Samvinnan - 01.02.1968, Blaðsíða 25

Samvinnan - 01.02.1968, Blaðsíða 25
arlega stórt bílæti af Jesúsi þar sem hann flytur fjallræð- una, og af englum sem hlusta á, og síðan skar hann um allt haglega umgerð með rósaflúri. Og nú var sóknarkirkjan end- urbyggð, og Samúel bauð fram altaristöflu sína, henni til veg- semdar, en sóknarnefndin hafnaði henni. Og þessi gamli, lotni maður labbaði sig burt með pentan sína, Jesús sinn og engla, hnugginn yfir mála- lokum. En þótt enginn sæi það á honum, rann nú í hann vík- ingurinn. Orðalaust markar hann sér fagra flöt, steypir grunn, og sjá: Einn og sér byggir hann kirkju yfir töflu sína, og það með prúðum, býsönzkum laukturni, og þar stendur hún nú, sönglaus að vísu og óvígð annarri vígslu en hetjuskapar þessa gamla manns, sem nú er orðinn blindur. Ég sagði hér áðan, að þjóð- líf okkar einkenndist af klofn- ingi þessa meginþáttar, ein- staklingshyggjunni, sjálfsvild- inni, og væri honum ýmist beitt til átaka og manndóms eða á neikvæðan hátt. Nú er til dæmis verið að brytja nið- ur helgistað okkar og þjóð- garð, Þingvelli, í sumarbú- staðalönd handa vildarmönn- um Þingvallanefndar, sem þó er af alþingi sett til þess að verja fulla friðhelgi staðarins. í hlákum þessa dagana er ver- ið að dengja þar steypu í grunna og veggi, og nefndin skrifar þessum friðhelgu byggj- endum og biður þá að vera handfljóta, fari einhver að brúka trant. En einmitt það þurfa þeir ekki að óttast. Öll gögn málsins hafa nú verið gefin út opinberlega, nafna- skrár núverandi og væntan- legra landeigenda Þingvalla, en ekki hefur heyrzt að svo mik- ið sem köttur hafi hnerrað út af þeim upplýsingum. Slík dæmi eru mörg: náttúruger- semar eru jafnaðar og bornar ofan í vegi, tugþúsundum jólatrjáa stungið niður í Slút- nes, Almannagjá, Dverghamra og Herjólfsdal, iðnaðarvegur fyrir kísilgúr brotinn um klettaborgir Mývatns, söguleg- ar minjar og byggingar, svo sem Viðeyjar- og Nesstofa, látnar grotna niður vegna ímyndaðs peningaleysis, og allt meðan íslendingar gera sig að göpum um alla álfuna vegna fj árausturs. En þegar það hefur gerzt í sögu okkar, og þegar það ger- ist enn, að þjóðin hitti á þá hamingjustund að leggja afl sitt saman, hefur ævinlega hlotizt af sigur. Allt eins og einstaklingurinn lætur ekki hlut sinn, jafnvel fyrir ofur- efli, þannig smitar þetta eðli sjálfsþóttans og sigurvissunn- ar út í þjóðarsálina á slíkum stundum. í allri hinni löngu þjóðfrelsisbaráttu íslendinga held ég ekki að nokkur mað- ur hafi nokkru sinni efazt um úrslitin. íslendingum er ein- faldlega ekki gefinn sá hæfi- leiki, sem þykir ofur mannleg- ur með öðrum þjóðum, að efast um að þeirra sé jafnan bæði rétturinn og sigurinn. í þorska- stríðinu, svo dæmi sé tekið, bardaganum við brezka heims- veldið, sem reyndi með flota sínum, fallbyssum, mannrán- um, viðskiptabönnum og hvers- kyns pólitískum vélum að fá ógiltan þann rétt sem íslend- ingar höfðu tekið sér um út- færslu landhelginnar, í þessu stríði kímdu íslendingar ró- legir að öllum asanum; lögðu það mest á sig að yrkja nokkra dýra grínbragi um allt vesen- ið. Aðeins eitt hvarflaði aldrei að þeim, enda að náttúrueðli frá þeim stolið, það, að þeir gætu tapað. Sem og heldur ekki varð. í deilunum um endurheimt handritanna, sem er í sjálfu sér fáránlegt einsdæmi og engu fólki á jarðarkringlunni gæti dottið í hug nema íslending- um, — í þessari handrita- heimt er og aðeins einn hlut- ur sem aldrei hefur hvarflað að nokkrum íslending, og hann sá, að þeir gætu haft rangt fyrir sér eða tapað málinu. Sem og ekki verður. Þegar einhver voldugasta stórþjóð heims hafði svo gýlt við íslenzka skutilsveina sína, að þeir opnuðu fyrir magnað- asta fjölmiðlunartæki samtím- ans svo hægt yrði að ala ís- lenzkt ungviði upp við lífs- skoðun leigubófa og erlends göturæsalýðs, varð landsfólk- ið fyrst í stað nokkuð sein- þreytt að snúast við svo ókennilegri aðför. Menn þekktu að vísu Loðinn lepp, en komu honum samt ekki heim við þessa nýjung: henn- ar er ekki getið í íslendinga- sögum. En þegar loks var bú- ið að egna svo upp í mönnum stoltið, sjálfsvirðinguna, og þeir rumskuðu til drengskap- ar síns, var ekkert þeim létt- ara en að skipa þessari vold- ugustu og vísindalegustu áróð- ursþjóð veraldar burt með sín tól. Og enginn maður hefur enn komið fram, sem ekki tel- ur sóma sinn að meiri. Mikil blessun var það okkur, að við skyldum aldrei hlusta á Jón heitinn Dúason né lesa orð af því þúsund og einu riti sem hann skrifaði handa okkur um dagana. Annars sætum við nú uppi með Grænland allt og vísast hálfan vesturheim. Þrátt fyrir allar sínar und- arlegu kenjar, eru íslending- ar mikil hamingjuþjóð. Við eigum rýmra um hvern mann en nokkurt annað land í álf- unni, eigum tungu sem er slíkt fágæti, að menn brjótast alla leið austan úr Asíá og ofan af Grænlandsjöklum til þess að nema hana, eigum bókmennt- ir, klassískar og nýjar, sem sumir menn útlendir vildu borga fyrir hár og skegg að mega lesa óbrjálaðar; okkur helzt betur á eiginkonum en öðrum þjóðum norrænum og gengur auðveldlegar að gilja aðrar; við sitjum í hnattleik- húsi nýrra og stórbrotinna jarðmyndana, eigum veður sem sæma hetjum, og haf sem engum hefur enn í alvöru dottið í hug að nýta til auðs. Og við eigum þetta eðli, jafnt einstaklingur sem þjóð, að vilja ráða okkur sjálfir. En samt eru ráðamenn að gauka því að okkur, að þetta sé nú eiginlega allt orðið hégómi og kerlingabók, og mest þó þetta með sjálfstæðið. Það var olræt á dögum Nonna Sig. og Bald- vins, segja þeir, en nú er kom- inn nýr heimur, heimur efna- hagsbandalaga, þar sem kall- ar í auðhringunum geta nú fyrst grætt á plebeijunum svo um munar; heimur hernaðar- bandalaga, þar sem maður get- ur ekki verið þekktur fyrir fólk sem vill heita eitthvað sér- stakt og á ekki einu sinni byssu; heimur stórbankastarf- semi, þar sem talið er í svo háum upphæðum, að maður bókstaflega roðnar út af þess- ari krónulús sem alltaf er hvurt eð er að falla. Þetta allt veldur manni svoddan per- sónulegri hneisu, að það er hreinlega ekki hægt að standa í þessari sjálfstæðisbaráttu lengur. Og til þess engum dylj- ist hversu fyrirlitning þeirra sé algjör, flytja þeir gjarnan ræður þessar í Háskóla íslands af því hann var stofnaður á aldarafmæli og í þakklátri minningarskuld við Jón Sig- urðsson. í rauninni er mönnum þess- um ekki láandi. íslenzkt þjóð- félag er svo furðulegt fyrir- bæri, að enginn hefur enn til þessa dags getað skýrt það út, hvorki í tölum, að leiðum hag- fræðilegrar díagnósu, analýsu eða díalektík. Og það sem ekki verður reiknað, það hlýtur að vera hégilja og sjálfslygi. Fyr- ir kemur að menntaður útlend- ingur spyrji mann, hvernig þessi hópur af mannfólki sem ísland byggir og löngum var talinn jafnfjölmennur íbúum Istedgade hér í Höfn, geti myndað sjálfstætt nútímaþjóð- félag, með sérstæðri menningu, skipa- og flugvélaflota, há- skóla, blómlegum listum, ut- anríkisþjónustu, vegakerfi um eitt erfiðasta landslag álfunn- ar, með þúsundum brúa yfir erfiðari fallvötn en annars- staðar þekkjast, með skóla- kerfi um annes og afdali, með meiri bókaútgáfu og tímarita en annarsstaðar er til, og eigi þó, þrátt fyrir þetta allt, meira fyrir sig að leggja en siðuðum mönnum þyki hóf á. Hvernig í ósköpunum er þetta hægt, spyrja þeir, þegar tífalt mann- fleiri borgir, og það í frjósöm- um aldingörðum álfunnar, nánast hjara á menningarleg- um sultarmörkum? Og það er að játa, að þessu er alls engu að svara. Ætli maður að út- skýra það, gerir maður sig óð- ar að fífli. En þó við getum ekki útskýrt það eða sett það upp í tölur og dálka, vitum við samt innst inni hvaða afl þessu veldur. Það er hin gróna, ís- lenzka hugsjón um manngild- ið, sjálfsvild einstaklingsins, sem ætlar sér meira hlutverk en aðrir menn um veröldina og leggur harðar að sér til að ná því marki. Það er sú sér- vizka sem ég hef rakið hér að framan, í kostum sínum og löstum, það er karlinn Samúel með Jesús sinn í stækkaðri og þúsundfaldri mynd. Á þessum fullveldisdegi skulum við hér, Hafnarstúd- entar eldri og yngri, sameinast um að láta enga reiknimeist- ara reikna frá okkur þessa sér- vizku eða ræna, með hagfræði- legum sjónhverfingum, okkur því forna, lifandi afli, sem hef- ur alið af sér það áttunda und- ur veraldar sem íslenzkt þjóð- frelsi er. Látum ekkert svipta okkur því að skilja i hjartanu Þormóð Kolbrúnarskáld, þar sem hann situr með ör sína og brotna öxi á Stiklastöðum, feigur, og yrkir um hetju sína og hugsjón. ☆ 21
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.