Samvinnan - 01.02.1968, Blaðsíða 16

Samvinnan - 01.02.1968, Blaðsíða 16
MENN SEM SETTU SVIP Á ÖLDINA Winston Churchill, sem af mörgum er talinn stórbrotnasti Breti aldarinnar, var í öndverðu harla óefnilegur sonur frægs föður. Randolph Churchill lávarður, þriðji sonur sjöunda hertogans af Marl- borough, hafði átt stuttan en glæsilegan feril í neðri málstofu brezka þingsins og meðal annars reynt að þoka íhalds- flokknum lengra og hraðar en flestum íhaldsmönnum þótti hæfilegt í átt til þess „íhalds-lýðræðis“ sem Disraeli hafði stefnt að. Lítill en skarpgáfaður hópur undir stjórn Randolphs lávarðar var orð- inn þekktur undir nafninu „Fjórði flokkurinn". Þessir menn skópu sér marga óvini, einkanlega Randolph lávarður sem var talinn hættulegur og metnaðargjarn maður. Margir litu á hann sem „óboðinn gest, uppskafning, uppreisnarmann sem spottaði virðulega leiðtoga og hæddist að löghelguðu valdi með samblandi af höfðingj aþótta og leikrænum ruddaskap," einsog Winston komst að orði síðar. En þó sonurinn til- bæði föður sinn náðu þeir aldrei sam- bandi hvor við annan. Hinn glæsti faðir var líka annarlegur og ógnandi, og jafn- vel feiminn; og í hans augum var son- urinn sljór — honum gekk frábærlega illa í skóla. Hann virtist ef satt skal segja vera svo heimskur að hann yrði að leggja fyrir sig hermennsku. Winston var ekki heimskur; honum fannst bara latína heimskuleg, og hann varðist af einbeitni öllum tilraunum til að kenna honum hana. Og árið 1885 jafngilti vankunnátta í latínu menntun- arleysi. Hann hafði ímugust á undir- búningsskólanum, þar sem aginn var grimmilegur og skólastjórinn svo slæm- ur að Winston litli fann hjá sér ómót- stæðilega hvöt til að traðka stráhattinn hans í svaðið. Þetta gerði hann að hetju meðal skólafélaganna, en bætti ekki latínukunnáttuna. Hann naut föð- ur síns þegar hann tók inntökuprófið í Harrow-menntaskólann, því þegar hann skilaði latneska stílnum, sem allt valt á, var aðeins á örkinni nafnið W. L. Spencer-Churchill, tölustafurinn 1, tveir blettir og ein blekklessa. í Harrow var Winston yfirleitt óvinsæll og yfirburðalaus, ódæll piltur er svaraði hverjum sem var fullum hálsi. En hann hafði mikla ástríðu á stórum orðum og stórum dáðum, og fyrir atbeina tveggja kennara lærði hann að elska og dá enska tungu og bókmenntir. Churchill fékk síðan upptöku í her- skólann í Sandhurst og komst í riddara- liðið rétt fyrir dauða föður sins 1895, en þá var Winston tvítugur. í riddaralið- inu lentu að jafnaði vaskir en miður gefn- ir synir heldrimanna. Randolph lávarð- ur lét eftir sig lítið fé, og Winston var ekki nægilega fjáður til að geta leyft sér lífshætti riddaraliðsforingja að vetr- inum, en þeir fólu í sér fimm mánaða kostnaðarsamar veiðar. Hann fór því að svipast um eftir ævintýrum, frægð — og lífsstarfi. Þetta var í aftanskini Viktoríuskeiðs- ins. Bretar höfðu ekki háð meiriháttar stríð í áttatíu ár, því Krímstríðið gat varla talizt stórstyrjöld. Viðskipti og iðn- aður höfðu blómgazt, friðsamleg út- þensla og einstaka refsiaðgerðir gegn óþægum nýlenduþjóðum höfðu teygt heimsveldið um gervallan hnöttinn. Brezki flotinn drottnaði á heimshöfun- um. Heimafyrir var að vísu mikil fátækt og fáfræði, en samt hafði ástandið í þeim efnum aldrei verið betra. Vísindin vörp- uðu bjarma framá veginn. Á þessu sama ári, 1895, fann Breti að nafni Ross mý- fluguna sem olli mýrarköldu, og ítali að nafni Marconi sendi þráðlaus boð nálægt Bologna rúmrar mílu vegalengd. Von og Vegsemd voru gyðjur tímans, þær ríktu einar á „demantsafmæli" (60 ára stjórn- 12
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.