Samvinnan - 01.02.1968, Síða 43

Samvinnan - 01.02.1968, Síða 43
HJÁLMAR ÓLAFSSON: ÍSLAND OG NORRÆNT SAMSTARF Er ástæða til þess, að við íslendingar eigum nánari sam- skipti við Norðurlönd en aðr- ar þjóðir? Mig langar til að eiga nokk- urn orðastað við þá, sem mundu svara þessari spurn- ingu játandi — við þá sem áhuga hafa á og vilja til að treysta bönd okkar við frænd- ur og vini á hinum Norður- löndunum. Það hygg ég verði okkur mætast að eiga helzt samleið með þeim, sem eru okkur líkastir og skyldastir að uppruna og þjóðfélagsháttum. Að sjálfsögðu verðum við að taka þátt í hverskyns aiþjóða- samstarfi með og án hinna Norðurlandaþj óðanna. Þess hefur oft verið minnzt, hversu fer um samstarf smárra þjóða og stórra og ósjaldan vitnað til örlaga norrænnar menningar á Orkneyjum og Suðureyjum, þar sem afbök- uð staðarnöfn minna einna helzt á óhirt leiði. Ef varnar- laus smáþjóð hefur í miðri sinni ógæfu borið gæfu til að eignast mátulega sterkan óvin mun tíminn ganga í lið með henni — segir skáldið. Mætt- um við af því nokkra lærdóma draga. Því verður ekki neitað, að norræn áhrif hafa verið á undanhaldi hérlendis sé borið saman við áratugina fyrir 1940, nema ef vera kynni að danska útgáfan af bezta bróður barnanna, Andrési Önd, svo og vaxandi sala danska heimilisblaðsins og kvenna- blaða af svipuðu tagi, kynnu þar úr að bæta. Útbreitt dag- blað í Kaupinhafn hældi bók- menntaþjóðinni íslenzku ekki alls fyrir löngu af hinni al- kunnu dönsku kímni fyrir að sjá fjárhagslega borgið útgáfu nefndra blaða. Norðurlandaráð og stofnan- ir þess hafa unnið þakkarvert starf til þess að færa Norður- lönd nær hvert öðru. Samstarf stjórnmálamanna er þó ekki nægjanlegt. Við þurfum að skapa samhug og samvinnu á sem flestum sviðum, og kem- ur mér þá í hug starf og hlut- verk norrænu félaganna. Mig langar að gera starfsemi þeirra að umtalsefni í þessu greinar- korni og þá sérstaklega ís- landsdeildarinnar. í Noregi, Danmörku, Svíþjóð og Finnlandi starfa allöflug norræn félagssamtök eins og kunnugt er, þó einkum í Sví- þjóð og Danmörku. Hér á landi og í Færeyjum hefur starfið ekki verið eins kröftugt og þyrfti, og ber margt til þess. Eitt er þó það starf Norræna félagsins, sem rétt er að benda á og tekizt hefur allvel. Ungt fólk hefur fyrir tilstuðlan þess og bræðraþjóðanna fengið að- stöðu til að dvelja um ársskeið við lýðháskóla á hinum Norð- urlöndunum. Þessi starfsemi hefur farið vaxandi, og er það vel. Nemendur láta mjög vel af námsdvölinni. Þeir skipta nú hundruðum unglingarnir, sem þannig hafa víkkað sjón- hring sinn og kynnzt jafnöldr- um sínum norrænum í starfi og leik. Þeir koma heim fullir áhuga á norrænu samstarfi, en hitta því miður fyrir tómlæti og lítinn áhuga þeirra, sem hlaðnir öðrum störfum eru í forsvari fyrir Norræna félag- ið á íslandi. Það er mál manna, að nor- ræna æskulýðsmótið, sem hald- ið var hér á liðnu sumri, hafi verið með miklum glæsibrag; þar skorti ekki hina góðkunnu íslenzku gestrisni og fyrir- greiðslu. Eitt var það þó sem brást, þátttaka íslenzkra ung- Norrœna húsið í Reykjavík er talandi tákn um þann vilja annarra þj óða á Norðurlöndum aö hafa íslendinga með í hópnum. 39

x

Samvinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.