Samvinnan - 01.02.1968, Blaðsíða 27

Samvinnan - 01.02.1968, Blaðsíða 27
á öldinni. En leysingin, sem hann olli, kom ekki hingað nema óbeinlínis. Og þær sterku hræringar í dönsku kirkjulífi, sem brutust fram samfara grundtvigsku vakningunni, heimatrúboðið danska, bárust ekki til íslands, nema í smá- um mæli í byrjun þessarar aldar, þegar þær voru teknar að fjara og staðna í heima- landi sínu. Kierkegaard náði aldrei til íslands. Hann verður, löngu eftir dauða sinn, aflvaki nýrrar heimspeki og guðfræði í álf- unni. En þó að það gerist, er hann áfram óþekktari á ís- landi en Gormur hinn gamli. Martinus lífsspekingur, danskur maður, sem ég veit ekki betur en að sé nálega ókunnur í heimalandi sínu sem og í öðrum löndum, hefur hins vegar vakið talsverða athygli hér, verið boðinn hingað og allmikið auglýstur sem braut- ryðjandi nýrrar og merkilegrar lífsspeki. íslendinga skortir sem sé ekki alltaf sjálfstæði í við- brögðum, þegar um er að ræða áhrif utan frá. Mætti sá eig- inleiki verða til mikils góðs, ef hann væri vel ratvís. En sé útsýn einhæf, er hætt við að val og höfnun verði handa- hófskennd og hugsun lokist inni í þröngum rásum eða jafnvel virkjum þegar frá líð- ur, þaðan sem menn verjast nýju lofti, e. t. v. undir svikn- um þióðernismerkjum. Sú bylting, sem orðið hef- ur á síðustu áratugum í sam- skiptum við aðrar bióðir, hef- ur að sjálfsögðu náð til kirkj- unnar. En jákvæðu áhrifin af beirri gjörbreyttu aðstöðu eru hægfara á öllum sviðum og ekki unnt að meta þau að svo búnu. Mannfæðin á íslandi veldur því m. a., að viðhorf nýrrar kynsl^ðar ryðja sér hæ^t til ríims. Mannfæðin veldur því líka, að nýr og ferskur áhugi hjaðnar oft í ótíma vegna þess að örvun skortir, hvatningu raunhæfrar gagnrýni og skynsamlegs skiln- ings. Þrátt fyrir samgöngur og stóraukið nábýli við aðrar þjóð- ir, erum vér enn einangraðir á flestum sviðum menningar, blátt áfram vegna þess, að þeir fslendingar, sem þar hafa eitt- hvað til brunns að bera, eru svo fáir og eiga við þau örlög að etja að eintrjánast sakir þess að þá skortir vekjandi og frjóvgandi samneyti við sína líka. íslenzka kirkjan hefur, eins og þjóðin 811, hrokkið upp af værð sinnar fornu einangrun- ar og varla áttað sig á því, sem orðið er. En kirkjan hefur þó gert sér far um að neyta hinn- ar nýju aðstöðu eftir því sem tök eru á, og draga eðlilegar ályktanir af því, að ný öld er runnin. Og bylting tímans nær ekki aðeins til íslands. Á síðari tímum hefur hin dreifða, kristna kirkja stigið stór skref áleiðis til aukins samstarfs. Flestar lútherskar kirkjur í öllum heimsálfum eru nú komnar í skipulegt samband, Lútherska heimssambandið. Það var stofnað 1947, þ. e. þá var endanlegri skipan komið á lauslegri samtök, sem verið höfffu starfandi um aldarfjórð- ungs skeið. íslenzka kirkjan gerðist aðili að þessu heims- sambandi á stofnfundi. Sam- bandið er mikilvægt tæki til sameiginlegra átaka og inn- byrðis kynningar. Það kveður saman allsherj arþing á vissu árabili. Þar er kjörin stjórnar- nefnd, skipuð 18 mönnum, og starfsnefndir, sem vinna að tilteknum verkefnum milli þinga. Þær eru skipaðar fimm mönnum hver. íslenzka kirkj- an á fulltrúa í einni af 6 starfs- nefndum sambandsins. Það var tímamótaviðburður í íslenzku kirkjulífi, þegar stjórnarnefnd Lútherska heimssambandsins hafði árs- fund sinn hér í Reykjavík í september 1964. En alþjóðlegt samstarf kirkjunnar hefur verið skipu- lagt á víðtækara grundvelli. Árið 1948 var stofnað Alkirkju- ráð (World Council of Churches), en það var árangur af rúmlega 20 ára samvinnu milli kirkjudeilda mótmæl- enda. Austurkirkj an (orþodoxa eða grísk-kaþólska) hafði ver- ið virkur þátttakandi í þessari samkirkjulegu (cliúmenísku) hreyfingu og var meðal stofn- enda Alkirkjuráðsins. Rúss- neska kirkjan var þó ekki með fyrr en 1961, en því ollu stjórn- arvöldin rússnesku. Rómverska kirkjan stóð lengi vel álengdar og var tor- tryggin á þessa samstarfs- og einingarviðleitni. En nú hefur hún tekið nýja stefnu með jákvæðu viðhorfi til ann- arra deilda kristninnar og er mjög vaxandi samband milli Alkirkjuráðsins og páfastóls- ins. T. d. hafa komið yfirlýs- ingar um styrjöldina í Viet- nam samtímis frá páfa og Al- kirkjuráðinu og efnislega sam- hljóða kröfur og tillögur um frið. íslenzka kirkjan er, ásamt flestum öðrum lútherskum kirkjum, aðili að Alkirkjuráð- inu og hefur átt fulltrúa á alls- herjarþingum þess. Þá er íslenzka kirkjan þátt- takandi í samstarfi Norður- landakirknanna. Þær reka sameiginlega merka stofnun í Sigtúnum í Svíþjóð, Nordiska Ekumeniska Institutet, og á íslenzka kirkjan fulltrúa í stjórn þeirrar stofnunar og í ritstjórn tímarits, sem gefið er út á hennar vegum. þaðan, enda hafa bandarískar kirkjur átt mestan þátt í þessu samstarfi hingað til. En hlut- ur annarra landa fer vaxandi. Á sama sviði eru vinnubúð- irnar, sem íslenzka kirkjan hef- ur tekið þátt í. Þær eru rekn- ar á þeim grundvelli, að ungir sjálfboðaliðar taka að sér ákveðin verkefni og eru hóp- arnir skipulagðir þannig, að sem flestar deildir kristninn- Tl ...... Alþjóðlegur vinnuflokkur ungra sjalfboðaliða dyttar að kirkjunni á Þingeyri. Á síðustu árum hefur verið allmikil og vaxandi samvinna við kristni annarra landa á sviSi C2skulýðsmála. Ýmsar kirkjur hafa með sér samtök um ungmennaskipti. Þær bjóða unglingum frá öðru landi og e. t. v. annarri kirkju- deild til ársdvalar og þiggja sams konar boð í staðinn. Und- anfarin ár hafa erlendir ung- lingar verið hér á vegum kirkjunnar árlangt, dvalizt á íslenzkum heimilum, setið í ís- lenzkum skólum, tekið þátt í safnaðarstarfi og fengið tæki- færi til að kynna sér land og þjóð. Flestir þeirra hafa orð- ið færir um að bjarga sér í ís- lenzku við dvöl sína hér. í staðinn hafa íslenzkir ung- lingar verið sendir utan til ársdvalar, raunar allmiklu fleiri en vér höfum tekið á móti. Flestir hafa farið til Bandaríkjanna, og miklu flest- ir þeirra erlendu unglinga, sem hér hafa dvalizt, hafa verið ar og sem flest lönd eigi þar fulltrúa. Dagurinn skiptist milli likamlegrar vinnu og trú- arlegrar iðkunar og uppbygg- ingar. Slíkar vinnubúðir hafa verið hér á landi nokkrum sinn- um og íslenzk ungmenni hafa tekið þátt í þeim erlendis. Vér erum ekki lengur útlæg- ir frá allri veröldu á torfu þessari. Kirkjan er enn þeirr- ar vitundar sem hún var á dögum Vídalíns, að þjóð þessa afskekkta lands hafi ekkert þegið dýrara í sögu sinni en kristinn dóm. Hann sé í senn verðmætust þjóðleg erfð og sú líftaug, sem tengir oss þeim uppsprettum, sem heimsmenn- ingin sogar úr sína traustustu næringu og eiga í sér fólgna ómissandi, dulda hvata til andlegrar endurnýjunar. Og samkvæmt þessu mun hún á ókomnum tíma rækja hlutverk sitt sem íslenzk grein almennr- ar kristni. Sigurbjörn Einarsson. 23
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.