Samvinnan - 01.02.1968, Blaðsíða 33

Samvinnan - 01.02.1968, Blaðsíða 33
DR. GYLFI Þ. GÍSLASON: ÍSLAND OG VIDSKIPTABANDALÖGIN Framsöguræða á umræðufundi Stúdentafélags Háskólans orðin að binda enda á það smánarástand sem viðgengizt hefur alltof lengi. Mér skilst að við eigum fyr- ir höndum afdrifaríkar ákvarð- anir á næstu árum í sambandi við afstöðuna til markaðs- bandalaga i Evrópu. Verði frammistaða íslenzkra ráða- manna eitthvað í líkingu við það sem hún hefur verið í her- stöðvamálinu og samskiptun- um við Bandaríkjamenn, er sannarlega ástæða til að ör- vænta um framtíðarhag ís- lendinga. í stórmerkri bók sinni um valdahrokann, The Arrogance of Power, ræðir William Ful- bright meðal annars um sjálfs- virðingu smáþjóða og bendir á tvö athyglisverð dæmi úr Vesturheimi því til sönnunar, að metnaður og sj álfsvirðing sé hverri þjóð miklu verðmæt- ari en gull og grænir skógar. Hann spyr hversvegna Kúbu- menn dái Castro og byltingu hans, þráttfyrir harðstjórn og mjög erfið lífskjör, og svarar því til, að þjóðarstoltið og sjálfsvirðingin sem byltingin vakti séu meginorsakirnar. Eft- ir að Kúba hafi verið efna- hagsleg nýlenda Bandaríkj- anna í sex áratugi, séu Kúbu- menn ákaflega hreyknir af Castro fyrir að bjóða Banda- ríkjamönnum byrgin, þrátt- fyrir efnahagslegar hrakfarir og alvarlegan skort á mörgum nauðsynjavörum. Fulbright tendir einnig á byltinguna í Maxíkó, sem hófst 1910, minn- ir á tvær innrásir Bandaríkja- manna í landið meðan á henni stóð, sem vöktu megna andúð Mexíkana, en síðar sömdu rík- in um ágreiningsefni sín. Nú er Mexíkó á öndverðum meiði við Bandaríkin í veigamiklum mál- um, t. d. varðandi innrásina í Dóminíska lýðveldið og brott- rekstur Kúbu úr samtökum Ameríkuríkja, enda hefur Mexíkó stjórnmálasamband við Kúbu og heldur uppi föstum flugferðum milli Havana og Mexíkóborgar. Eftir að Ful- bright hefur gefið þessar upp- lýsingar segir hann: „Mexíkó er líka í meira vinfengi við Bandaríkin en flest ríki róm- önsku Ameríku, og ég held það sé ekki þráttfyrir sjálfstæða afstöðu Mexíkana, heldur vegna hennar. . . . Samskipti þessara tveggja ríkja einkenn- ast af gagnkvæmri virðingu og sjálfsvirðingu." Með fyrra dæminu vildi ég leggja áherzlu á mikilvægi heilbrigðs þjóðarmetnaðar og sjálfsvirðingar fyrir þegna hvers lands, en seinna dæmið á að undirstrika þá alkunnu og algildu reglu, að þjóð sem sýnir öðrum þjóðum reisn og festu uppsker virðingu þeirra og traust, en þjóð sem liggur flöt fyrir annarri ávinnur sér ekkert nema fyrirlitningu hennar og allra þjóða annarra. Það er því fjarri öllum sanni að undirlægjuháttur íslend- inga gagnvart Bandaríkja- mönnum sé vináttuvottur og hollustu. „Vinur er sá er til vamms segir“. Og ég þykist viss um að við uppskerum ekk- ert nema fyrirlitningu heil- brigðra Bandaríkjamanna fyr- ir frammistöðu okkar í her- stöðvamálinu og þá ekki sízt viðkvæmasta þætti þess, sjón- varpsmálinu. Góðir íslendingar. Fyrsti desember er minningadagur, og á slíkum dögum er hollt að gera hreint fyrir sínum dyrum, taka viðhorf og sannfæringar til endurskoðunar og endur- mats, hugsa málin uppá nýtt. í heimi sem breytist eins ört og heimur samtímans er fátt viðsjárverðara en að hugsa í gömlum glósum og steinrunn- um hugmyndum. Hver áratug- ur breytir heiminum til þeirra muna, að hann er nálega ó- þekkjanlegur. Ef við lítum tíu ár aftur í tímann, eigum við áreiðanlega erfitt með að gera okkur rétta grein fyrir þeim stórkostlegu umskiptum sem orðið hafa á öllum aðstæðum og viðhorfum í alþjóðamálum. Samt má segja að íslendingar láti einsog ekkert verulegt hafi gerzt síðan 1951 — hér örlar sárasjaldan á nýrri hugmynd hjá ráðamönnum, hvorki í ut- anríkis- né innanríkismálum. Þetta má ekki lengur svo til ganga. Á þessum degi heimtum við fyrst og fremst skýr svör við þeirri spurningu, hvenær hinn erlendi herafli hverfi af landi brott. Fáist ekki skýr og und- anbragðalaus svör við því, held ég okkur væri sæmst að reyna að gleyma bæði 1. des- ember og 17. júní, því þá er það sýnilega 10. maí sem telst vera örlagadagur íslenzku þjóðarinnar. Að endingu þessi orð Will- iams Fulbrights: „Að gagnrýna þjóð sína er að gera henni greiða og slá henni gullhamra. Það er greiði vegna þess að það kynni að örva hana til að gera betur en hún gerir; það eru gullhamrar vegna þess að það er til vitnis um þá trú, að þjóðin geti gert betur en hún gerir.“ s-a-m Evrópa á sér langa og við- burðaríka sögu að baki. Að fornu og nýju hefur saga Evrópuþjóða verið mörkuð blóðsúthellingum, borgara- styrjöldum og ófriði milli þjóða. Þess vegna er það óblandið ánægjuefni, að á þeim rúmlega tveim áratugum, sem liðnir eru, síðan lauk mesta hildarleik í sögu Evrópu og alls heimsins, skuli hafa verið stigin fleiri og stærri spor til aukinnar samvinnu milli ríkja í Evrópu en nokkru sinni fyrr. Upphaf þessarar auknu Evrópusamvinnu var stofn- un Efnahagssamvinnustofnun- ar Evrópu árið 1948. Megintil- gangur þeirra samtaka var að stuðla að efnahagsendurreisn Evrópu eftir eyðileggingu styrjaldarinnar. Bandaríkja- menn áttu frumkvæði að þess- um samtökum og veittu Evrópuþjóðunum stórfellda efnahagsaðstoð, Marshall-að- stoðina svonefndu, til end- urreisnarstarfsins. Jafnframt beitti Efnahagssamvinnustofn- unin sér fyrir því, að endur- reisnarstarfið færi fram á grundvelli síaukins viðskipta- frelsis og frjálsari gjaldeyris- viðskipta, þar sem það var eitt meginmarkmið hennar að afnema hvers konar höft á viðskiptum og koma á fót marghliða greiðslukerfi. Þessi starfsemi Efnahagssamvinnu- stofnunarinnar bar mikinn og góðan árangur þegar á fyrri hluta áratugsins 1950—1960. Skömmu eftir lok styrjald- arinnar hafði einnig verið gerður allsherjar samningur um lækkun tolla, hið svo- nefnda Almenna samkomulag um tolla og viðskipti eða GATT. Viðleitni til að ná mikl- um og almennum tollalækkun- um samkvæmt þessu sam- komulagi bar þó ekki mikinn árangur. Hins vegar kom sam- komulagið í veg fyrir tolla- styrjaldir, og verulegur árang- ur náðist á þessu ári í lækk- uðum tollum á iðnaðarvörum við lok margra ára viðræðna innan GATT, viðræðna sem nefndar hafa verið Kennedy- viðræðurnar. Þeirri skoðun óx smám sam- an fylgi á árunum eftir styrj- öldina, að enn nánara sam- starf Evrópuríkja í viðskipta- og efnahagsmálum en komið hafði verið á fót með Efna- hagssamvinnustofnun Evrópu væri nauðsynlegt til þess að efla efnahagsþróun álfunnar og stjórnmálaeiningu. Án slíkrar samvinnu gætu Evrópu- ríkin ekki keppt á efnahags- sviðinu við stórveldin tvö, Bandaríkin og Sovétríkin, og þá ekki heldur varðveitt stjórn- málaáhrif sín á gang heims- mála. Evrópuþjóðunum bæri því að stofna til æ nánari sam- vinnu eða dragast ella æ meira aftur úr. Fyrsta raunhæfa niðurstaða þessarar stefnu var sú, að rík- in sex, sem nú mynda Efna- hagsbandalag Evrópu, komu sér saman um stofnun Kol- og stálbandalags Evrópu, er tók til starfa 1952, en með því var komið á fót sameiginlegum markaði fyrir kol og stál inn- an þessara ríkja. Árið 1955 efndu þessi ríki til ráðstefnu í Messina á Ítalíu, og var þá tekin ákvörðun um að halda áfram á sömu braut og stofna til víðtæks efnahagsbandalags, er hafa skyldi að uppistöðu sameiginlegan markað fyrir öll viðskipti landanna. Bretar tóku í fyrstu þátt í viðræðun- um um þessa nýju og stór- auknu efnahagssamvinnu, en hættu þeirri þátttöku í árslok 1955. Sexveldin héldu hins veg- ar samningum sínum áfram og náðu samkomulagi rúmlega ári síðar. í marz 1957 var und- irritaður í Róm samningur milli Frakklands, ítalíu, Þýzka- lands, Belgíu, Hollands og Lúxemborgar um stofnun Efna- hagsbandalags Evrópu, og tók bandalagið til starfa 1. janúar 1958. Rómarsamningurinn Kjarni þessa samnings er, að í aðildarríkjunum er komið á fót sameiginlegum vörumark- aði. Á 12—15 árum skyldi kom- ið á algeru tollabandalagi að- ildarríkjanna. Þetta þýddi, að fella skyldi niður alla tolla og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.