Samvinnan - 01.02.1968, Blaðsíða 28

Samvinnan - 01.02.1968, Blaðsíða 28
SIGURÐUR A. MAGNÚSSON: ÍSLAND Á ALÞJÓÐAVETTVANGI FullveldisræSa í Háskóla íslands 1. des. 1967 Þó það megi virðast með ólíkindum, þegar horft er á ísland samtímans, þá eru ekki nema tæpir þrír áratugir eða minna en hálfur mannsaldur síðan ísland lá svo langt útá hjara veraldar, að hingað var leitað undan skarkala og vit- firring heimsins á svipaðan hátt og írsku munkarnir höfðu gert fyrir komu norrænu landnemanna. Af seinni tíma pílagrímum er enska skáldið Wystan Hugh Auden sennilega kunnastur, enda hefur hann túlkað vonir sínar og vonbrigði með eftirminnilegum hætti: En reynsla hans varð samt sú, að jafnvel á þessu afskekkta útskeri Atlantshafs hefði jazz- inn og hið alþjóðlega filmbros numið land: Og þó! Vera má að ævintýra- eyjan hafi verið hilling, en hér var þó enn afdrep fyrir þe;m stríðu stormum sem geis- uðu víða um heim á þessum árum, ekki sízt í löndum Evrópu. Við höfum að undan- förnu rifjað upp þessa liðnu friðsældardaga í fróðlegri kvik- mynd um hernámsárin og að- draganda þeirra. Þar kemur einkar ljóslega fram hve ósnortnir íslendingar voru í raun og veru af stormum hins stóra heims, enda þá víðsfjarri alfaraleiðum. Segja má að fyrsta alvarlega áminningin um hinn hroll- kalda veruleik, sem þokaðist æ nær hinu friðsæla eylandi, hafi verið málaleitun þýzkra stjórnvalda í marz 1939 um lendingarleyfi á íslandi til handa flugfélaginu Lufthansa, sem hafði á prjónunum áætl- anir um reglubundnar flug- ferðir yfir hafið. Þeirri mála- leitun var kurteislega en af- dráttarlaust hafnað af þáver- andi forsætisráðherra, Her- manni Jónassyni, og mun þessi einurð hins afskekkta kotríkis hafa vakið talsverða athygli víða erlendis. Síðan skall á önnur heims- styrjöld og við lifðum róttæk- ustu og afdrifaríkustu alda- hvörf íslandssögunnar með hernámi Breta 10. maí 1940 og síðan hersetu Bandaríkja- manna frá júlímánuði 1941. ís- land varð aldrei samt land eftir þær hamfarir, enda fóru einnig í hönd þau gleðilegu kaflaskipti sögunnar, að ís- lendíngar tækju formlega og að fullu við beim réttindum sem beir höfðu tryggt sér 1. desember 1918, gerðust full- vnlda og sjálfstætt ríki á al- bjóðavettvangi með öllum þeim hættum. kvöðum og virðingum sem slíkri stöðu fylgja. Þegar á allt er litið var sennilega afdrifaríkasta af- leiðing seinni heimsstyrjaldar fyrir íslendinga sú, að stór- veldin gerðu sér alltíeinu fulla grein fyrir hernaðarlegu mik- ilvægi landsins. Hið unga og rvopnaða lýðveldi hóf þannig feril sinn í veröld sem var harla óvægin við hernaðarlega þýðingarmikla staði, ekki sízt ef þar var lítið um innlendar varnir. Enda leið ekki á löngu eftir lok styrjaldarinnar áður en Bandaríkjamenn báru fram óskir um hernaðarleg afnot landsins til 99 ára, þráttfyrir skýlaus ákvæði í sáttmálanum frá 1941 þess efnis að Banda- ríkin yrðu á brott af íslandi með allan herafla sinn strax að ófriði loknum. Bandaríkin báru fram óskir sínar um 99- ára-samninginn 1. október 1945, og átti hann að taka til þriggja hernaðarlega mikil- vægra staða, Keflavíkur, Reykjavíkur og Hvalfjarðar. íslenzk stjórnvöld synjuðu beiðni Bandaríkjamanna sem létu málið kyrrt liggja um sinn, enda voru þá kosningar í að- sigi hérlendis, og þótti hyggi- legt að halda herstöðvamálinu utanvið stjórnmálabaráttuna. í ljósi þess sem gerzt hefur á liðnum tveimur áratugum get ég ekki stillt mig um að vitna í fullveldisræðu sem Gunnar Thoroddsen hélt af svölum Al- þingishússins á vegum stúd- enta 1. desember 1945. Þá sagði hann meðal annars: „Þótt það veldi, er verndina tekst á hendur, sé vinveitt oss og heiti því að forðast íhlutun um stjórn landsins, liggja í leyni margvíslegar hœttur fyrir sjálfs- forrœði, þjóðerni, tungu, siðferð- isþrek, hugsunarhátt, álit þjóðar- innar út á við. Hersvœðin og þeir útlendu herflokkar, er hefðu gœzlu stöðvanna á hendi, yrðu auðvitað utan við landslög og rétt vor íslendinga. íslenzk yfirvöld gœtu þar engum lögum fram kom- ið, íslenzkir dómstólar ekki dœmt mál þessara manna, islenzkir borgarar, er teldu á hlut sinn gengið, ekki náð rétti sínum nema eftir milliríkja leiðum. íslendingar gœtu ekki farið frjálsir ferða sinna á þessum slóðum, þeir þyrftu leyfi útlendinga til um- ferðar um sitt eigið land. Þegar hagsmunir verndarans og vilji fs- lands rœkjust á, eru allar líkur til að herveldið réði, en vilji fs- lands yrði að víkja. Þjóðerni vort yrði í hœttu, tungan fyrir erlend- vm áhrifum, frekar en hollt mœtti teljast. Siðierðið í valtara laai eins oa jafnan, þar sem erlendir sf.ríðsmenn eiga stundardvöl. Óivrirsjáanleg eru þau áhrif, sem sjálfstœðisvitund, sjálfstœðis- kennd bjóðarinnar yrði fyrir. Vit- vvd bjóðar um, að hún ráði sjálf oa ein landi sínu og málum öll- vm.. blœs henni i brjóst sjálfsvirð- ingu, árœði, framfarahug, örvar bana til stórra átaka. Meðvitund þjóðar vm. að hún ráði eigi sjálf allri œttjörð sinni, sé háð að einhverju leyti valdboði annarra, verkar sem deyfilyf á þessar fornu oa nýju dvagðir. Áhrifin iit á við yrðu ekki eftirsóknar- verð. Erlend ríki munu tœplega telja það land fullvalda nema að vafni til, sem Ivti á friðartimum herstjórn annars ríkis með er- lev.da herstöð í sjálfri höfuðborg sinni. Utanrikisstefna vor hlyti að verða háð vilja verndarans . . .“ Þessi ummæli sín ítrekaði Gunnar Thoroddsen nálega orðrétt tæpu ári síðar í um- ræðum á Alþingi 21. september 1946 um Keflavíkursamninginn sem veitti Bandaríkjamönnum afnotarétt af Keflavíkurflug- velli til 6Í/2 árs til millilend- inga vegna hernámsins í Þýzkalandi. Þá tók Gunnar Thoroddsen jafnvel enn dýpra í árinni og sagði meðal annars: „Málaleitunin um herstöðvar af hálfu Bandaríkjanna var gersam- lega ósamrœmanleg sjálfstœði ís- lands. Og mín skoðun er sú, að til lítils hafi þá verið skilnaðurinn við Dani og stofnun lýðveldisins, ef skömmu síðar hefði átt að gera slíka skerðingu á sjálfstœði okk- ar. . . . Þœr raddir og óskir hér á landi sem vildu herstöðvar hafa verið kveðnar niður í eitt skipti fyrir öll. Málstaður þjóðarinnar sigraði.“ Og enn ítrekaði Gunnar Thoroddsen afstöðu sína í um- ræðum á Alþingi 5. október 1946 með þessum orðum m.a.: „Ég taldi og tel að herstöðvar erlends ríkis í landi voru vœru ósamrýmanlegar sjálfstœði þess. fsland svaraði herstöðvarkröfunni neitandi. Bandaríkin kváðust láta málið niður falla í bili. Það er önnur afleiðing þessa samnings- frumvarps, og herstöðvakröfurnar eru niður fallnar fyrir fullt og allt.“ Annar þingmaður Sjálfstæð- isflokksins, Sigurður Bjarna- son, tók mjög í sama streng á þessum árum. Eftir að Kefla- víkursamningurinn hafði verið gerður 7. október 1946, sagði hann meðal annars í ræðu 1. desember sama ár: „Ég leyfi mér að staðhœfa: Skugganum, sem hvíldi yfir full- veldisfagnaði vorum 1. desember í fyrra, hefur verið eytt. Allur erlendur her verður á brottu frá íslandi innan örfárra mánaða. Það eru íslendingar sem hafa sigrað í þessu máli.“ Því rifja ég upp þessar um- sagnir nú, að þær leiða í Ijós bjartsýnina og sjálfstraustið sem íslendingar áttu í frum- bernsku lýðveldisins, og svo vegna hins að orð Gunnars Thoroddsens voru næsta spá- mannlega mælt, einsog síðar skal nánar vikið að. Keflavíkursamningurinn 1946 var eitt mesta hitamál ís- lenzkra stjórnmála á fyrstu árum lýðveldisins og varð upp- haf þeirrar sálsýki sem um árabil einkenndi skrif íslenzkra dagblaða um samskipti ís- lands og Bandaríkjanna. Að vísu ber að hafa í huga, að kalda stríðið var í algleymingi á þessum árum og skefjalaus Því Evrópa er fjarri, og einnig þá raunveruleikinn. Við öræfa- og söguhefð landsins þeir kaupa sér dvöl, sem dreymir sitt líf vera í óþökk, til einskis, og andlitin fölu, sem böl of heitra tálkossa tærði, á þess öræfum laugast. Því hvergi á vor samtimi vé þau, er allir unna. Vor æska ekki neina staðhelgi, verndaðan reit. Og fyrirheitið um ævintýraeyna er eingöngu fyrirheit. 24
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.