Samvinnan - 01.02.1968, Blaðsíða 36

Samvinnan - 01.02.1968, Blaðsíða 36
öllum vörum, sem þangað eru fluttar, meðan framleiðendur samkeppnisafurða í t. d. Nor- egi og Danmörku geta selt sín- ar afurðir tollfrjálst, þ. e. fyr- ir mun hærra verð. Þannig hlýzt bein verðhækkun á ís- lenzkum útflutningsafurðum af aðild að Fríverzlunarbanda- laginu. Mundi þetta t. d. hafa veruleg áhrif á síldarlýsisverð. Einnig mundi það t. d. hafa mjög hagstæð áhrif á freð- fiskmarkaðinn í Bretlandi. Þrenns konar vandamál Það er á hinn bóginn fjarri mér að gera lítið úr þeim erfið- leikum, sem aðild að Fríverzl- unarbandalaginu mundi hafa í för með sér. Þeir erfiðleikar lúta að þrennu: Við yrðum á einhverju tilteknu tímabili að afnema alla verndartolla. Öll- um tollum, sem eingöngu er ætlað að afla ríkissjóði tekna, eða svonefndum fjáröflunar- tollum, mættum við hins veg- ar halda. En afnám þeirrar tollverndar, sem íslenzkur iðn- verndaðra iðngreina, sem sum- ar hverjar mundu ef til vill verða að leggjast niður, skap- ast skilyrði fyrir stofnun nýrra iðngreina til útflutnings. Ég held að óhætt sé að fullyrða, að þegar á heildina er litið, mundi aðild að Fríverzlunar- bandalaginu ekki leiða til minnkandi iðnaðar, heldur þvert á móti til aukins iðnað- ar og þá fyrst og fremst til fjölgunar stórra fyrirtækja í iðnaði, en hins vegar fækkun- ar smáfyrirtækja, sem fyrst og fremst hafa þróazt í skjóli toll- verndar og innflutningshafta. Annað vandamálið í sam- bandi við aðild að Fríverzlun- arbandalaginu eru þau áhrif, sem tollalækkun hefði á fjár- mál ríkisins. íslendingar hafa nú hærri tolla en nokkur ná- læg þjóð, og þeir afla sér hærri hundraðshluta af ríkistekjun- um með innheimtu tolla en nokkur önnur þjóð, sem ég þekki til. Afnám verndartolla mundi því hafa gagnger áhrif á fjármálakerfi ríkisins, en það Forsœtisráðherra í fylgd bandariska sendiherrans skoðar mannvirki Kísiliðjunnar við Mývatn, sem bandarískt stórfyrirtœki stendur að í samvinnu við íslendinga. aður hefur notið, jafnvel þótt á tiltölulega löngum tíma væri, mundi að sjálfsögðu hafa ýmsa erfiðleika í för með sér. Um leið ber þess að geta, að toll- vernd íslenzks iðnaðar er minni en margir telja og að samtök iðnaðarins sjálfs telja afnám allra verndartolla enga frágangssök, ef hún gerist á löngum tíma samkvæmt fyrir- fram gerðri áætlun. í þessu sambandi er og þess að geta, sem ég nefndi áðan, að í stað mundi að sjálfsögðu draga úr áhrifunum, ef samkomulag fengist um, að afnám vernd- artollanna ætti sér stað á til- tölulega löngum tíma. Þess má geta, að Portúgal fékk á sínum tíma 20 ára aðlögunar- tímabil til lækkunar á aðflutn- ingsgjöldum sínum. Tveir möguleikar væru fyrir hendi að bæta ríkissjóði teknamiss- inn vegna afnáms verndar- tollanna. Annars vegar kæmi til greina hækkun á söluskatti, en hann er víða um lönd mun hærri en hér. Hins vegar kæmi til greina hækkun fasteigna- gjalda, sem alls staðar í nálæg- um löndum eru miklu hærri en hér tíðkast, þótt yfirleitt sé þar um að ræða tekjustofn fyrir sveitarfélög, en ekki rík- issjóð. í því sambandi væri þó til athugunar, að tekjuskatt- ur yrði fyrst og fremst skatt- ur fyrir ríkissjóð, en hins veg- ar fengju sveitarfélögin fast- eignagjöldin sem tekjustofn fyrir sig. í þriðja lagi munu viðskipt- in við Austur-Evrópu vera nokkurt vandamál. Þó er þetta vandamál ekki erfitt og miklu síður en áður var. Kemur hér hvort tveggja til, að þessi við- skipti eru nú ekki eins mikil- væg og áður og fara ekki fram á jafnkeypisgrundvelli nema að nokkru leyti. Austur- Evrópuþjóðirnar geta nú einn- ig háð miklu harðari sam- keppni hvað snertir verð og vörugæði en áður var. Á það má einnig benda, að bæði Aust- urríkismenn og Finnar hafa getað haldið áfram miklum viðskiptum við Austur-Evrópu, þrátt fyrir þátttöku í Fríverzl- unarbandalaginu. Varðandi Efnahagsbandalag- ið er þess að geta, að ég hef aldrei talið og tel ekki enn, að full aðild að slíku banda- lagi geti komið til greina fyrir íslendinga. Valda þar mestu um ákvæði Rómarsáttmálans um rétt til stofnunar fyrir- tækja og flutning á fjármagni og vinnuafli. Hins vegar eru Efnahagsbandalagslöndin mik- ilvægt markaðssvæði fyrir ís- lendinga. En tollur Efnahags- bandalagsins er erfiður þrösk- uldur í vegi hagkvæmra við- skipta við þau lönd. Þess vegna tel ég sjálfsagt, að íslendingar kanni jafnframt, hvort við gætum átt kost á einhvers konar viðskiptasamningi við Efnahagsbandalagið, sem auð- veldaði okkur viðskipti við að- ildarríki þess. í þessu sambandi skiptir og mjög miklu máli, hvað ofan á verður um stefnu Efnahagsbandalagsins í sjáv- arútvegsmálum. Hagsmunir okkar í því sambandi eru auð- vitað fólgnir í því, að stefnan verði sem frj álslyndust, þ. e. viðskipti með sjávarafurðir verði sem frjálsust. Um meira að tefla en viðskiptahagsmuni Þótt ég vilji, eins og ég sagði áðan, á engan hátt gera lítið úr erfiðleikum þess fyrir ís- lendinga að tengjast Fríverzl- unarbandalaginu, er ég engu að síður sannfærður um, að viðskiptahagræði, sem af því mundi hljótast, bæði í nútíð og þó einkum í framtíð, væri mun þyngra á metunum. Auk þess má ekki meta þetta mál, sem hér er um að ræða, út frá þröngum stundarhagsmun- um. Hér er um stærri sjónar- mið að tefla. íslendingar eru hluti af Vestur-Evrópu. Þar er ekki aðeins stærsta viðskipta- svæði þeirra, heldur er menn- ing íslendinga grein vestur- evrópskrar menningar. íslend- ingar hafa komið á í ríki sínu þjóðfélagsháttum, sem eru grundvallaðir á sömu hugsjón- um um frelsi og mannhelgi og möta iðnaðarríki vesturlanda. Og landið liggur miðsvæðis í þeim heimshluta, sem lýðræð- isríkin beggja megin Atlants- hafs hafa bundizt órjúfandi samtökum um að vernda. Allt bendir þetta til þess, hversu ríka hagsmuni fslendingar hafa af því, að sú mikilvæga þróun, er nú á sér stað í Vest- ur-Evrópu, verði ekki til þess að losa um tengslin milli ríkj- anna, sem eru miðdepill þess- arar þróunar, ekki aðeins vegna þess að viðskiptahags- munir séu í hættu í bráð, held- ur einnig vegna hins að þegar til lengdar lætur, er um að tefla allsherjartengsl okkar, menningarsamband okkar og stjórnmálasamstarf við þær þjóðir, sem eru okkur skyld- astar, búa við líkast þjóðfélag því, sem hér er, og við höfum öldum saman haft saman við að sælda. Fram hjá þessum atriðum er ekki hægt að horfa. Hér er að þessu leyti alls ekki um dæg- urmál að ræða, og það er í sjálfu sér annars eðlis en þau mál, sem skipt hafa mönnum í stjórnmálaflokka í lýðræðis- ríkjum. Nauðsynlegt er, að við höfum augun opin fyrir þeirri þróun, sem nú er að eiga sér stað í Vestur-Evrópu, hvort sem okkur líkar hún betur eða verr. Þessi þróun má ekki verða til þess, að skilja milli íslands og Vestur-Evrópu og þar með milli íslands og vestrænna landa yfirleitt. Þeir menn, sem vilja, að tengsl okkar við Vest- ur-Evrópulöndin, bæði við- skiptatengsl, menningartengsl og stjórnmálatengsl, séu sem minnst, og þjóðfélag okkar sé í grundvallaratriðum öðru vísi en þjóðfélög vestrænna landa, hljóta að sjálfsögðu að líta málið allt öðrum augum en hinir, sem leggja vilja áherzlu á að varðveita tengsl- in við Vestur-Evrópu og halda hér þjóðfélagi, sem mótist af 32
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.