Samvinnan - 01.02.1968, Blaðsíða 42

Samvinnan - 01.02.1968, Blaðsíða 42
væri að framkvæma hvern lið áætlunarinnar um sig með það fyrir augum að auðvelda samstarf I.C.A. annars vegar og hinna ýmsu stofnana Sam- einuðu þjóðanna hins vegar og gera það árangursríkara. VI. I.C.A. og þróunarlöndin Á sviði alþjóðamála má segja, að málefni þróunarland- anna séu stærsta vandamálið, sem við er að fást, ef frá er talið að koma á og viðhalda friði í heiminum. Menn horfa upp á það með kvíða og blygð- un, að milljónir manna í þró- unarlöndunum skuli árlega verða hungurvofunni að bráð, á sama tíma og allsnægtaþjóð- félagið hefur orðið allsráðandi í hinum þróuðu iðnaðarlönd- um. Fólksfjölgunin í hinum fátæku þróunarlöndum er svo mikil, að þær umbætur og sá árangur, sem náðst hefur á ýmsum sviðum í þessum lönd- um, verður eins og dropi í hafi. Umbætur á heilbrigðissviðinu hafa hækkað meðalaldur fólksins í þessum löndum veru- lega. Þetta þýðir meiri fólks- fjölgun, fleiri munna að fæða, og það bókstaflega skortir fæðu til þess að halda lífinu í öllu þessu fólki. Sameinuðu þjóðirnar hafa látið málefni þróunarlandanna mjög til sín taka. Hér verður hinsvegar ekki rætt um það frekar, en geta má þess, að sú aðstoð, sem látin hefur ver- ið í té af Sameinuðu þjóðun- um og svo einstökum þjóðum, hefur komið að minna gagni en efni hafa staðið til, vegna þess að milliliðir og kaupa- héðnar hafa hirt til sín ríf- legan hluta af þessari aðstoð. Flestir, sem fjalla um vanda- mál þróunarlandanna, eru sammála um, að uppbygging samvinnustarfs í þessum lönd- um sé eitt vænlegasta ráðið til úrbóta. Með uppbyggingu neð- an frá eigi frekar að vera unnt að ná árangri. Þessi upp- bygging byggist á því, að með frjálsum samtökum fólksins í samvinnustarfi megi takast að virkja fólkið sjálft til þess að brjótast út úr fátæktinni og umkomuleysinu. Samvinnu- starfið gefur fólkinu trú á getu sína. Það skapar hjá því meiri bjartsýni á tilveruna og fram- tíðina. I.C.A. hefur látið þessi mál mjög til sín taka á undanförn- um árum. Segja má, að þetta hafi verið eitt aðalmál sam- bandsins í seinni tíð. I.C.A. hefur haft forgöngu um tækni- aðstoð við stofnun og eflingu samvinnufélaga í þróunar- löndunum. Hefur I.C.A. m. a. beitt sér fyrir því, að ýmis samvinnusambönd tækju að sér tækniaðstoð, bæði með því að senda menn til landanna og taka við nemendum þaðan og kenna þeim og kynna rekstur samvinnufélaga. Eitt stærsta átak í þessum málum hefur sænska samvinnusambandið gert. Hefur það haft forgöngu um almenna fjársöfnun í Sví- þjóð s.l. 8 ár. Fénu, sem safn- azt hefur, er varið til þess að standa undir sérstökum sam- vinnuskóla í Nýju Delhi á Ind- landi. Eitt merkasta starf I.C.A. við aðstoð þróunarlandanna er rekstur sérstakrar skrifstofu í Nýju Delhi. Skrifstofa þessi var sett á stofn árið 1960. Verkefni skrifstofunnar er að veita að- stoð við stofnun og rekstur samvinnufélaga í Suðaustur- Asíu. Skrifstofan vinnur í nán- um tengslum við Samvinnu- skólann í Nýju Delhi. Þrátt fyrir merkilegt starf I.C.A. og margra samvinnu- sambanda í málefnum þróun- arlandanna, miðar samvinnu- starfi hægt áfram í flestum þessara landa. Menntunar- skorturinn stendur samvinnu- starfinu mest fyrir þrifum. Félagsþroski í löndum þessum er mjög af skornum skammti, og það virðist erfitt að rækta hann hjá hinu örsnauða fólki. Eigi að síður eru menn sammála um, að samvinnu- starf, sem byggist á því að fólk hjálpi sér sjálft með samtök- um og samvinnu, sé mjög ár- angursríkt við að brjóta niður múr fátæktar og umkomuleys- is í þróunarlöndunum. Þess vegna mun I.C.A. halda áfram aðstoð sinni við uppbyggingu samvinnustarfs í þessum löndum. I.C.A. og S.f.S. Árið 1927 samþykkti aðal- fundur Sambands íslenzkra samvinnufélaga inngöngu í al- þjóðasambandið. S.Í.S. hefur þannig verið aðili að I.C.A. í 40 ár. Frá lokum seinni heimsstyrj- aldarinnar hefur S.Í.S. tekið virkan þátt í störfum I.C.A. Fulltrúar S.Í.S. hafa setið öll þing I.C.A. og átt fulltrúa í miðstjórn þess. Samvinnu- tryggingar hafa tekið virkan þátt í störfum trygginganefnd- arinnar, en hún hefur m. a. beitt sér fyrir gagnkvæmum endurtryggingum á milli hinna ýmsu samvinnutryggingafé- laga. Þá hefur S.Í.S. verið aðili að heildsölunefndinni, sem hef- ur m. a. beitt sér fyrir gagn- kvæmum viðskiptum á milli hinna ýmsu samvinnusam- banda. S.Í.S. er hluthafi í Al- þjóðasamvinnubankanum í Basel, en segja má, að banka- nefnd I.C.A. hafi beitt sér fyrir stofnun bankans. Starf- semi bankans fer nú vaxandi, en hlutverk hans er m. a. að veita lán til samvinnufélag- anna í þróunarlöndunum. Enda þótt S.Í.S. sé eitt minnsta samvinnusambandið innan vébanda alþjóðasam- bandsins, hefur þátttakan í þessu alþjóðasamstarfi verið gagnleg fyrir íslenzkt sam- vinnustarf. Við íslendingar getum margt lært af erlendum samvinnumönnum. Samstarf- ið með aðild að alþjóðasam- bandinu opnar möguleika til náins samstarfs við hin ýmsu samvinnusambönd í heimin- um, bæði á sviði viðskipta og félagsmála. íslenzkir sam- vinnumenn geta sótt til bræðrasambandanna erlendis tækninýjungar á sviði vöru- dreifingar og iðnaðar. Allar upplýsingar í þeim efnum eru fúslega látnar í té. Á sviði fé- lagsmálanna hefur I.C.A. mót- að grundvallarstefnuna, og það leitast við að miða stefn- una við hinar breytilegu að- stæður, sem hin öra tækniþró- un hefur skapað og áhrif hef- ur á þjóðlíf og rekstur sam- vinnufyrirtækjanna. Þá er það ekki sízt gagnlegt fyrir for- ystumenn Sambands íslenzkra samvinnufélaga að kynnast persónulega starfsbræðrum sinum í öðrum löndum. Slík gagnkvæm kynning er ómet- anleg. Niðurlag Því miður er ekki unnt í stuttri grein að gefa skýra mynd af starfsemi Alþjóða- samvinnusambandsins. Hér er um að ræða mjög merka stofn- un. Starfið er byggt á grund- vallarforsendu samvinnunnar, að menn eigi að leysa hin ýmsu vandamál sín með því að taka höndum saman í frjálsu sam- starfi, þar sem einstaklingur- inn er settur ofar fjármagn- inu. Tilgangur sambandsins er einnig að vinna að varan- legum friði í heiminum. Þess vegna er ályktun um frið ætíð samþykkt á þingum þess. Bræðralagshugsjón samvinnu er í eðli sínu einnig friðarhug- sjón. Erlendur liinarsson. Alþjóöasamvinnusambandid tekur virkan þátt í þeirri viöleitni að bœgja hungurvofunni frá milljónum manna í vanþróuðum löndum. 38
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.