Samvinnan - 01.02.1968, Blaðsíða 46

Samvinnan - 01.02.1968, Blaðsíða 46
alflokka, allt frá samvinnu um vísindi og tækni til stórpóli- tískra mála, svo sem Grikk- landsmálsins og deilna fsraels- manna og Araba. Meðal 7 ráð- herra, sem sett hafa nöfn sín á mælendaskrá, er einn gest- ur, Abdul Monem Rifai, utan- ríkisráðherra Jórdaníu, sem skýra mun sjónarmið lands síns í átökunum við ísraels- menn. Þó að Evrópuráðið sé vett- vangur þess, sem kalla má stór- pólitík, hefur starfsemi þess smám saman beinzt í sífellt meiri mæli að öðru, sem minna fer fyrir í fréttum, en þó get- ur með tíð og tíma haft mikil áhrif. Hér er um að ræða sam- starf affildarríkjanna um ein- stök, oft harla tæknileg, við- fangsefni. Þau varða flest lög, félagsmál, heilbrigðismál, nátt- úruvernd og menntamál. Starf- semin fer fram undir eftirliti ráðgjafarþingsins, en þó ekki á þess vegum heldur á vegum ráðherranefndar Evrópuráðs- ins. Nefndin ákveður, að eitt- hvert atriði skuli kannað með hugsanlega samvinnu aðildar- ríkja ráðsins í huga. Könnun- in sjálf er oftast falin sérfræð- inganefndum, og venjulega er öllum 18 aðildarríkjunum gef- inn kostur á að tilnefnda menn í þær. Ber Evrópuráðið kostn- aðinn vegna eins fulltrúa frá hverju landi, en þau mega senda fleiri menn á sinn kostn- að. Reglan um greiðslu kostn- aðar af störfum sérfræðinga- nefnda er mikilvæg, því að vegna hennar geta smáríkin í ráðinu, þ. á. m. fsland, átt þarna hlut að máli. Þessi starfsemi Evrópuráðsins er orð- in svo viðamikil, að áriS 1966 var tekið að semja sérstaka starfsáætlun, sem lögð var fyrir ráðherranefndina og síð- an ráðgjafarþingið. í áætlun- inni fyrir 1967—1968 eru tald- ar upp 69 nefndir, raunar sumar fámennar og stærri nefndum til aðstoðar. ¦— Mark- mið nefndarstarfsins er stund- um það eitt að setja fram ábendingar, en stundum Loftmynd af stöðvum Evrópuráðsins í Strasbourg (að ofan). Ráðgjafarþing Evrópuráðsins. William Ful- bright, formaður utanrikismálanefndar öldungadeildar BandariKjaþings, l rceðustóli (neðri mynd). er unnið að samningu sátt- mála eða samþykkta, sem að- ildarríki Evrópuráðsins eiga kost á að undirrita og full- gilda. Alls hafa verið gerðir á vegum Evrcpuráðsins 55 sátt- málar eða samþykktir, og væri vert að geta nokkurra þeirra. Rúmsins vegna skal þó aðeins minnzt á mannréttindasátt- mála Evrópu. Þar eru talin ým- is mannréttindi, sem aðildar- ríki, er gangast undir sáttmál- ann, lofa að virða, og jafn- framt eru settar á fót stofn- anir, sem eiga að tryggja, að ekki verði látið sitja við orðin tóm. Stofnanir þessar eru mannréttindadómstóll Evrópu og mannréttindanefnd Evrópu. Virðing fyrir mannréttindum á sér djúpar rætur í vestrænni menningu, og okkur finnst sjálfsagt, að ríki, sem tekið hafa á sig skuldbindingar í stofnskrá og mannréttindasátt- méla Evrcpuráðsins, haldi þau í heiðri. Þess vegna hefur valdataka herforingjastjórn- arinnar í Grikklandi á s.l. vori vakið mikla gremju og leitt til mótmæla, þó að menn hafi gefizt upp við að mótmæla jafnillu ástandi í alltof mörg- um ríkjum utan hins vestræna menningarsvæðis. ísland varð aðili að Evrópu- ráðinu 7. marz 1950 í samræmi við ályktun Alþingis mánuði áður. Umræðurnar um þetta mál á Alþingi urðu ekki miklar, og vöktu ekki storm meðal fólks með sama hætti og deil- urnar um Atlantshafsbanda- lagið í marz 1949. Ályktunin var gerð með 35 atkvæðum gegn 8, en 3 þingmenn sátu hjá. íslendingar eiga rétt á að senda 3 fulltrúa á ráðgjafar- þingið, en ekki verður sagt, að þátttakan í störfum þess hafi verið mikil. Embættismaður sækir reglulega mánaðarlega fundi ráðherranefndarinnar, en sá háttur er kominn á, að ráðherrarnir sjálfir komi ekki á fundi þessa nema tvisvar á ári. íslenzki ráðherrann hefur þó ekki gert það, því að nú- verandi utanríkisráðherra mun aðeins hafa sótt slíkan fund einu sinni. Fyrirrennari hans mun og aðeins einu sinni í alllangri embættistíð hafa far- ið á fund í ráðherranefnd Evrópuráðsins. Hins vegar haf a menntamálaráðherra og dóms- málaráðherra íslands sótt all- reglulega fundi með starfs- bræðrum sínum, sem Evrópu- ráðið fékk komið á. Staðgengill utanríkisráð- herra íslands í ráðherranefnd- inni hefur fyrst og fremst lát- 42
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.