Samvinnan - 01.02.1968, Blaðsíða 39

Samvinnan - 01.02.1968, Blaðsíða 39
leggja EFTA niður og komast inn i EfnahagsbandalagiS. Að vísu getur enginn full- yrt um, hvernig þessi mál muni fara, sem sé hvað lang- lift EFTA verður, en af með- limaríkjunum sjálfum er því ekki ætlað langt líf, og virðist raunar ekki standa á öðru en de Gaulle, að Bretar kom- ist inn í Efnahagsbandalagið og hin lóndin þá hvert af öðru. Ég vil ekki reyna að gerast spámaður i þessu, en ég á erfitt með að trúa því að de Gaulle geti lengi úr þessu komið í veg fyrir, að þessi lönd komist inn í Efnahags- Dandalagið, en einhver dráttur getur á því orðið. Þetta get- ur þó tæpast endað nema á eina lund, að því er manni virðist eftir öllum merkjum að dæma. Allt sem af íslands hálfu kemur til greina að gera í isambandi við EFTA verður að skoða í þessu ljósi. Þá kemur spurningin: Hvað er EFTA? EFTA er eins og nafnið ber með sér fyrst og f i emst f ríverzlunarbandalag og byggt á því að afnema alla verndartolla. ÖU löndin eiga að' vera opinn markaður fyrir ib'naðarvarning hinna eða þær vörur sem EFTA-sam- komulagið nær til. Þá er það grundvallaratriði að engin sér- stök fyrirgreiðsla til einstakra starfsgreina komi til mála, sem gæti talizt vera óbein vernd, og má því ekkert gera til þess að styðja einstakar greinar, sem samningarnir ná til, og gera með því 'afnám verndartollanna að engu eða draga úr þeim megintilgangi að engin tollvernd eigi sér stað. Þá er bandalagið byggt á því að viðskiptin séu frjáls og haftalaus. Loks er gert ráð fyrir jafnrétti til atvirínurekst- urs í vissum greinum fyrir þegna EFTA-landanna; t. d. er gert ráð fyrir því, að fyrir- tæki í einu landinu geti sett upp verzlunarútibú í öðrum löndum og eins starfrækslu til þess að framleiða svokallaðar EFTA-vörur, þ. e. a. s. þær vörur sem EFTA-samningarn- ir ná til, sem fyrst og fremst eru iðnaðarvörur, að svo stöddu. Þá er stefnuyfirlýsing um það, að atvinnurekstrar- réttindi í löndunum verði sem frjálsust. Nú mun ég ekki fara langt út í að ræða einstök atriði í þessari stuttu grein, en ég læt í ljós þá skoðun, að það sé ekki fært fyrir íslendinga að afnema alla verndartolla. Ég álít að það sé heldur ekki fært fyrir íslendinga að fallast á að óheimilt sé að styðja sérstak- lega ýmsar starfsgreinar í landinu, sem EFTA-samkomu- lagið kynni að ná til, eins og meginstefnan er í EFTA-sátt- málanum. Ég mundi líka telja það algjört óráð að láta ís- lenzka verzlun falla í hendur útlendum fyrirtækjum, hvort sem um er að ræða heildverzl- un eða smásöluverzlun, og er mjög erfitt að sjá fyrir, hvað af slíku gæti leitt. Og um jafn- rétti til atvinnureksturs og stefnuna í því get ég vísað til þess, sem ég þegar hef sagt að framan í sambandi við Efna- hagsbandalagið. Þá tel ég að við verðum framvegis að hafa möguleika til þess að geta haft íhlutun um viðskiptin og verzlunina, af því tagi sem ekki samræmist þeim almennu reglum EFTA, og þá sérstak- lega með það fyrir augum að geta beint viðskiptunum til þeirra landa sem kaupa af okkur, eins og reynslan sýn- ir á undanförnum árum. Ég mundi óttast það mjög, að yrði gengið undir þessi megin- stefnuatriði í EFTA, afnám verndartolla og önnur þau at- riði sem rædd eru hér að fram- an, þá yrði þjóðarbúskapur okkar brátt einhæfari en svo, að hann fengi með nokkru móti staðizt. Ég sagði að framan að allt, sem aðhafzt yrði varðandi af- stöðuna til EFTA, yrði að gera með hliðsjón af Efnahags- bandalaginu. Kemur þá upp spurningin um það, hvort skynsamlegt væri að keppa að því að semja við EFTA áður en EFTA-löndin gengju inn í Efnahagsbandalagið eða bíða eitthvað átekta og sjá hvað gerist á næstunni. Skynsam- legast væri fyrir okkur að bíða enn átekta og sjá hvað gerist á næstunni í þessu tilliti, hvort verður úr sameiningu þessara bandalaga. Það vill nú svo til að við erum ekki komnir lengra í undirbúningi þessara mála en svo, að veturinn í vetur hlýtur, hvernig sem menn líta á þetta atriði að öðru leyti, að verða notaður til þess að brjóta til mergjar margt af því, sem við þurfum að skoða áður en ákvörðun getur orðið tekin um það, hvað gert verður. Það kemur því af sjálfu sér, að þessi vetur verður í þessu til- liti biðtími, og sést þá, hvort viðhorfin varðandi samein- ingu EFTA og Efnahagsbanda- lagsins skýrast á þeim tíma eða ekki. En ef svo færi að lagt yrði út i samninga við EFTA á undan samningum við Efna- hagsbandalagið, þá verðum við, eins og ég hef þegar tekið fram, að hafa það fast í huga, að það fordæmi, sem myndað yrði með samningunum við EFTA, yrði okkur hagnýtt og til hagsbóta, þegar kæmi að því að semja við Efnahags- bandalagið, en ekki til óhag- ræðis. Þetta er ákaflega þýð- ingarmikið grundvallaratriði í öllum þessum málum. Nota ætti veturinn í vetur vel til víðtækrar athugunar á áhrifunum af ýmsu því sem þarna kemur til áiita. Má nefna nokkur atriði. Það þarf að athuga gaumgæfilega við- horf iðnaðarins og hvaða áhrif lækkaðir verndartollar hafa á íslenzkan iðnað, ég tala nú ekki um afnám þeirra. Hvaða áhrif þessi málefni kunna að hafa á sjávarútveginn, landbúnað- inn og á ýmsar einstakar starfsgreinar, sem við þurfum að geta verndað. Hvaða áhrif á afstöðuna til innlends og er- lends atvinnureksturs á ís- landi og á verzlun íslendinga við aðrar þjóðir. Allt eru þetta stórfelldir þættir í þjóðarbú- skapnum, sem þarf að íhuga vandlega. Ég mundi segja, að við ætt- um að búa okkur undir að reyna að ná sérsamningum um tolla- og viðskiptamál við EFTA og Efnahagsbandalagið, og ef til greina kæmi að reyna að semja fyrst við EFTA, þá yrðum við að miða slíka samn- ingaviðleitni við það að hin- ir samningarnir væru fram- undan. Undirbúningurinn þarf fyrst og fremst að vera fólginn í því að gera sér grein fyrir, hvað það er sem við þurf- um að ná í þessum samn- ingum, en það er auðvitað fyrst og fremst að koma okkar mál- um þannig fyrir, að verndar- tollar og viðskiptahöft þess- ara bandalaga, ef þau verða veruleg, skaði okkur ekki eða skaði okkur sem minnst. Það er á þennan hátt sem mér sýnist við verða að nálgast þessi mál. Við þurfum að gera okkur rækilega grein fyrir því, hvað það er sem við þurfum að fá fram til þess að geta haldið eðlilegum viðskiptum við EFTA-löndin og Efnahags- bandalagslöndin. Ég er sann- færður um, að förum við skyn- samlega að þessu, höfum við mikla möguleika til að ná heppilegum sérsamningum við þessi bandalög, vegna þess hve aðstaða okkar er alveg sérstök. Ég læt mér ekki detta í hug, að þjóðirnar, sem hér að standa, skilji ekki sérstöðu ís- lendinga i þessu efni, ef hún er rétt og vel flutt og eftir leit- að á heppilegum tíma. Það er ekki sennilegt, að það yrði sett að skilyrði fyrir því að við getum haft eðlileg við- skipti framvegis við þessi Evrópulönd, að við hleypum hér inn í landið t. d. erlend- um atvinnurekstri í stórum stíl eða semdum okkur að ýmsum þeim meginreglum, sem geta verið góðar fyrir og átt við stærri þjóðir, en með engu móti geta átt við okk- ur. Ég hef tröllatrú á því, að flýtum við okkur ekki um of og berum gæfu til þess að velja rétta tímann til að koma með okkar mál til þessara samtaka, þá muni takast að leysa þau farsællega, og að við náum samningum, sem tryggja það að við getum haft áfram eðli- leg samskipti við Vestur- Evrópu, bæði í viðskiptalegum efnum og menningarlegum, án þess að ganga í samtök, sem ekki henta. Auðvitað er þetta mál vanda- samt viðfangs, einnig það að velja rétta tímann, og það get- ur verið erfitt að búa við lak- ari tollakjör, jafnvel þó um stundarsakir sé, á meðan beð- ið er eftir góðu lagi, en allt slikt getur þá orðið léttbært, samanborið við það sem kosta mundi að misstíga sig í þessu sambandi á þann hátt sem ekki yrði aftur tekið. En það verður ekki aftur tekið, ef eitt- hvað er aðhafzt í þessu, sem skerði ráð okkar sjálfra yfir málefnum landsins. Ég vil mjög hvetja til þess sem fyrr, að varlega verði far- ið í þessum efnum og að vet- urinn i vetur verði vel notað- ur og það samstarf sem efnt hefur verið til. Áreiðanlega ríkir mjög mik- ill skilningur vlða í löndum bandalaganna á sérstöðu ís- lands og mikil góðvild í okkar garð og mikill áhugi fyrir því — beinlínis áhugi — að finna heppilegar leiðir í þessum mál- um. Það yrði alls ekki sárs- aukalaust fyrir þær þjóðir, sem hér eiga hlut að máli, ef ísland slitnaði frá Vestur- Evrópu viðskiptalega eða menningarlega, ef svo mætti segja, og ég hef enga trú á því að til þess verði látið koma. Eysteinn Jónsson. 35
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.