Samvinnan - 01.02.1968, Síða 34

Samvinnan - 01.02.1968, Síða 34
höft á milli aöildarríkjanna, en taka jafnframt upp sameigin- legan toll gagnvart löndum ut- an bandalagsins. Átti þetta að gerast i áföngum, en þeir hafa síðan verið styttir, og verða síðustu 15% af tollunum í við- skiptum milli ríkja Efnahags- bandalagsins felldir niður 1. júlí 1968. Gert var og ráð fyrir efnahagssamvinnu á öðrum sviðum og sett ítarleg ákvæði im sameiginlega stjórn banda- lagsins. Þegar samningurinn kemur til fullra framkvæmda, á að gilda sú almenna regla, að hreyfing vinnuafls og fjár- magns sé ekki heft af þjóð- ernisástæðum og réttur ríkis- borgara bandalagsins til at- vinnurekstrar og þjónustu sé viðurkenndur. Samningurinn er þó ekki kominn til fullra framkvæmda hvað þetta snert- ir. Þá skal og marka sameig- inlega stefnu á sviði landbún- aðarmála og sjávarútvegsmála. Sameiginleg stefna á sviði landbúnaðarmála er að mestu komin til framkvæmda. Stefnt er að því að móta sameigin- lsga fiskimálastefnu fyrir 1. júlí 1968, en óvíst er, að þaö takist. Yfirstjórn bandalagsins er í höndum þings, framkvæmda- stjórnar og dómstóls. Ákvörð- unarvald er í höndum ráðs bandalagsins, en í því eiga sæti fulltrúar ríkisstjórna að- ildarríkjanna. Getur ráðið tek- ið bindandi ákvarðanir, og sé ágreiningur, ræður meirihluti úrslitum í flestum málum. Hafa þá Frakkland, Ítalía og Þýzkaland fjögur atkvæði hvert, Belgía og Holland tvö hvort og Lúxemborg eitt at- kvæði. Framkvæmdastjórn hef- ur mikil völd og sterka aðstöðu, en þinginu er aðallega ætlað eftirlit með gerðum fram- kvæmdastj órnarinnar. Stokkhólmssamningurinn Samkomulagið um stofnun Efnahagsbandalagsins þótti auðvitað miklum tíðindum sæta í Evrópu og heiminum öllum. Að undirlagi Breta hóf- ust innan Efnahagssamvinnu- stofnunarinnar i Paris víðtæk- ar umræður um viðskiptamál Vestur-Evrópu yfirleitt. Hug- mynd Breta var sú, að öll ríki Efnahagssamvinnustofn- unarinnar skyldu gera með sér viðskiptasáttmála þess efnis, að felldir yrðu niður tollar og höft á viðskiptum ríkjanna innbyrðis, en hverju ríki skyldi hins vegar frjálst að ákveða tolla sína gagnvart þeim ríkj- um, sem ekki stæðu að sam- komulaginu. Þessar viðræður báru ekki árangur, og lauk þeim seint á árinu 1958. Þá hófust viðræður milli sjö landa í Vestur-Evrópu, Austurríkis, Bretlands, Danmerkur, Noregs, Portúgals, Sviss og Sviþjóðar, um stofnun viðskiptabanda- lags sín á milli, og lauk þeim með stofnun Fríverzlunar- bandalagsins svonefnda í janúar 1960. Sáttmálinn milli ríkjanna, sem gerður var í Stokkhólmi, fjallar fyrst og fremst um afnám tolla og við- skiptatálmana milli aðildar- ríkjanna. Ákvæði hans taka eingöngu til viðskipta með iðn- aðarvörur, en hvorki til við- skipta með landbúnaðarafurð- ir né óunnar eða lítt unnar sjávarafurðir. Unnar sjávar- afurðir, svo sem freðfiskur, mjöl, lýsi og niðursuðuvörur, teljast hins vegar til iðnaðar- varnings, þó að nokkrar sér- reglur gildi að vísu um inn- flutning freðfisks til Bretlands. Þá er gert ráð fyrir, að sérstak- ir samningar á milli einstakra aðildarríkja séu gerðir um við- skipti með þær vörur, sem samningurinn nær ekki til, þ. e. fyrst og fremst landbúnaðar- afurðir. Voru slíkir samningar gerðir milli Svía og Dana þeg- ar í upphafi bandalagsins. Tilgangurinn með stofnun Fríverzlunarbandalags sjöveld- anna var tvíþættur. Annars vegar vildu aðildarríkin styrkja aðstöðu sína í samkeppni við Efnahagsbandalagsríkin með því að veita hverju öðru tolla- lækkanir, sem sexveldin yrðu ekki aðnjótandi. Hins vegar vildu þau styrkja sameiginlega samningsaðstöðu sína, ef til þess kæmi, að reynt yrði að koma á allsherjar samkomu- lagi um viðskiptamál Vestur- Evrcpu. Tollalækkanirnar inn- an Friverzlunarbandalagsins hafa og orðið hraðari en upp- haflega áætlunin gerði ráð fyrir. Hafa nú allir tollar í við- skiptum milli Fríverzlunar- tandalagsríkjanna verið af- numdir. Reynsla af starfsemi við- skiptabandalaganna tveggja hefur orðið mjög jákvæð fyr- ir aðildarríkin. Viðskipti milli ríkjanna innan hvors banda- lags um sig hafa stóraukizt, og er talið, að starfsemi þeirra hafi átt verulegan þátt í þeim efnahagsframförum og þeirri lífskjarabót, sem átt hefur sér stað í þessum ríkjum. Hins vegar hefur viðskiptaaðstaða aðildarríkja hvors bandalags um sig í aðildarríkjum hins bandalagsins versnað verulega. Þetta hefur leitt til þess, að hvert af öðru af ríkjum minna bandalagsins, Fríverzlunar- bandalagsins, hefur tekið að leita eftir aðild að stærra bandalaginu, Efnahagsbanda- laginu. Hófu Bretar könnun á hugsanlegri aðild að Efna- hagsbandalaginu þegar sama árið og Fríverzlunarbandalag- ið var stofnað eða 1960 og formlegar viðræður tveim ár- um síðar. Þessar tilraunir Breta til aðildar að Efnahags- bandalaginu strönduðu, eins og kunnugt er, á andstöðu Frakka í ársbyrjun 1963. Fleiri ríki Fríverzlunarbandalagsins æsktu aðildar að Efnahags- bandalaginu, en viðræður um það féllu niður um leið og samningar strönduðu milli Breta og Efnahagsbandalags- ins. Nú hafa Bretar aftur æskt formlega inngöngu í Efnahags- bandalagið, og hið sama hafa gert Danmörk, Noregur og Sví- þjóð, auk írlands. Það er kunnara en frá þurfi að segja, að enn er allt óvíst um, hver muni verða niðurstaða þess- ara málaleitana. Efnahags- bandalagið samþykkti hins vegar fyrir nokkrum árum, að Grikkland og Tyrkland gerð- ust aukaaðilar að Efnahags- bandalaginu. Fríverzlunar- bandalagið hefur og stækkað við aukaaðild Finna að því bandalagi. ísland og efnahagssamvinnan Þá skal ég fara nokkrum orðum um þátt íslands í því, sem gerzt hefur i vioskipta- málum Vestur-Evrópu eftir heimsstyrjöldina síðari. ís- land gerðist aðili að Efna- hagssamvinnustofnun Evrópu þegar við stofnun hennar og tók þátt í endurskipu- lagningu hennar 1960, er stofnuninni var breytt í Efna- hags- og framfarastofnunina og Bandaríkin og Kanada gerð- ust beinir aðilar að henni. Þessi aðild hefur reynzt okkur mik- ilvæg og gagnleg á margan hátt. 1948—1953 urðu íslend- ingar aðnjótandi hinnar rausn- arlegu efnahagsaðstoðar Bandaríkjanna. íslendingar höfðu margvíslegt hagræði af greiðslukerfi því, sem stofn- endur komu á fót. Fyrir for- göngu Efnahagssamvinnu- stofnunarinnar afnámu smám saman öll aðildarríki hennar innflutningshöft á sjávaraf- urðum öðrum en nýjum fiski. Að sínu leyti framkvæmdi ís- land skuldbindingar aðildar- ríkjanna um afnám innflutn- ingshafta og aukið frelsi í gjaldeyrisviðskiptum á árunum upp úr 1960. Að tillögum ís- lendinga hefur stofnunin gert margvíslegar athuganir á sjáv- arútvegsmálum Vestur-Evrópu, og innan stofnunarinnar var á sínum tíma komið á fót sér- stakri sjávarútvegsnefnd, sem starfa skal stöðugt að athug- unum á sjávarútvegsmálum að- ildarríkjanna og stuðla að því, að viðskipti með sjávarafurðir verði sem frjálsust. Þá má geta þess, að Evrópusjóðurinn, sem er einn af stofnunum þessara samtaka, veitti íslandi yfir- dráttarlán í sambandi við þá endurskoðun efnahagsmála, sem fram fór 1960, en einmitt slík starfsemi er höfuðhlut- verk þessa sjóðs. Þetta lán var endurgreitt á árunum 1961 og 1962. Þá hefur ísland og á fyrri árum orðið aðnjótandi margvíslegrar tækniaðstoðar frá Efnahagssamvinnustofnun- inni og arftaka hennar, Efna- hags- og framfarastofnuninni. íslenzk stjórnarvöld tóku þátt í þeim viðræðum sem fram fóru innan Efnahagssam- vinnustofnunarinnar árið 1957 og 1958 um stofnun fríverzlun- arsvæðis allra aðildarríkja stofnunarinnar. Þær umræður fóru út um þúfur í árslok 1958. íslendingar tóku hins vegar engan þátt í undirbúningsvið- ræðum að stofnun fríverzlun- arbandalags sjöveldanna. Var það í rauninni útilokað vegna þeirrar deilu, sem þá stóð yfir milli íslendinga og Breta um fiskveiðiréttindi. Þegar Bretar hófu viðræður sínar við Efnahagsbandalagið og fleiri þjóðir í Fríverzlunar- bantíalaginu sóttu um tengsl við það, var almennt búizt við, að Efnahagsbandalagið og Frí- verzlunarbandalagið rynnu saman í eina stóra viðskipta- heild í framhaldi af þeim við- ræðum. Um það bil 60% af ut- anríkisviðskiptum íslendinga voru þá og eru enn við þau þrettán ríki, sem eru aðilar að þessum tveim viðskiptabanda- lögum. Ef til sameiningar þess- ara bandalaga hefði komið eða kæmi, er augljóst, að það hefði stcrkostlega þýðingu fyrir ís- lenzk utanríkisviðskipti. Ef slíkt stórviðskiptabandalag í Vestur-Evrópu yrði í aðalatrið- um byggt á sömu grundvallar- atriðum í tollamálum og Efna- hagsbandalagið byggir á nú, þ. e. að engir tollar séu í gildi í viðskiptum milli bandalags- ríkjanna, en einn tollur gildi fyrir allt svæðið í viðskiptum við ríki utan þess, þá er auðséð, að viðskipti íslendinga við bandalagsríkin, sem og við- skipti annarra ríkja utan bandalagsins við það, mundu torveldast mjög. í þessu sam- 30

x

Samvinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.