Samvinnan - 01.02.1968, Blaðsíða 12

Samvinnan - 01.02.1968, Blaðsíða 12
ljóð og sögur, borga sæmilega, en láta svo kaupendum eftir að dæma um og veita verðlaun ár hvert. Hvert kaupfélag annast dreifingu atkvæðaseðla, og síðan sendingu. Vonandi að ljóðaþrugl H.P., þýðing s.a.m. eða sögusamsetningur I.G.Þ. hefðu ekki fengið mörg at- kvæði, en þess er nú einmitt að vænta að svipað efni eða síðra verði borið á borð fyrir okkur framvegis án þess mót- mæli komi að gagni. Samvinnan hefur nú komið út á vegum kaupfélaganna ís- lenzku í full 70 ár, þó að nafn- ið væri annað fyrstu árin. Hún var lengi það sem hún átti að vera, sverð þeirra og skjöldur þar sem svarf til stáls og skyldi svo enn. Það var glapsýn forystumanna okkar og almennings að ætla það dagblöðum og viku einvörð- ungu, þó að þau væru réttir aðilar að henda spjót á lofti og senda aftur. Samvinnan átti að vera skjaldborgin að baki. Úr því hefur dregið, og þó margt hafi verið vel ritað í hana hin síðari ár og kunni enn að verða, eru tengslin rof- in að mestu, nafnið nálega eitt eftir sem tengir hana við for- tíðina, og hafi þeir því allir óþökk er hér hafa að unnið. Ketill Indriðason. D Eyhildarholti, 16. nóv. 1967 Herra ritstjóri. Þá er vel, þegar tekin eru fyrir þýðingarmikil mál, sem alþjóð varða og hátt ber hverju sinni, og rædd á almannafæri. Að vísu gefur einn bréfritari í skyn, að þetta muni vera eins konar loddarabragð („gróf til- raun") Samvinnunnar „til að afla ritinu kaupenda og les- enda." Þvílíkar getsakir eru, að ég ætla, á mörkum þess, sem sæmilegt má teljast. En hvað sem um það er, þá er þetta góð nýbreytni frekar en „gróf", og vonandi að svo haldi fram, sem horfir. Af nógu er að taka. Ég tek heilshugar undir þakkarorð Hlöðvers Sigurðsson- ar til Jóns R. Hjálmarssonar skólastjóra fyrir grein hans um þjóðernismál. Sú hugleiðing er í sannleika góð og gild. Annars eru greinarnar um skólamálin misjafnar nokkuð. Hjá sumum höfundum kennir rakalausra staðhæfinga, stóryrða og jafn- vel gorgeirs meira en svo, að fullt mark verði á máli þeirra tekið. Sitthvað er þó vel um þær allar og margt réttilega mælt. Og þó að höfundarnir sumir kosti meira kapps um að rífa niður en reisa af nýju, þá er ekkert við því að segja. All- ar breytingar og byltingar hefjast með niðurrifi þess, sem óhæft er orðið og úrelt. Flest- ir munu á einu máli um að skólakerfi okkar þurfi breyt- inga við og jafnvel gagngerðr- ar endurnýjunar. Hvað er þá eðlilegra en að byrjað sé á því að benda á gallana? Ég ætla að kennarastéttin sé yfirleitt starfi sínu vaxin. En stakkur- inn, sem henni er skorinn, er þröngur um of og úreltur að ýmsu. Því rækilegar, sem á það er bent, þeim mun ríkari vonir standa til að úr verði bætt með góðra manna atfylgi. Umræður eru ekki aðeins góðar — þær eru nauðsynlegar. Hér er um að ræða hversu hlúa skuli að sjálfum lífsmeiði þjóðarinnar. Svo er það Þingvallahneyksl- ið. Þar hrannast upp spurning- arnar: Er ekki Þingvöllur og þær jarðir, sem þar liggja að og ríkið hefur keypt í friðunar- skyni, sameign allrar þjóðar- innar? Er ekki Þingvallanefnd opin- ber stofnun, sem ber að starfa fyrir opnum tjöldum? Úr hendi hvers eða hverra hafa umráðamenn Þingvalla tjarnfrn GRILON MERUSO Sérstahlega sterkt garn og því tilvalið í allan slitfatnað DRALOK Gróft og fínt dralongam Ótrúlega auðvelt í þvotti og þornar mjög íljjóti. GRETTMSGARK 100% íslenzh ull. Gróft og fljóU prjónað. Tilvalið í röggvateppi. AUt Gefjunargarn er mölvarið og hlaupfrítt. MJUarverhsmiðjan GEFJl/IV
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.