Samvinnan - 01.02.1968, Blaðsíða 17

Samvinnan - 01.02.1968, Blaðsíða 17
arafmæli) Viktoriu drottningar 1897. Heimsveldið og þegnar þess trúðu í alvöru á glæsta og gjöfula framtíð. Fyrir fátækan og ævintýrasjúkan riddaraliðsforingja var alltof friðsamlegt í heiminum. Þó hljóp á snærið hjá hon- um þegar gerð var bylting á Kútau sem hann fékk að skrifa um fyrir blaðið Graphic, og voru honum greidd fimm pund fyrir hverja grein. Þetta ævintýri kom honum líka í kynni við Havana- vindla, sem varð afdrifaríkt fyrir vindla- framleiðsluna. Siðan var Churehill und- iríoringi sendur til Suður-Indlands þar sem hann lék póló og hóf í fyrsta sinn að mennta sjálfan sig. Hann drakk í sig rit Platons og Aristótelesar, skrif Malt- husar um fclksfjölgun og Darwins um tppruna tegundanna, en umfram alla aðra las hann hina miklu brezku sagn- fræðinga, Gibbon og Macaulay og Lecky. í sínum eigin skrifum fór hann bæði meffvitað og ómeðvitað að stæla stíl Gibbons. Eftir skamma dvöl við norð- vesturlandamæri Indlands samdi hann sína fyrstu bók; og árið 1898 kom stóra tækifærið, sem hann varð að berjast um við Kitchener hershöfðingja, nefnilega að fara í Súdan-herferðina sem frétta- maður fyrir Morning Post. Sú reynsla varð honum mikils virði og hann samdi fræga bók um Súdan-herferðina. Þó öðlaðist Churchill ekki verulega frægð fyrr en í Búastríðinu. Þá loks komst nafn hans í forsiðufyrirsagnir blaðanna. Hann var nú orðinn kunnur stríðsfréttaritari fyrir Morning Post með 250 pund í mánaðarlaun, staðráðinn í að skapa sér nafn, komast á þing og verða mikilmenni. Ekki skorti viðburð- ina. Hann var handtekinn af Búum, eft- ir að hann hafði sýnt „stórkostlegt hug- rekki og stillingu" þegar hann reyndi að bjarga vopnalest sem Búar höfðu her- tekið. Hann komst undan og náði til landsvæðis Portúgala með því að liggja falinn í vöruflutningalest í þrjá sólar- hringa. Hann sneri heim aftur hetja, bauð sig strax fram fyrir íhaldsflokkinn í Oldham meðan hatrið í garð Búa log- aði glatt, vann þingsætið með naum- indum og bjargaði fjárhag sínum með því að leggja uppí fyrirlestraferðir um Bretland og Bandaríkin sem færðu hon- um 14.000 sterlingspund. Hann hafði náð markinu. Það merkti þó enganveginn að hann hefði aflað sér vinsælda. Margir jafnt innan þings sem utan litu svo á, að son- ur Randolphs lávarðar væri jafnvel enn meiri spjátrungur en faðirinn, hugsaði um það eitt að auglýsa sjálfan sig og væri ekkert nema loftið. Ennfremur var hann slæmur flokksmaður og gagnrýndi sína eigin leiðtoga á þingi nálega jafn- oft og hann gagnrýndi þingmenn Frjáls- lynda flokksins — sannur sonur föður síns. Hann gerði sér að venju að jagast í ráðherrum útaf smámunum sem hann hafði lagt sig fram um að kynna sér til hlítar, og síðan lagði hann á sig (þar sem hann var fjarri því að vera fæddur ræðumaður) að læra utanað og æfa hverja setningu og hvert mælskubragð í ræðum sínum. Kunnur grínisti sagði eitt sinn, að hann hefði varið beztu ár- um ævinnar til að undirbúa óundirbún- ar ræður sínar. Hann var einsog faðir hans metnaðargjarn, óhefðbundinn, Faðir Winstons og móðir ásamt honum sjálfum í bernsku. hrekkjóttur, öruggur, óútreiknanlegur. Faðir hans sálugi var eina pólitíska hetja hans, og til að sanna það samdi hann á þessum árum stóra ævisögu hans. Winston Churchill varð æ óánægðari með ríkisstjórn Balfours, og árið 1904 tók hann í fyrsta sinn þá ákvörðun að skipta um flokk, gerðist þingmaður Frjálslyndra og fyllti flokk þeirra næstu 20 árin. Því var haldið fram að hann hefði skipt um flokk til að hefna ófara föður síns, en aðrir töldu að hann hefði séð meiri framavon í Frjálslynda flokkn- um þar sem fyrir voru færri ungir af- burðamenn. Hvorttveggja kann að vera á rökum reist, en meginorsökin var sú að Joseph Chamberlain hafði tekið upp ein- dregna tollverndarstefnu, en Churchill var fríverzlunarmaður af gamla skólan- um. Ríkisstjórnir Frjálslynda flokksins, sem fóru með völd næsta áratuginn eftir hinn stórkostlega kosningasigur í desem- ber 1905, voru meðal merkustu ríkis- stjórna í gervallri sögu Englands. í þeim gegndi Churchill fjórum ólíkum embætt- um: aðstoðarnýlendumálaráðherra 1906 —1908, verzlunarmálaráðherra 1908— 1910, innanríkisráðherra 1910—1911, og flotamálará'Sherra 1911—1915. í þess- um embættum tók hann virkan þátt í öllum helztu viðburðum og vanda- málum þessara afdrifaríku ára: samning- unum við Suður-Afríku, fyrstu sporun- um í átt til nútíma-velferðarríkis, bar- áttu kvenna fyrir kosningarétti, barátt- unni milli neðri málstofu og lávarða- deildar trezka þingsins sem leiddi til tvennra kosninga 1910 og ósigurs lávarð- anna 1911, ólgunni i iðnaðinum þetta sama ár, ógnun uppreisnar á írlandi, ögrun Þýzkalands á hafinu og styrjöld- inni miklu sem átti að verulegu leyti upptök sín í þeirri ögrun. Á þessum ár- um lærði Churchill að skipta um skoð- anr'r á mörgum málum: sonur hertog- ans átti, að því er sumum fannst, næst- um of auðvelt með að semja sig að rót- tækum hugmyndum Lloyds Georges og hins litla en mikilvæga Verkamanna- flokks. En þó Churchill tæki virkan þátt í mótun verkalýðslöggjafar og baráttunni gegn lávarðadeildinni, og endaþótt um- bótavilji hans væri einlægur, þá var hann aldrei eins róttækur í eðli sínu og Lloyd George. Churchill hafði ævinlega ríka tilfinningu fyrir stórkostlegum hernaðarlegum og höfðinglegum hefðum Bretlands, og hann þokaðist æ nær hin- um íhaldssama heimsvaldaarmi Frjáls- lynda flokksins. Fyrri heimsstyrjöld og rússneska byltingin staðfestu hann í íhaldssamri ættjarðarást og efldu með honum hrifninguna á ævintýralegu drama brezkrar sögu, þar sem hann var einráðinn í að leika sitt hlutverk. Á þessum árum var velferðarríkið í deiglunni. Rithöfundar einsog George Bernard Shaw, H. G. Wells og hin merki- legu hjón Sidney og Beatrice Webb voru að móta það í ritum sínum. Webb-hjón- in, sem voru guðforeldrar Verkamanna- flokksins, voru andvíg skyndilegri bylt- ingu, en mæltu með hægfara ummyndun auðvaldsþjóðfélags í anda sósíalismans — byggingu íbúða á vegum hins opin- bera, opnun almenningsbókasafna, al- menningsgarða og almennra skóla, skipulagningu vinnumiðlunar, atvinnu- leysistrygginga, sjúkratrygginga, fá- tækrahjálpar og ellilífeyris. Þessar hug- myndir voru róttækari meðlimir Frjáls- lynda flokksins farnir að skilja árið 1906, og á næstu fimmtíu árum urðu fulltrúar allra stjórnmálaflokka til að hrinda þeim í framkvæmd. Árið 1908 hafði Asquith forsætisráðherra augastað á Churchill í embætti félagsmálaráðherra, en Churc- hill hafnaði boðinu, þareð hann kærði sig ekki um „að vera lokaður inní mat- gjafa-eldhúsi með frú Webb", einsog hann komst að orði. í stað þess tók hann við embætti verzlunarmálaráðherra, en þar hafði hann ekki heldur mikinn frið fyrir frú Webb. í fyrstunni leit hún svo á, að hann væri „eigingjarn, stærilátur, grunnhygginn og afturhaldssamur". Þetta voru algeng viðbrögð. Einkaritari Churchills skrifaði eitt sinn: „Strax og maður hittir Winston koma allir gallar hans í ljós, en síðan eyðir maður ævinni 13
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.