Samvinnan - 01.02.1968, Blaðsíða 35

Samvinnan - 01.02.1968, Blaðsíða 35
bandi nægir að minna á, að tollur Efnahagsbandalags- ins á freðfiski og freðsíld var ákveðinn 18%, en verður 15% samkvæmt niðurstöðu Kennedy-viðræðnanna. Á nýj- um fiski verður 15% tollur og 20% tollur á nýrri síld. Á salt- fiski og skreið verður 13% toll- ur. Á saltsíld verður 12%—23% tollur. Á niðursoðnum sjávar- afurðum verður tollurinn 20— 25%. Á fiskimjöli og lýsi verð- ur tollurinn 4—5%, en í Kennedy-viðræðunum var tollur á fiski- og síldarmjöli lækkaður í 2%. Ef þrettán að- alviðskiptalönd okkar í Vest- ur-Evrópu, sem við höfum flutt til um 60% af útflutningi okkar, girða sig slíkum tollum gagnvart helztu útflutningsaf- urðum íslendinga, væri lífs- hagsmunum okkar stefnt í beinan voða. Ef við höldum áfram að flytja afurðir okkar þangað, yrðum við að sætta okkur við miklu lægra verð en keppinautar okkar, t. d. Norð- menn. Þar við bætist, að búast má við mjög aukinni eftir- spurn eftir ýmsum helztu út- flutningsafurðum íslendinga, einkum freðfiski, á markaði þessara landa, en aðrar þjóðir mundu þá fullnægja þeirri eft- irspurn, en ekki við. Loks má geta þess, sem ekki skiptir minnstu máli, að ýmiss konar iðnaðarvörur, aðrar en sjávar- afurðir, hljóta með tímanum að skipa æ þýðingarmeiri sess í útflutningi íslendinga, en fyrir þeim vörum mundi Evrópumarkaðurinn í reynd verða lokaður, ef við stæð- um með v'llu utan við slíkt allsherjarviðskiptabanda- lag Evrópuríkja. Af þessum sökum þótti rík- isstjórninni á sínum tíma eða á árinu 1961 einsýnt, að kanna yrði til hlítar, með hvaða hætti íslendingar gætu bezt tryggt viðskiptahagsmuni sína, ef til þvílíkrar sameiningar við- skiptabandalaganna kæmi. í því skyni voru málin rædd við ríkisstjórnir allra Efnahags- bandalagsríkjanna og einnig við ríkisstjórn Bretlands og hinna Norðurlandanna. Grund- völlur allra þessara viðræðna var, að ekki gæti komið til greina, að ísland yrði fullgild- ur aðili Efnahagsbandalagsins, sérstaklega vegna ákvæða Rómarsamningsins um réttindi til stofnunar fyrirtækja og til frjálsrar hreyfingar fjármagns og vinnuafls. Hjá öllum aðil- um, sem við var rætt, var full- ur skilningur á því, að þessi ákvæði gætu ekki átt við á íslandi. Engin niðurstaða hafði fengizt um það, með hvaða hætti hagsmunir íslands kynnu að verða bezt tryggðir, þegar slitnaði upp úr viðræð- um Breta og Efnahagsbanda- lagsins og málið komst af dag- skrá í ársbyrjun 1963. Þegar Kennedy-viðræðurn- ar svonefndu hófust inn- an Alþjóðatollamálastofnunar- innar árið 1964, var augljóst, að niðurstaða þeirra viðræðna gæti haft þýðingu fyrir við- skiptahagsmuni íslands, en í Kennedy-viðræðunum var um það rætt, að frumkvæði Banda- ríkjanna, að allar þjóðir lækk- uðu tolla sína um allt að 50% með þeim hætti, að hver þjóð um sig fengi jafnmikil toll- fríðindi hjá öðrum þjóðum og hún lækkaði tolla sína. Til þess að geta orðið aðili að þessum mikilvægu viðræðum gerðist ísland í fyrra bráðabirgðaaðili að GATT, og nú verður á næst- unni lögð fyrir Alþingi tillaga um, að ísland skuli gerast full- gildur aðili að þeim samtök- um. í Kennedy-viðræðunum náðist nokkur árangur fyrir ís- lendinga, einkum afnám tolls á freðfiskblokk í Bandaríkjun- um og lækkaður ísfisktollur í Bretlandi. Hins vegar fólu þessar niðurstöður ekki í sér neina lausn á almennum við- skiptavandamálum íslendinga, enda aldrei við því búizt, að svo gæti orðið. ísland og EFTA Nú hefur ríkisstjórnin talið tímabært að taka öll þessi mál upp til ítarlegrar könnunar. Hefur þá verið talið rétt að beina athyglinni að könnun á því, með hvaða hætti ísland gæti gerzt aðili að Fríverzlun- arbandalaginu. Hefur ríkis- stjórnin talið rétt, að um þessa könnun verði haft samstarf við stjórnarandstöðuna og að sjálfsögðu einnig við helztu hagsmunasamtök á sviði sjáv- arútvegs, iðnaðar og viðskipta, auk launþegasamtaka. Megin- ástæða þess, að ríkisstjórnin telur nú ekki lengur unnt að skjóta á frest fullnaðarkönnun á þessu máli, er þessi: Um það bil 40% af heildar- utanríkisviðskiptum íslendinga eru við Fríverzlunarbandalags- löndin. í þessum löndum má búast við mjög aukinni eftir- spurn á næstu árum og ára- tugum eftir ýmsum helztu út- flutningsafurðum íslendinga. Ef við stöndum utan banda- lagsins, myndu aðrar fiskveiði- þjóðir, og þá fyrst og fremst Noregur, Danmörk og Bret- land, fullnægja þessum auknu þörfum, en íslendingar enga hlutdeild eiga þar að. Við mundum þá missa af þeim skil- yrðum til aukins útflutnings. Slíkrar þróunar hefur raunar þegar gætt á áberandi hátt undanfarin 2—3 ár. Ennfrem- ur er á því enginn vafi, að í aðildarríkjum Fríverzlunar- bandalagsins er nú markaður, er mun vaxa á komandi árum, fyrir iðnaðarvörur, sem nú er unnt eða væri í framtíðinni unnt að framleiða á íslandi á samkeppnisfæru verði, bæði vegna skilyrða íslands til orkuframleiðslu og hagnýting- ar fossaafls og jarðhita og vegna annarra aðstæðna. Ef íslendingar standa til fram- búðar utan Fríverzlunarbanda- lagsins, gætu þeir að sjálfsögðu enga aðild átt að slíkum mark- aði eða vexti hans. Það er enn- fremur sennilegt, að íslend- ingar gætu innan Fríverzlunar- bandalagsins, með sérstökum samningum við einstök aðild- arríki, og þá fyrst og fremst við Norðurlandaþjóðirnar, hlot- ið markað fyrir sauðfjárafurð- ir við miklu hagstæðara verði en þeir eiga nú kost á erlend- is. Mundi þetta geta átt mik- inn þátt í því að leysa hið mikla vandamál, sem íslenzk landbúnaðarframleiðsla að öðrum kosti stendur andspæn- is. Þá er þess að geta, að með- an íslendingar standa ut- an Fríverzlunarbandalagsins, verða þeir að greiða tolla af Fjármálaráðherrar Vesturveldanna á ráðstefnu í Bretlandi í janúar 1967. Frá vinstri: Karl Schiller fV- Þýzkaland), Michel Debré (Frakkland), James Callaghan (Bretland), Henry Fowler (Bandaríkin) og Emilio Colombo (ítalia).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.