Samvinnan - 01.02.1968, Page 23

Samvinnan - 01.02.1968, Page 23
Island og umheimurinn Björn Th. Björnsson Dr. Sigurbjörn Einarsson Sigurður A. Magnússon Dr. Gylfi Þ. Gíslason Eysteinn Jónsson Erlendur Einarsson Hjálmar Ólafsson Þór Vilhjálmsson Guðjón B. Ólafsson BJÖRN TH. BJÖRNSSON: RæSa á fullveldisfagnaði Hafnarstúdenta 1. des. 1967 Þungt síðsumarkvöldið fær- ist yfir Stiklastaði; fólkorust- unni miklu er lokið, særðir menn dragast til húsa og Ólaf- ur konungur Haraldsson er fallinn. Þetta kvöld, svo segir okkur Fóstbræðrasaga, reikar Þormóður Kolbrúnarskáld einn um valinn, ósár á líkam, en víking þessum er þorrin öll löngun til lífs. Hann mælist einn við og segir: Hvort muntu nú, hinn heilagi Ólafur kon- ungur, eigi ætla að enda við mig það sem þú hézt mér, að þú myndir mig eigi fyrir róða láta? Og í þeim töluðum orð- um heyrir hann að strengur gellur og öru er skotið, og kem- ur hún undir vinstri hönd Þor- móði og þar á hol. Hann lyft- ir höfði, í átt þangað sem örin úr kom, hugarkröm hans öll er burt þurrkuð og hann segir: Það hygg ég að þessi maður hafi beztu heilli boga upp dregið. Og með örina í hjartarótum gengur hann þangað sem lík Ólafs konungs liggur, sezt niður hjá því og brýtur skaftið af öxi sinni. Einmanalegri, hetjulegri og þjáningafullri vegferð hans er lokið, sigurstund hann full. Hver er þessi maður? Hvað gengur honum til um slíka sjálfsplánun? Hann hefur látið allt sem þessa heims unaði heyrir, sælu sína og sól, tungl og stjörnur, ástkonu sína, lönd og fríðleik sinn. Ekki er af Fóstbræðrasögu að merkja, að honum gangi til heilagdómur Ólafs Haraldssonar; um kristni kærir hann sig kollóttan, slett- ir ekki einu sinni guðsorði í kveðskap sínum til sjálfs dýrlingsins, og englar eru vísast sízti selskapurinn sem víkingur þessi kysi sér til fóst- bræðralags. Hvaða hugsjón, hvaða steypa í honum sjálfum er svo sterk, að hún ráði ferð hans, utan samfélags ýmist eða þvert á allar skorður þess, unz hann ann sér loks feginshvíld- ar að leiðarlokum, með brotna öxi sína, yfir líki Ólafs kon- ungs? Þótt svarið vefjist ef til vill fyrir öðrum, er íslendingi þar ekkert til efs. Það er hug- sjónin um sjálfræði mannsins, dýrkun hetjunnar sem engan spyr og engan þarf að spyrja, dáun mikilleikans sem í því felst að ráða athöfn sinni í konunglegu skeytingaleysi um allt annað en eigin hvöt. Og hugsjón verður það af því einu, að það er um leið speglun djúp- rætts eðlisþáttar með mann- inum sjálfum, göfgun eða súblímasjón þess frumafls sem knýr hann. Þegar við litumst um þjóð- líf okkar á þessum fullveldis- degi, aftur til sögu okkar eða í eigin barm, standa til þess þúsund dæmi, að þessi sér- kennilega manngildishvöt, þessi sjálfræðishugsjón, hafi ekki verið skorin burt með ör- inni úr brjósti Þormóðs á Stiklastöðum forðum, heldur haldist enn með íslenzku þjóðinni, í senn sem megin- styrkur hennar og sárasti veikleiki. Saga okkar, og þó einkum þjóðlíf okkar nú um stundir, eru einkennd af þeirri klofnun, að eðlisþætti þessum er ýmist beitt til átaka, til hetjuskapar og manndóms, eða hann snýst til félagslegra brigða, glæpamennsku og jafnvel þjóðsvika. íslendingar hafa aldrei, fremur en Þormóður skáld, tekið kristna trú. Ekkert er þeim órafjær en brjóta sig í smátt fyrir aðra, ekkert óskilj- anlegra en afneita sér og ger- ast nafnlaus hjörð ósýnilegs hirðis. Sjálfsvild einstaklings- ins, friðhelgi hans, duttlungar hans, til góðs eða ills, það hafa verið trúarbrögð íslendinga all- ar götur, og eru enn. Einstaklingsdýrkun þessi á sér marga og kynlega fleti. Hvar á jarðarkringlunni gæti það til dæmis annarsstaðar gerzt, að einn fremsti rithöf- undur þjóðar eyddi blóman- um úr ævi sinni í að setja saman sex pálþykkar kröníkur um einn sveitaprest, sem á varla fokhelda kirkju yfir sig og þaðan af síður messuhæfan söfnuð og hefur nánast ekk- ert til málanna að leggja nema hvað hann hafi verið öðruvísi en aðrir menn? En þetta er íslendingum dyggðin sem dug- ar, allt til ódauðleikans: að vera öðruvísi en aðrir, vera aldrei sammála neinum og saurga helzt ekki egó sitt á því að taka nokkurntíma þátt í nokkru með öðru fólki. Enda væri saga séra Árna ekki ein- asta óþýðanleg á nokkurt tungumál, heldur væri þessi höfuðgersemi íslenzkra sam- tíðarbókmennta vita óskiljan- leg að efni til nokkurri ann- arri þjóð. Og nú situr meistari Þórbergur við að setja saman históríur af spekúlant einum úr Vestmannaeyjum, sem upp- hóf sitt prívatstríð við þjóðina með því að selja okkur krökk- unum í Eyjum rándýrar kara- mellur í gegnum átómat, með speglum og hringingu. í út- varpsviðtali á dögunum var Þórbergur að því spurður, hversu mörg bindi saga Ein- ars ríka gæti orðið (en það fylgir allajafna íslenzkri reglu að telja ríkidæmi í skuldum), og nefndi hann 300 bindi. Sagðist hann vongóður um að sér entist aldur, því nú ætti hann kínverskt ginseng — eða kynsöng — og væri orðinn rauðhærður á ný. Það þykir engum íslendingi skrýtið, heldur raunar sjálf- sagt, að lengra og stórbrotn- ara mál sér skrifað af van- trúuðum klerki á Snæfells- nesi og gotuspekúlanti úr Eyjum heldur en til að mynda Karlamagnúsi keisara, Marteini greyinu Lúter eða mönnum sem aldrei hafa séð neitt, aldrei lent í sjávarháska eða grafið sig í fönn, eins og Alberti kallinum Einstein. Fyrst ég minntist á Árna klerk, þá man ég ekki til að 19

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.