Samvinnan - 01.02.1968, Blaðsíða 21

Samvinnan - 01.02.1968, Blaðsíða 21
ana og orðsendinga til yfirmanna í her og ráðuneytum, gerði áætlanir, hvatti og ávítaði, leitaði álits sérfræðinga; eftir hádegisverð svaf hann í klukkustund; síðan komu ráðuneytisfundir, ræður og svör við fyrirspurnum í neðri málstof- unni; heimsóknir til flugvalla og strand- virkja, heimavarnarliðssveita, hættu- svæða. Eftir kvöldmat vann hann reglu- lega til klukkan tvö og þrjú á nóttinni, örmagnaði marga einkaritara og reykti þúsundir vindla. Hann var ímynd hug- rekkis og mótstöðuafls, ekki aðeins í aug- um Breta, heldur alls heimsins. í júní 1940 bjuggust margir útlendingar við skjótum friðarumleitunum Breta; í ágúst biðu þeir í ofvæni og Bandaríkjamenn héldu niðri í sér andanum; í október dirfðust frjálsir menn um allan heim, ásamt mörgum sem sviptir höfðu verið frelsi, að vona, að Bretland mundi enn „bjarga sjálfu sér með einbeitingunni og Evrópu með fordæminu", úrþví ekki hafði verið gerð innrás og Bretar stóðu af sér hinar grimmilegu loftárásir á Lundúni. í útvarpsávarpi 4. júní 1940, eftir að 335.000 manns (án alls útbúnaðar) höfðu verið ferjaðir yfir til Englands frá strönd Frakklands, reyndi Churchill ekki að draga dul á hinar „tröllauknu hernaðar- ófarir", en hann brýndi fyrir löndum sínum að nokkurra mánaða erfiði gæti ráðið bót á vopnamissinum, og síðan lýsti hann sterkum og skáldlegum orðum hvernig þjóðin mundi berjast við óvin- inn á höfunum, í lofti, á ströndunum, á lendingarstöðum, á ökrum og strætum, í fjöllunum og handan við höfin, ef nauðsyn krefði. Hálfum mánuði síðar, þegar Frakkar höfðu beðið um vopna- hlé, hélt hann aðra útvarpsræðu þar sem hann lýsti því yfir að orustunni um Frakkland væri lokið, en orustan um Bretland að hefjast, og á úrslitum henn- ar ylti framtíð kristinnar menningar og alls sem menn virtu hæst í mannlífinu. En áður en orustan um Bretland hæf- ist urðu Bretar að ljúka því dapurlega verki að gera franska flotann óvirkan — eða þær deildir hans sem neituðu að starfa með brezka flotanum. Stóru skipin í Oranhöfn í Alsír voru skotin í kaf eða stórlöskuð, og sýndi fátt betur þann fasta ásetning Breta að halda áfram barátt- unni (sem margir höfðu efazt um, þrátt- fyrir orð Churchills). í neðri málstof- unni tók hann til máls 4. júlí og kvaðst harma að verða að ráðast á fyrri banda- menn, sem hefðu barizt drengilega, en lagði það óhræddur undir dóm þing- heims, þjóðarinnar, Bandaríkjanna, heimsins og sögunnar, hvort rétt hefði verið að fara þessa leið. De Gaulle kom til Englands og setti á stofn lið frjálsra Frakka, og í Frakklandi hlustuðu menn milljónum saman á útvarpssendingar frá Lundúnum, og eitt kvöld í nóvember 1940 kom Churchill sjálfur þar fram og talaði á reiprennandi frönsku með ótrúlega lélegum framburði. í ágúst og september 1940 var orustan um Bretland í hámarki. Hagnýting rat- sjárinnar, tæknilegir yfirburðir Hurri- cane- og Spitfire-orustuvélanna ásamt hugrekki og hæfni flugmannanna ollu svo miklum usla í árásarflota Þjóðverja, að 7. september neyddist Hitler til að taka upp aðra aðferð og gera loftárásir á næturþeli; „leifturstríðið" hófst og stóð yfir mánuðum saman. Churchill hélt áfram að telja kjark í þjóðina í máttug- um og minnisstæðum ræðum. Þar kom að hann stóð á rjúkandi rústum sjálfs þinghússins og táraðist einsog barn. Þannig var hann: undirniðri hörkunni og einbeitninni var tilfinningaríkur og viðkvæmur maður. Virginia Cowles, sem skrifað hefur eina beztu ævisögu hans, segir frá því hvernig hann grét meðan verið var að skíra sonarson hans, Win- ston, og tautaði: „Veslings barn, að fæð- ast inní slíkan heim." Hann gat verið önugur og skapbráður, ráðríkur og drottnunargjarn; hann gat verið napur, einkum við hátíðlega og langorða und- irmenn; en skyndilega gat hann orðið nærgætinn, t. d. gagnvart einkaritara sem var búinn að vinna of mikið; mann- úð hans og skopskyn voru jafnan á næstu grösum. Nálega allar ræður hans, einnig þær hátíðlegustu, eru íþættar gneistandi skopi. („Við bíðum eftir inn- rásinni. Það gera fiskarnir líka.") Hugkvæmni hans var með ólíkindum. Hann hafði ferskar hugmyndir um allt milli himins og jarðar og dembdi þeim yfir sveitta ráðgjafa sína 18 tíma á sól- arhring — um skriðdreka, kafbátaleit, flatbytnur, sjóbíla, gervieyjar, leiftur- árásir, steinsteyptar hafnir og ótal önn- ur ráð til að flýta sigrinum. Roosevelt á að hafa sagt um hann: „Hann fær hundrað snjallar hugmyndir á dag, og fjórar þeirra eru góðar." En erfitt gat stundum verið að fá hann ofanaf hug- myndum sem voru ekki góðar, að því er Sir Alan Brooke segir. Honum þóttu her- foringjarnir oft vera til trafala, því hann var að eðlisfari djarfhuga og hafði yndi af því óvænta. Persónuleg vinátta þeirra Churchills og Roosevelts var mjög mikilsverð. Satt að segja var það trú Churchills á væntan- lega þátttöku Bandaríkjanna í stríðinu sem efldi honum kjark á árunum 1940 og 1941. Roosevelt fór mjög varlega í sakirnar framanaf, en frammistaða Churchills vakti æ meiri aðdáun vestan hafs og auðveldaði Roosevelt þær óbeinu aðgerðir sem hann stóð að. í árslok 1941 gerðu Japanir árásina á Pearl Harbour, og Bandaríkin voru komin í stríðið. Á næstu þremur og hálfu ári hittust þeir vinirnir oft, og jafnvel þótt þeir væru oft ósammála og jafnvel gramir hvor öðrum, felldi það aldrei alvarlegan skugga á vináttu þeirra. Churchill leit svo á að samheldni Bretlands og Banda- ríkjanna væri ein helzta undirstaða framtíðarheilla mannkynsins. Skömmu eftir árásina á Pearl Harbour urðu Bretar fyrir gífurlegum skakkaföll- um sem urðu til þess að Churchill sá sig tilneyddan að fara framá traustsyfirlýs- ingu í neðri málstofunni til að þagga nið- ur í gagnrýnendum sínum. í hinum skæða sjóhernaði urðu Bretar fyrir mjög miklu tjóni, ekki sízt þegar Japanir Churchill málaði oft á frönsku Rivierunni eftir að hann lét af embœtti. sökktu tveimur nýjum orustuskipum, Prince of Wales og Repulse. Þeir misstu ennfremur Malajaskaga og Singapore (þar voru teknir 70.000 stríðsfangar), og Japanir stóðu við þröskuld Indlands og Ástralíu. í Norður-Afríku vann Rommel hvern sigurinn af öðrum. Meðan á öllu þessu gekk reyndu hin- ir nýju bandamenn, Rússar, látlaust að þvinga Churchill til að mynda nýjar vígstöðvar í Vestur-Evrópu í því skyni að létta hinu þunga og nálega banvæna fargi þýzku framsóknarinnar að ein- hverju leyti af Rússum. Þegar Þjóðverj- ar réðust inní Rússland 22. júní 1941, var erkifjandi kommúnismans, Churchill, ekki í neinum vafa um hvað gera bæri; markið var aðeins eitt: að eyða Hitler og þýzka nazismanum. Sumarið 1942 voru Rússar á hröðu undanhaldi fyrir Þjóð- verjum og í ágúst flaug Churchill til Moskvu til að hitta Stalín í fyrsta sinn. Þegar Stalín fékk að vita að aðrar víg- stöðvar í Vestur-Evrópu kæmu ekki til mála að svo stöddu, álasaði hann Churc- hill, en hann svaraði stuttaralega: „Af öllum mönnum hafið þér sízt rétt til að áfellast okkur." Sambúðin við Rússa var óþægileg og bitur undir yfirborðinu, þó Churchill léti ekkert tækifæri ónotað til að geta um afrek þeirra og legði mörg brezk mannslíf í sölurnar til að koma hernaðarhjálp til norðurhafna Rúss- lands. Haustið 1942 urðu þáttaskilin. Rússar unnu orustuna við Stalíngrad, Bretar unnu orustuna við El Alamein í Egypta- landi, Bandaríkjamenn settu her á land í Alsír, Ástralíumenn stöðvuðu Japani á Nýju Guineu, bandaríski flotinn ruddi sér braut norður Kyrrahaf, kafbátar Þjóðverja í Atlantshafi týndu tölunni óðfluga, stórar sveitir bandarískra sprengjuflugvéla tóku að birtast yfir Vestur-Evrópu — hræðilegur fyrirboði þýzkum borgum. Áætlun Churchills var sú að gera harða 17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.