Samvinnan - 01.02.1968, Blaðsíða 30

Samvinnan - 01.02.1968, Blaðsíða 30
skal hann þá falla úr gildi tólf mánuðum síðar. Hvenœr sem at- burðir þeir verða, sem 5. og 6. grein Norður-Atlantshafssamn- ingsins tekur til, skal aðstaða sú, sem veitt er með samningi þess- um, látin í té á sama hátt. Meðan aðstaðan er eigi notuð til hernaö- arþarfa, mun ísland annaðhvort sjálft sjá um nauðsynlegt viöhald á mannvirkjum og útbúnaði eða heimila Bandaríkjunum að annast þaö.“ ‘ Það hefur semsé frá önd- verðu verið viðurkennt af öll- um aðiljum, að þátttaka ís- lands í Atlantshafsbandalaginu fæli ekki í sér neina kvöð til að leyfa hersetu hérlendis á friðartímum, enda beinlínis tekið fram, að svo skuli ekki vera. Herseta Bandaríkjamanna á íslandi er því tímabundin og miðast við það að mjög ófrið- lega horfi í heiminum. Kóreu- stríðið var beint tilefni þess að herlið var sent hingað vor- ið 1951, og síðan hefur á ýmsu gengið í heimsmálunum. Bylt- ingin i Ungverjalandi og Súez- stríðið haustið 1956 eru sögð hafa valdið því, að herinn var ekki kvaddur héðan þá, enda- þótt meirihluti þjóðarinnar hefði látið í ljós skýlausa ósk um það í undangengnum þing- kosningum, og var það eina skiptið sem herstöðvamálið var beinlínis lagt undir dóm ís- lenzkra kjósenda. Síðan hefur þessu máli sáralítið verið hreyft, nema hvað æskulýðs- samtök þriggja stjórnmála- flokka hafa lagt fram tillögur, misjafnlega skilmerkilegar, um brottflutning bandaríska hers- ins og einhver þeirra mælt með þjálfun íslenzks mannafla til að takast á hendur gæzlu mannvirkja og tækja á Kefla- víkurflugvelli og víðar. Nú er að sönnu vandasamt að segja til um það með óyggj- andi rökum, hvenær telja beri friðvænlegt í heiminum, en mér finnst satt að segja vera farið að kveða við þann tón í seinni tíð á íslandi, ekki sízt hjá málgögnum og málpípum ríkisstjórnarinnar, að ástandið sem ríkti á árunum 1946—51, þegar hér var ekki herafli, heldur bara tæknifræðingar, eigi ekki afturkvæmt, og samt var kalda stríðið í hámarki á þeim árum. Og þá vaknar sú spurning, hvort hér sé þegar komin ein áþreifanleg afleið- ing hersetunnar: menn séu orðnir henni svo vanir, að þeir geti ekki hugsað sér ísland án erlends herafla, hvernig sem viðrar í alþjóðamálum — eða með öðrum orðum: sjónarmið- in sem túlkuð voru af hvað mestum þrótti af Gunnari Thoroddsen, Sigurbirni Einars- syni og fleirum fyrir tveimur áratugum séu orðin algerlega úrelt eða hafi beinlínis um- hverfzt í andstæðu sína með- al ráðamanna þjóðarinnar. Við verðum semsagt að spyrja okk- ur þeirrar spurningar í römm- ustu alvöru, allir íslendingar: Er það ósk okkar eða fyrirætl- un að hafa hér á landi erlend- ar herstöðvar um aldur og ævi? Sé ekki þannig í pottinn búið, hlýtur það að vera krafa okk- ar allra, að leiðtogar þjóðar- innar og þá fyrst og fremst ríkisstjórnin taki til gagn- gerrar rannsóknar, hvernig málum sé háttað nú og skýr- greini fyrir þjóðinni, hvenær megi vænta þess að hið erlenda herlið hverfi af íslenzkri grund. Það væri alls ekki úr vegi að þetta yrði gert af íslands hálfu í sambandi við þá endurskoð- un á sjálfum Norður-Atlants- hafssáttmálanum sem fram á að fara að rúmu ári liðnu í sambandi við 20 ára afmæli hans. Yrði það áreiðanlega mörgum íslendingum óvænt gleðiefni, ef íslenzk stjórnar- völd hefðu þá manndóm í sér til að leggja fram raunhæfar tillögur með tilliti til þeirra gerbreyttu aðstæðna sem nú ríkja í heiminum. Ég sagði fyrr að orð Gunnars Thoroddsens, þau er hann lét falla á þessum degi fyrir 22 ár- um, hefðu verið spámannlega mælt, enda má segja að allt sem hann varaði við þá hafi komið fram — nema það að bandarísk herstöð yrði í sjálfri höfuðborginni. Skal ég nú reyna að leiða rök að því. Einsog ég vék að, er það vís- ast ein af afleiðingum herset- unnar, að menn eru farnir að sætta sig við hana eða bein- línis æskja hennar, hvernig sem heimsmálum sé háttað, afþví við græðum á henni. Hér er bæði þjóðerniskennd, sjálfs- virðing og siðferðisþrek farið veg allrar veraldar. Þarvið bætast víðtæk spillingaráhrif sem hafa grafið um sig kring- um herstöðina sjálfa og sýkt útfrá sér. Herstöðin hefur í senn orðið okkur stórkostleg féþúfa og gróðrarstía allskyns glæpastarfsemi, sem óþarft er að rekja hér, svo kunn sem hún er orðin. Um það er lýkur verða þeir orðnir okkur dýrir peningarnir sem við höfum haft uppúr hermanginu. Hin erlenda herstjórn er ut- anvið íslenzk landslög, einsog Gunnar Thoroddsen spáði, þannig að í vissum málum er mjög erfitt fyrir íslendinga að ná rétti sínum, ef í odda skerst. í hæstaréttardómi nr. 130/1961 segir svo: „Várnarsamningur milli lýðveld- isins fslands og Bandaríkjanna á grundvelli Norður-Atlantshafs- samningsins jrá 5. maí 1951 og við- bótarsamningur um réttarstöðu liðs Bandaríkjanna og eignir þeirra frá 8. maí s. á., sem lög- festir voru með lögum nr. 110/1951, geyma eigi ákvœði, sem ráða megi af, að herstjórn Bandaríkjanna á íslandi skuli hlíta lögsögu ís- lenzkra dómstóla um skipti sin við aðilja hér á landi, og eigi er fyrir hendi að alþjóðalögum regla, er selji herstjórnina undir lögsögu islenzkra dómstóla um skipti sín við menn, er hún rœð- ur hér til starfa." Þannig má segja að íslend- ingar séu í vissum greinum annars flokks borgarar í sínu eigin landi. Þeir þurfa einnig leyfi útlendinga til umferðar um tiltekna staði síns eigin lands. Það blasir til dæmis við nálega hverjum íslendingi sem flýgur landa á milli og nálega öllum erlendum ferðamönnum sem hingað koma flugleiðis og hafa viðdvöl í höfuðstaðnum, því hvorki verður ekið inná né farið útaf aðalflugvelli íslend- inga nema undir eftirliti og með leyfi bandarískra herlög- regluþjóna. Er þetta samboðið sjálfstæðri þjóð? Erum við raunverulega orðnir svo langt leiddir, að við finnum ekki lengur fyrir þessu? Óþarft ætti að vera að rekja sjónvarpsmálið sæla enn einu sinni og benda á þann full- komna undirlægjuhátt ís- lenzkra ráðamanna sem það leiddi í Ijós. Sennilega mundi engin löggjafarsamkunda í lýð- frjálsu menningarríki láta bjóða sér það sem Alþingi ís- lendinga tók með þegjandi þögninni í sambandi við af- greiðslu þessa máls. Slík er orð- in niðurlæging þeirrar sögu- frægu og virðulegu stofnunar. Og hvernig er háttað loforði hinna bandarísku hernaðaryf- irvalda um að takmarka send- ingar dátasjónvarpsins við herstöðina og nánasta ná- grenni hennar? Sendingar þess ná enn til Reykvíkinga og þétt- býlisins við Faxaflóa, og ís- lenzk stjórnvöld láta einsog ekkert sé. Ætli því séu ekki einhver takmörk sett, hvað sjálfstæð þjóð má láta bjóða sér ánþess að glata tilverurétti sínum? Svo mikið er víst, að ekki hafa íslendingar áunnið sér virðingu eða lof Banda- ríkjamanna með framferði sínu, því það er satt sem Sig- urbjörn Einarsson sagði fyrir 19 árum: „En sá smánar vin sinn, sem óvirðir sjálfan sig í viðskiptum við hann.“ Kannski koma áhrif herset- unnar á íslendinga fram með hvað áþreifanlegustum og á- takanlegustum hætti í frammi- stöðu þeirra á alþjóðavett- vangi. „Utanríkisstefna vor hlyti að verða háð vilja vernd- arans,“ sagði Gunnar Thorodd- sen. Lítum nánar á það. Áður er minnzt á viðbrögð íslend- inga við málaleitun Þjóðverja um lendingarleyfi 1939, og á það má minna, að hernámi Breta var einnig formlega mót- mælt, þó vitanlega væru flest- ir íslendingar fegnir því eins- og málum var þá komið í Evrópu. Eftir að íslendingar hófu þátttöku í störfum Sam- einuðu þjóðanna eru mér einkum í huga tvö mál, sem vöktu heimsathygli á einarðri afstöðu íslendinga. Þessi mál voru deila Grikkja og Breta um Kýpur og Alsír-stríðið. í báðum tilvikum lögðust íslend- ingar á sveif með lítilmagn- anum, og voru þó bæði Bretar og Frakkar bandamenn þeirra í NATO. Ég var starfandi hjá Sameinuðu þjóðunum, þegar þessi mál voru á döfinni, og minnist þess með gleði og stolti, að afstaða kotríkisins til voldugra bandalagsþjóða vakti í senn undrun og aðdá- un. Við höfðum hvorki týnt siðferðisþrekinu né sjálfsvirð- ingunni þá. Enn má nefna landhelgisdeiluna við Breta sem náði hámarki 1958, en lauk að vísu heldur lágkúrulega 1961. Síðan er liðinn tæpur áratugur, og á þeim tíma má segja að íslendingar hafi orð- ið algerlega uppiskroppa með sjálfstæð viðhorf í alþjóða- málum. Kveður svo rammt að þessu að þeir hafa ekki einu sinni haft í sér mannrænu til að standa við hlið annarra Norðurlanda, ef það fól í sér árekstur við sjónarmið banda- rískra stjórnvalda. Þetta kom fram fyrir örfáum dögum þeg- ar íslendingar greiddu atkvæði gegn því að Peking-stjórnin settist í sæti Kína hjá Sam- einuðu þjóðunum, en önnur Norðurlönd, Bretland og Frakk- land studdu að sjálfsögðu þetta augljósa réttlætismál. Svipaða sögu er að segja um Víetnam- stríðið. Nálega öll lýðfrjáls menningarríki Evrópu hafa mótmælt framferði Banda- ríkjamanna í Víetnam, sem að sumu leyti líkist sóðalegustu aðförum nazista, en frá ís- lenzkum stjórnvöldum heyrist hvorki hósti né stuna. Þó má 26
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.