Samvinnan - 01.02.1968, Blaðsíða 34

Samvinnan - 01.02.1968, Blaðsíða 34
höft á milli aðildarríkjanna, en taka jafnframt upp sameigin- legan toll gagnvart löndum ut- an bandalagsins. Átti þetta að gerast í áföngum, en þeir hafa síðan verið styttir, og verða síðustu 15% af tollunum í við- skiptum milli ríkja Efnahags- bandalagsins felldir niður 1. júlí 1968. Gert var og ráð fyrir efnahagssamvinnu á öðrum sviðum og sett ítarleg ákvæði im sameiginlega stjórn banda- lagsins. Þegar samningurinn kemur til fullra framkvæmda, á að gilda sú almenna regla, að hreyfing vinnuafls og fjár- magns sé ekki heft af þjóð- ernisástæðum og réttur ríkis- borgara bandalagsins til at- vinnurekstrar og þjónustu sé viðurkenndur. Samningurinn er þó ekki kominn til fullra framkvæmda hvað þetta snert- ir. Þá skal og marka sameig- inlega stefnu á sviði landbún- aðarmála og sjávarútvegsmála. Sameiginleg stefna á sviði landbúnaðarmála er að mestu komin til framkvæmda. Stefnt er að því að móta sameigin- lega fiskimálastefnu fyrir 1. júlí 1968, en óvíst er, að það takist. Yfirstjórn bandalagsins er í höndum þings, framkvæmda- stjórnar og dómstóls. Ákvörð- unarvald er í höndum ráðs bandalagsins, en í því eiga sæti fulltrúar ríkisstjórna að- ildarríkjanna. Getur ráðið tek- i3 bindandi ákvaröanir, og sé ágreiningur, ræður meirihluti úrslitum í flestum málum. Hafa þá Frakkland, ítalía og Þýzkaland fjögur atkvæði hvert, Belgía og Holland tvö hvort og Lúxemborg eitt at- kvæði. Framkvæmdastjórn hef- ur mikil völd og sterka aðstöðu, en þinginu er aðallega ætlað eftirlit með gerðum fram- kvæmdastj órnarinnar. Stokkhólmssamningurinn Samkomulagið um stofnun Efnahagsbandalagsins þótti auðvitað miklum tíðindum sæta í Evrópu og heiminum öllum. Að undirlagi Breta hóf- ust innan Efnahagssamvinnu- stofnunarinnar í París víðtæk- ar umræður um viðskiptamál Vestur-Evrópu yfirleitt. Hug- mynd Breta var sú, að öll ríki Efnahagssamvinnustofn- unarinnar skyldu gera með sér viðskiptasáttmála þess efnis, að felldir yrðu niður tollar og höft á viðskiptum ríkjanna innbyrðis, en hverju ríki skyldi hins vegar frjálst að ákveða tolla sína gagnvart þeim ríkj- um, sem ekki stæðu að sam- komulaginu. Þessar viðræður báru ekki árangur, og lauk þeim seint á árinu 1958. Þá hófust viðræður milli sjö landa í Vestur-Evrópu, Austurríkis, Bretlands, Danmerkur, Noregs, Portúgals, Sviss og Svíþjóðar, um stofnun viðskiptabanda- lags sín á milli, og lauk þeim með stofnun Fríverzlunar- bandalagsins svonefnda i janúar 1960. Sáttmálinn milli ríkjanna, sem gerður var í Stokkhólmi, fjallar fyrst og fremst um afnám tolla og við- skiptatálmana milli aðildar- ríkjanna. Ákvæði hans taka eingöngu til viðskipta með iðn- aðarvörur, en hvorki til við- skipta með landbúnaðarafurð- ir né óunnar eða lítt unnar sjávarafurðir. Unnar sjávar- afurðir, svo sem freðfiskur, mjöl, lýsi og niðursuðuvörur, teljast hins vegar til iðnaðar- varnings, þó að nokkrar sér- reglur gildi að vísu um inn- flutning freðfisks til Bretlands. Þá er gert ráð fyrir, að sérstak- ir samningar á milli einstakra aðildarríkja séu gerðir um við- skipti meö þær vörur, sem samningurinn nær ekki til, þ. e. fyrst og fremst landbúnaðar- afurðir. Voru slíkir samningar gerðir milli Svía og Dana þeg- ar í upphafi bandalagsins. Tilgangurinn með stofnun Friverzlunarbandalags sjöveld- anna var tvíþættur. Annars vegar vildu aðildarríkin styrkja aðstöðu sína í samkeppni við Eínahagsbandalagsríkin með því að veita hverju öðru tolla- lækkanir, sem sexveldin yrðu ekki aðnjótandi. Hins vegar vildu þau styrkja sameiginlega samningsaðstöðu sína, ef til þess kæmi, að reynt yrði að koma á allsherjar samkomu- lagi um viðskiptamál Vestur- Evrcpu. Tollalækkanirnar inn- an Fríverzlunarbandalagsins hafa og orðið hraðari en upp- haflega áætlunin gerði ráð fyrir. Hafa nú allir tollar i við- skiptum milli Fríverzlunar- tandalagsríkjanna verið af- numdir. Reynsla af starfsemi við- skiptabandalaganna tveggja hefur orðið mjög jákvæð fyr- ir aðildarríkin. Viðskipti milli ríkjanna innan hvors banda- lags um sig hafa stóraukizt, og er talið, að starfsemi þeirra hafi átt verulegan þátt i þeim efnahagsframförum og þeirri lífskjarabót, sem átt hefur sér stað í þessum ríkjum. Hins vegar hefur viðskiptaaðstaða aðildarríkja hvors bandalags um sig í aðildarríkjum hins bandalagsins versnað verulega. Þetta hefur leitt til þess, að hvert af öðru af ríkjum minna bandalagsins, Fríverzlunar- bandalagsins, hefur tekið að leita eftir aðild að stærra bandalaginu, Efnahagsbanda- laginu. Hófu Bretar könnun á hugsanlegri aðild að Efna- hagsbandalaginu þegar sama árið og Fríverzlunarbandalag- ið var stofnað eða 1960 og formlegar viðræður tveim ár- um síðar. Þessar tilraunir Breta til aðildar að Efnahags- bandalaginu strönduðu, eins og kunnugt er, á andstöðu Frakka í ársbyrjun 1963. Fleiri ríki Fríverzlunarbandalagsins æsktu aðildar að Efnahags- bandalaginu, en viðræður um það féllu niður um leið og samningar strönduðu milli Breta og Efnahagsbandalags- ins. Nú hafa Bretar aftur æskt formlega inngöngu í Efnahags- bandalagið, og hið sama hafa gert Danmörk, Noregur og Sví- þjóð, auk írlands. Það er kunnara en frá þurfi að segja, að enn er allt óvíst um, hver muni verða niðurstaða þess- ara málaleitana. Efnahags- bandalagið samþykkti hins vegar fyrir nokkrum árum, að Grikkland og Tyrkland gerð- ust aukaaðilar að Efnahags- bandalaginu. Fríverzlunar- bandalagið hefur og stækkað við aukaaðild Finna að því bandalagi. ísland og efnahagssamvinnan Þá skal ég fara nokkrum orðum um þátt íslands í því, sem gerzt hefur í viðskipta- málum Vestur-Evrópu eftir heimsstyrjöldina síðari. ís- land gerðist aðili að Efna- hagssamvinnustofnun Evrópu þegar við stofnun hennar og tók þátt í endurskipu- lagningu hennar 1960, er stofnuninni var breytt í Efna- hags- og framfarastofnunina og Bandaríkin og Kanada gerð- ust beinir aðilar að henni. Þessi aðild hefur reynzt okkur mik- ilvæg og gagnleg á margan hátt. 1948—1953 urðu íslend- ingar aðnjótandi hinnar rausn- arlegu efnahagsaðstoðar Bandaríkjanna. íslendingar höfðu margvíslegt hagræði af greiðslukerfi því, sem stofn- endur komu á fót. Fyrir for- göngu Efnahagssamvinnu- stofnunarinnar afnámu smám saman öll aðildarríki hennar innflutningshöft á sjávaraf- urðum öðrum en nýjum fiski. Að sínu leyti framkvæmdi ís- land skuldbindingar aðildar- ríkjanna um afnám innflutn- ingshafta og aukið frelsi í gjaldeyrisviðskiptum á árunum upp úr 1960. Að tillögum ís- lendinga hefur stofnunin gert margvíslegar athuganir á sjáv- arútvegsmálum Vestur-Evrópu, og innan stofnunarinnar var á sínum tíma komið á fót sér- stakri sjávarútvegsnefnd, sem starfa skal stöðugt að athug- unum á sjávarútvegsmálum að- ildarríkjanna og stuðla að því, að viðskipti með sj ávarafurðir verði sem frjálsust. Þá má geta þess, að Evrópusjóðurinn, sem er einn af stofnunum þessara samtaka, veitti íslandi yfir- dráttarlán í sambandi við þá endurskoðun efnahagsmála, sem fram fór 1960, en einmitt slík starfsemi er höfuðhlut- verk þessa sjóðs. Þetta lán var endurgreitt á árunum 1961 og 1962. Þá hefur ísland og á fyrri árum orðið aðnjótandi margvíslegrar tækniaðstoðar frá Efnahagssamvinnustofnun- inni og arftaka hennar, Efna- hags- og framfarastofnuninni. íslenzk stjórnarvöld tóku þátt í þeim viðræðum sem fram fóru innan Efnahagssam- vinnustofnunarinnar árið 1957 og 1958 um stofnun fríverzlun- arsvæðis allra aðildarríkja stofnunarinnar. Þær umræður fóru út um þúfur í árslok 1958. íslendingar tóku hins vegar engan þátt í undirbúningsvið- ræðum að stofnun fríverzlun- arbandalags sjöveldanna. Var það í rauninni útilokað vegna þeirrar deilu, sem þá stóð yfir milli íslendinga og Breta um fiskveiðiréttindi. Þegar Bretar hófu viðræður sínar við Efnahagsbandalagið og fleiri þjóðir í Fríverzlunar- bantíalaginu sóttu um tengsl við það, var almennt búizt við, að Efnahagsbandalagið og Frí- verzlunarbandalagið rynnu saman í eina stóra viðskipta- heild í framhaldi af þeim við- ræðum. Um það bil 60% af ut- anríkisviðskiptum íslendinga voru þá og eru enn við þau þrettán ríki, sem eru aðilar að þessum tveim viðskiptabanda- lögum. Ef til sameiningar þess- ara bandalaga hefði komið eða kæmi, er augljóst, að það hefði stLrkostlega þýðingu fyrir ís- lenzk utanríkisviðskipti. Ef slíkt stórviðskiptabandalag í Vestur-Evrópu yrði í aðalatrið- um byggt á sömu grundvallar- atriðum í tollamálum og Efna- hagsbandalagið byggir á nú, þ. e. að engir tollar séu i gildi í viðskiptum milli bandalags- ríkjanna, en einn tollur gildi fyrir allt svæðið í viðskiptum við ríki utan þess, þá er auðséð, að viðskipti íslendinga við bandalagsríkin, sem og við- skipti annarra ríkja utan bandalagsins við það, mundu torveldast rrijög. í þessu sam- 30
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.