Samvinnan - 01.02.1968, Blaðsíða 43

Samvinnan - 01.02.1968, Blaðsíða 43
HJALMAR OLAFSSON: ÍSLAND OG NORRÆNT SAMSTARF Er ástæða til þess, að við íslendingar eigum nánari sam- skipti við Norðurlönd en aðr- ar þjóðir? Mig langar til að eiga nokk- urn orðastað við þá, sem mundu svara þessari spurn- ingu játandi — við þá sem áhuga hafa á og vilja til að treysta bönd okkar við frænd- ur og vini á hinum Norður- löndunum. Það hygg ég verði okkur mætast að eiga helzt samleið með þeim, sem eru okkur líkastir og skyldastir að uppruna og þj óðfélagsháttum. Að sjálfsögðu verðum við að taka þátt í hverskyns alþjóða- samstarfi með og án hinna Norðurlandaþj óðanna. Þess hefur oft verið minnzt, hversu fer um samstarf smárra þjóða og stórra og ósjaldan vitnað til örlaga norrænnar menningar á Orkneyjum og Suðureyjum, þar sem afbök- uð staðarnöfn minna einna helzt á óhirt leiði. Ef varnar- laus smáþjóð hefur í miðri sinni ógæfu borið gæfu til að eignast mátulega sterkan óvin mun tíminn ganga í lið með henni — segir skáldið. Mætt- um við af því nokkra lærdóma draga. Því verður ekki neitað, að norræn áhrif hafa verið á undanhaldi hérlendis sé borið saman við áratugina fyrir 1940, nema ef vera kynni að danska útgáfan af bezta bróður barnanna, Andrési Önd, svo og vaxandi sala danska heimilisblaðsins og kvenna- blaða af svipuðu tagi, kynnu þar úr að bæta. Útbreitt dag- blað í Kaupinhafn hældi bók- menntaþjóðinni íslenzku ekki alls fyrir löngu af hinni al- kunnu dönsku kímni fyrir að sjá fjárhagslega borgið útgáfu nefndra blaða. Norðurlandaráð og stofnan- ir þess hafa unnið þakkarvert starf til þess að færa Norður- lönd nær hvert öðru. Samstarf stjórnmálamanna er þó ekki nægjanlegt. Við þurfum að skapa samhug og samvinnu á sem flestum sviðum, og kem- ur mér þá í hug starf og hlut- verk norrænu félaganna. Mig langar að gera starfsemi þeirra að umtalsefni í þessu greinar- korni og þá sérstaklega ís- landsdeildarinnar. í Noregi, Danmörku, Svíþjóð og Finnlandi starfa allöflug norræn félagssamtök eins og kunnugt er, þó einkum í Sví- þjóð og Danmörku. Hér á landi og í Færeyjum hefur starfið ekki verið eins kröftugt og þyrfti, og ber margt til þess. Eitt er þó það starf Norræna félagsins, sem rétt er að benda á og tekizt hefur allvel. Ungt fólk hefur fyrir tilstuðlan þess og bræðraþjóðanna fengið að- stöðu til að dvelja um ársskeið við lýðháskóla á hinum Norð- urlöndunum. Þessi starfsemi hefur farið vaxandi, og er það vel. Nemendur láta mjög vel af námsdvölinni. Þeir skipta nú hundruðum unglingarnir, sem þannig hafa víkkað sjón- hring sinn og kynnzt jafnöldr- um sínum norrænum í starfi og leik. Þeir koma heim fullir áhuga á norrænu samstarfi, en hitta því miður fyrir tómlæti og lítinn áhuga þeirra, sem hlaðnir öðrum störfum eru í forsvari fyrir Norræna félag- ið á íslandi. Það er mál manna, að nor- ræna æskulýðsmótið, sem hald- ið var hér á liðnu sumri, hafi verið með miklum glæsibrag; þar skorti ekki hina góðkunnu íslenzku gestrisni og fyrir- greiðslu. Eitt var það þó sem brást, þátttaka íslenzkra ung- Norrœna húsið í Reykjavík er talandi tákn um þann vilja annarra þjóða á Norðurlöndum að hafa íslendinga með í hópnum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.