Samvinnan - 01.02.1968, Blaðsíða 32

Samvinnan - 01.02.1968, Blaðsíða 32
þjóðasamskipta, að stærri og máttugri ríki reyna að mynda samstæðar heildir vinveittra ríkja kringum sig, og það er meðal annars gert með því að móta smekk, hugsunarhátt og öll viðhorf smáþjóðanna. Því líkari innbyrðis sem hver ríkja- heild er, þeim mun auðveld- ara er við hana að fást, þeim mun betur lætur hún að stjórn. íslendingar eiga aðild að al- þjóðasamtökum sem eru svo sundurleit, að þeim getur ekki stafað nein hætta af þeim, t. d. Sameinuðu þjóðunum og sérstofnunum þeirra. En í sam- tökum einsog Atlantshafs- bandalaginu ber okkur að vera vel á verði, vegna þess að þau mótast að verulegu leyti af þeim aðilanum sem voldugast- ur er, Bandaríkjunum, og ís- land liggur á miðju áhrifa- svæði hans. Þetta voldugasta stórveldi heimsins ver árlega gífurlegum fjárfúlgum til að móta skoðanir og smekk þeirra þjóða sem það nær til. í þessu skyni beita bandarísk stjórn- völd njósnum, mútum, kvik- myndum, útvarpi, sjónvarpi og öðrum áhrifasterkum áróðurs- tækjum. í sjálfu sér er ekkert óeðlilegt við þessa umfangs- miklu og margháttuðu áróð- ursstarfsemi. Hún er rekin í góðum tilgangi — frá sjónar- miði Bandaríkjamanna. Þeir vilja vekja traust og aðdáun annarra þjóða, því það á að auðvelda þeim baráttuna við þau öfl í heiminum sem þeir vilja feig, þó þeim gleymist einatt að mörg máttug öfl inn- an sjálfra Bandaríkjanna veikja mjög aðstöðu þeirra og ónýta á margan hátt viðleitn- ina útávið, fyrir nú utan hvað áróður þeirra er oft klunna- legur og beinlínis móðgandi við sjálfstæð ríki, einsog marg- oft hefur sannazt. Það sem er ískyggilegast hérlendis er, að menn virðast týna dómgreind- inni gagnvart ofurmagni hins vesturheimska áróðurs, jafnvel þótt við þeim blasi staðreynd einsog hið óhugnanlega fram- ferði Bandaríkjamanna í Víet- nam. Hér eiga íslenzkir stjórn- málaleiðtogar ósmáan hlut að máli — þeir hafa beinlínis lagt sig fram um að stinga þjóðina svefnþorni, fá hana til að sofna á verðinum og gleyma t. d. hörmulegum ör- lögum Hawaii-búa, sem á ör- fáum áratugum glötuðu bæði tungu sinni og sérkennilegri menningu og urðu bandarísk- um áhrifum að bráð. Þeir hafa reynt að telja henni trú um, að bandaríski herinn væri hér til að tryggja öryggi íslend- inga, sem vitanlega er blekk- ing, eða hafa menn gleymt Pearl Harbour? Varnarliðið er hér fyrst og fremst til að verja Bandaríkin og tryggja öryggi þeirra, ef til styrjaldar kemur. Þetta vitum við allir sem starf- að höfum að einingu vest- rænna þjóða, og ég hef aldrei litið á herstöðina hér öðru- vísi en sem dýra fórn — svo dýra að við erum löngu hættir að hafa efni á henni, ef við höfum þá nokkurntíma haft það. Viðhorfin í Evrópu og heim- inum yfirleitt eru svo ger- breytt frá því sem þau voru fyrir 20 árum, að nú eru jafn- vel menn einsog Eisenhower, fyrsti yfirmaður herafla NATO í Evrópu, farnir að halda því fram að minnka beri herstyrk bandalagsins um meira en helming. Walter Lippmann, einn helzti hvatamaður banda- lagsins á sínum tíma og reynd- asti sérfræðingur Bandaríkj- anna um alþjóðamál, sagði í lok síðasta árs: „Hið raunverulega viðfangsefni er því ekki varðveizla Atlantshafs- bandalagsins sem stofnunar, held- ur varðveizla samtakanna sjálfra. Það er hin sanna nauðsyn. Að mínu viti verður að játa, að stofn- unin sjálf sé ekki framar heil- brigð hernaðarstofnun, heldur ákaflega kostnaðarsamar og hrör- legar leifar. Henni má líkja við höll, sem íbúarnir hafa yfirgefið og engir nýir íbúar fáanlegir. Til- gangslaust er aö halda áfram að slá grasflatirnar og endurnýja eina og eina brotna rúðu, ef eng- inn vill framar búa í höllinni. Vestrœnu samtökin er unnt að varðveita og þau verður að varð- veita og efla. Fyrir því verki er ekki hœgt að trúa þeim stjórn- málamönnum, sem geta ekki hugs- að sér samtökin án hinnar ná- kvœmu og margslungnu skrif- stofustjórnar, sem komið var á laggirnar á sinum tima. Þeir verða að gera sér Ijóst, að stofnunin, sem var einskonar viðbót en ekki hluti hins upphaflega sáttmála — en eigi að síður mjóg gagnleg á sinni tíð — er ekki neitt eilífðar- fyrirbœri. Fyrir þessu verða menn að gera sér grein, vegna þess að ágreiningurinn, sem upp rís í rúst- unum og úr braki stofnunarinnar, felur ekki í sér ógnun fyrir sam- tökin sjálf. Erjurnar snúast um rústir stofn- unarinnar, sem verið er að yjir- gefa. Þetta eru deilúr um fé og hvar eigi að reisa byggingar. En þrœtunum er það áskapað að úr þeim verður ekki skorið, afþví for- senda allrar stofnunarinnar er ekki lengur fyrir hendi, en for- sendan var sú að stofnunin var á sínum tíma lífsnauðsynleg friði og öryggi aðildarríkjanna." Lippmann bendir á að Asíu- stefna Johnsons Bandaríkja- forseta hafi grafið undan NATO, og sömuleiðis afstaða Frakka sem gert hafi herafla bandalagsins nálega óvirkan, ef til ófriðar kæmi. Við þetta vildi ég bæta atburðum sem gerðust eftir að Lippmann samdi grein sína, nefnilega fasistabyltingunni í Grikk- landi, sem í mínum augum var rothögg á bandalagið og nú- verandi stefnu Bandaríkjanna í alþjóðamálum. í Grikklandi gerðist það, að herafli, sem bandalagið og þá fyrst og fremst Bandaríkjamenn hafa átt langstærstan þátt í að efla, þjálfa, móta og vígbúa, svipti þjóð sína frelsi með leyndum og ljósum stuðningi banda- rísku leyniþjónustunnar og gerði þannig yfirlýst markmið bandalagsins að hjómi og hé- góma í sjálfu föðurlandi lýð- ræðishugsjónarinnar. Valda- ránið í Grikklandi tók af öll tvímæli um það, að Atlants- hafsbandalagið er ekki þeim vanda vaxið að verja lýðræði í Evrópu og er þannig mátt- laust orðið í öllum hugsjóna- legum átökum við kommúnis- mann. Þeir sem aldrei trúðu á hlut- verk bandalagsins né tóku það alvarlega láta sér þessa þróun vitanlega í léttu rúmi liggja, en við hinir sem bundum við það einhverjar vonir höfum verið sárlega sviknir, ekki aðeins í Grikklandi, Portúgal, Víetnam, heldur fyrst og fremst hér heima á íslandi þar sem við höfum verið hafðir að ginn- ingarfíflum allan þann tíma sem við þrjóskuðumst við að tengja saman atferli Banda- ríkjamanna á íslandi frá því þeir lögðu fyrst fram beiðni um afnot íslands til 99 ára haustið 1945 þartil þeir sviku loforð sín í sjónvarpsmálinu haustið 1967. En þjóðin hefur verið að rumska, og hvergi kemur það kannski skýrar fram en hjá íslenzkum rithöfundum. Má segja að fyrirferð bandaríska setuliðsins í bókmenntum okk- ar sé orðin með ólíkindum. Herinn er snar þáttur í nálega öllum umtalsverðum skáld- verkum á síðustu árum — og raunar mörgum fleiri. Þetta talar sínu máli um, hve brýnt er orðið vandamál hersetunn- ar og hvílik nauðsyn það er „íslendingar gœtu ekki farið frjálsir ferða sinna á þessum slóðum, þeir þyrftu leyji útlendinga til umferð- ar um sitt eigið land.“ (Gunnar Thoroddsen). íslenzkur og bandarískur lögregluvörður við hlið Kefla- víkurflugvallar. 28
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.