Samvinnan - 01.02.1968, Side 10

Samvinnan - 01.02.1968, Side 10
ófullnægjandi eða misheppn- aðar. — Afleiðingarnar að við erum verr á vegi staddir í skóla- málum en flestar þjóðir Evrópu. — Ekki þó aumastir allra — og enn er hert á. Lífs- þægindagræðgi íslendinga hefur gert heimili og foreldra alls ófæra að annast uppeldi og fræðslu barna sinna. . . . ískyggilegast alls þó þrekleysi og tímaskortur kennaranna. Við þrekleysi er þá gott ráð til. Snarhækka kennaralaun o. s. frv. Nei, blaðamaðurinn frá Morgunblaðinu hefur engin hamskipti haft, þó að hann heiti nú ritstjóri Samvinnunn- ar. Ritháttur þess virðist runn- inn honum í merg og bein, hvort hann vex frá honum má hamingjan vita. Ég held varla. Og s.a.m. — því að smekk- vísi hans býður að skamm- stafa nafn sitt svo, að dæmi margra blaðamanna — gerir ekki endasleppt, enda er svo komið að hans dómi að komið er á elleftu stund og ekki síð- ar vænna fyrir íslendinga að bjarga því sem bjargað verð- ur. Nei, hann er forhleypismað- ur 6 riddara, er allir áfella og fordæma, hver á sinn hátt, stjórn og fyrirkomulag kennslumála, einn þetta og annar hitt, t. d. launahlutfall og hæð o. s. frv. í ávarpi til áskrifenda telur s.a.m. flesta þá höfunda er í heftið rita þjóðkunna menn, vonandi satt þó að ég viti eng- in deili á sumum þeirra. Gleði- legt til þess að hugsa hvað þeir hafa þó komizt langt, þrátt fyrir alla skólakýlapestina á barnsaldri og afleiðingar henn- ar. Hörmulegt hinsvegar ef þeir hefðu getað orðið heimskunn- ir rétt „meðhöndlaðir" á barns- aldri og svo frameftir. Þó ég áfelli rithátt s.a.m. á vegum Samvinnunnar og stór- skotaliða hans úr 6 manna sveitinni þykist ég vita að þeir hafi nokkuð til síns máls, breytinga muni þörf á 20 ára gamalli löggjöf, það verður engin flík sniðin og saumuð svo vel og úr því efni að hún þurfi ekki umbóta við eftir þann tíma, en lánsmenn eru þeir sem nú eiga þá sniða- mennsku og saumaskap fyrir sér ef þeirra verk endast 10 hvað þá 20 ár, og dómurinn verður þá vægari um þá en þeirra yfir sínum lærifeðrum. Um annað efni þessa 1. heft- is nýju Samvinnunnar skal ekki fjölyrt, þó að það sé ær- ið misjafnt að gæðum, aðeins drepið á tvennt: 1. Sortann á 57. bls. Er verið að torvelda lesendum að fá einhverja glóru út úr moldviðri Hannesar Péturssonar, sem þar er nefnt af einstæðu lítillæti 3 ljóð? 2. Heldur s.a.m. að lesend- ur íslendingasagna fyrr og síðar hafi ekki gert sér grein- armun á hátterni Víga-Styrs eða Þórgeirs Hávarðssonar — svo þeir 2 séu nefndir, vegna þess að af þeim voru sögur gerðar — og Njáli eða Gesti Oddleifssyni, Ingimundi gamla o. s. frv.? Er hann sá óviti að halda að H.K.L. hafi hleypt vindinum úr — unnið það þjóðþrifaverk — fornri mannshugsjón ís- lendinga með lúsablesahætti sínum í Gerplu? Ég trúi því varla. Hafi H.K.L. unnið eitthvað með þeim óhróðri, er það helzt að rótfesta þá trú hjá lesenda- hóp — er gleypir hvert agn er hann fleygir af hendi, hversu ókræsilegt sem það er — að forfeður okkar hafi verið óþrifalýður sem rétt sé að snúa baki við, láta lestur Gerplu nægja. íslendingasögur eru mörg og þykk bindi, þung og tormelt. Gerpla lítið kver, fljótlesið og auðmelt, en vinzuð mun hún þó úr ásamt mörgum öðrum óþverra þegar úrval sagna- gerðar Halldórs verður prent- að eftir okkar daga. En hvernig vildir þú þá hafa Samvinnuna? var spurt forð- um, og eðlilegt að spurt sé enn. Ég svara nú eins og þá í aðalatriðum. Samvinnan á að vera sverð og skjöldur allra okkar, er að- hyllumst samvinnu í verzlun og viðskiptum kaupfélaganna og Sambandsins, gagnvart óvinum. Hún á líka að vera vettvangur fyrir ágreiningsmál innanfélagsmanna. Hún á að vera fræðslurit um ótal margt, en fremur öðru þó um viðskiptamál. Á hverjum aðalfundi hvers einasta kaup- 6

x

Samvinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.