til valda á innanlandsmálum, en urðu leiðtogar þjóða sinna í sigursælum styrjöldum. Hinsvegar var uppruni þeirra ákaflega ólíkur. Lloyd George var af fátækum kominn, en Roosevelt fæddist á hinu víðlenda og glæsta ættaróðali Hyde Park við Hudson-fljótið, um 150 kílómetra frá New York. Roosevelt-ættin var hollenzk að uppruna og átti sér langa og virðu- lega sögu á þessum slóðum, enda var New York upphaflega hollenzk nýlenda og hét þá New Amsterdam. Móðir Franklins var af Delano-ættinni, millj- ónaerfingi, fegurðardís og orðlagður persónuleiki. Hún átti ættir að rekja til eins „pílagrímanna" frá 1620 og var 26 ára þegar hún giftist James Roosevelt, 52 ára gömlum ekkjumanni, sem hafði 10
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.