Samvinnan - 01.02.1968, Page 46

Samvinnan - 01.02.1968, Page 46
alflokka, allt frá samvinnu um vísindi og tækni til stórpóli- tískra mála, svo sem Grikk- landsmálsins og deilna ísraels- manna og Araba. Meðal 7 ráð- herra, sem sett hafa nöfn sín á mælendaskrá, er einn gest- ur, Abdul Monem Rifai, utan- ríkisráðherra Jórdaníu, sem skýra mun sjónarmið lands síns í átökunum við ísraels- menn. Þó að Evrópuráðið sé vett- vangur þess, sem kalla má stór- pólitík, hefur starfsemi þess smám saman beinzt í sífellt meiri mæli að öðru, sem minna fer fyrir í fréttum, en þó get- ur með tíð og tíma haft mikil áhrif. Hér er um að ræða sam- starf aðildarríkjanna um ein- stök, oft harla tæknileg, við- fangsefni. Þau varða flest lög, félagsmál, heilbrigðismál, nátt- úruvernd og menntamál. Starf- semin fer fram undir eftirliti ráðgjafarþingsins, en þó ekki á þess vegum heldur á vegum ráðherranefndar Evrópuráðs- ins. Nefndin ákveður, að eitt- hvert atriði skuli kannað með hugsanlega samvinnu aðildar- ríkja ráðsins í huga. Könnun- in sjálf er oftast falin sérfræð- inganefndum, og venjulega er öllum 18 aðildarríkjunum gef- inn kostur á að tilnefnda menn í þær. Ber Evrópuráðið kostn- aðinn vegna eins fulltrúa frá hverju landi, en þau mega senda fleiri menn á sinn kostn- að. Reglan um greiðslu kostn- aðar af störfum sérfræðinga- nefnda er mikilvæg, því að vegna hennar geta smáríkin í ráðinu, þ. á. m. ísland, átt þarna hlut að máli. Þessi starfsemi Evrópuráðsins er orð- in svo viðamikil, að árið 1966 var tekið að semja sérstaka starfsáætlun, sem lögð var fyrir ráðherranefndina og síð- an ráðgjafarþingið. í áætlun- inni fyrir 1967—1968 eru tald- ar upp 69 nefndir, raunar sumar fámennar og stærri nefndum til aðstoðar. — Mark- mið nefndarstarfsins er stund- um það eitt að setja fram ábendingar, en stundum er unnið að samningu sátt- mála eða samþykkta, sem að- ildarríki Evrópuráðsins eiga kost á að undirrita og full- gilda. Alls hafa verið gerðir á vegum Evrcpuráðsins 55 sátt- málar eða samþykktir, og væri vert að geta nokkurra þeirra. Rúmsins vegna skal þó aðeins minnzt á mannréttindasátt- mála Evrópu. Þar eru talin ým- is mannréttindi, sem aðildar- ríki, er gangast undir sáttmál- ann, lofa að virða, og jafn- framt eru settar á fót stofn- anir, sem eiga að tryggja, að ekki verði látið sitja við orðin tóm. Stofnanir þessar eru mannréttindadómstóll Evrópu og mannréttindanefnd Evrópu. Virðing fyrir mannréttindum á sér djúpar rætur í vestrænni menningu, og okkur finnst sjálfsagt, að ríki, sem tekið hafa á sig skuldbindingar í stofnskrá og mannréttindasátt- mála Evrcpuráðsins, haldi þau í heiðri. Þess vegna hefur valdataka herforingjastjórn- arinnar í Grikklandi á s.l. vori vakið mikla gremju og leitt til mótmæla, þó að menn hafi gefizt upp við að mótmæla jafnillu ástandi í alltof mörg- um ríkjum utan hins vestræna menningarsvæðis. fsland varð aðili að Evrópu- ráðinu 7. marz 1950 í samræmi við ályktun Alþingis mánuði áður. Umræðurnar um þetta mál á Alþingi urðu ekki miklar, og vöktu ekki storm meðal fólks með sama hætti og deil- urnar um Atlantshafsbanda- lagið í marz 1949. Ályktunin var gerð með 35 atkvæðum gegn 8, en 3 þingmenn sátu hjá. íslendingar eiga rétt á að senda 3 fulltrúa á ráðgjafar- þingið, en ekki verður sagt, að þátttakan í störfum þess hafi verið mikil, Embættismaður sækir reglulega mánaðarlega fundi ráðherranefndarinnar, en sá háttur er kominn á, að ráðherrarnir sjálfir komi ekki á fundi þessa nema tvisvar á ári. íslenzki ráðherrann hefur þó ekki gert það, því að nú- verandi utanríkisráðherra mun aðeins hafa sótt slíkan fund einu sinni. Fyrirrennari hans mun og aðeins einu sinni í alllangri embættistíð hafa far- ið á fund í ráðherranefnd Evrópuráðsins. Hins vegar hafa menntamálaráðherra og dóms- málaráðherra íslands sótt all- reglulega fundi með starfs- bræðrum sínum, sem Evrópu- ráðið fékk komið á. Staðgengill utanríkisráð- herra íslands í ráðherranefnd- inni hefur fyrst og fremst lát- Lo)tmyncl af stöðvum Evrópuráðsins í Strasbourg (að o)an). Ráögja/arþing Evrópuráðsins. William Ful- bright, formaður utanríkismálanefndar öldungadeildar Bandaríkjaþings, í rceöustóli (neðri mynd). 42

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.