Samvinnan - 01.02.1968, Page 48

Samvinnan - 01.02.1968, Page 48
hverju. í ráðinu sátu fulltrúar fjórtán ríkja, fimm fastafull- trúar (stórveldin) og níu full- trúar kosnir til þriggja ára í senn. Á vegum Þjóðabandalags- ins störfuðu ennfremur Al- þjóðadómstóllinn í Haag og allkyns stofnanir á sviði efna- hags- og félagsmála, heilbrigð- is- og mannúðarmála. Alþjóða- vinnumálastofnunin var einn- ig í tengslum við bandalagið. Menn bundu í öndverðu miklar vonir við Þjóðabanda- lagið, og fyrstu árin tókst því að jafna ýmis minniháttar ágreiningsmál ríkja á milli. En höfuðmarkmið þess, afvopnun og trygging friðarins, varð aldrei að veruleik. Árið 1931 gerðu Japanir árás á Kínverja, en bandalagið sá sér ekki fært að beita neinskonar þvingun- arráðstöfunum til að stöðva ófriðinn. Árás ítala á Eþíópíu árið 1935 leiddi aðeins til efna- hagslegra þvingunaraðgerða sem reyndust máttlausar. Þeg- ar Þjóðverjar hófu yfirgang sinn má segja að bandalagið hafi hreinlega gefizt upp. Það kom ekki saman í sept- ember 1939, eftir að heims- styrjöldin skall á, en í desem- ber sýndi það alltíeinu lífs- mark þegar það kallaði sam- an þing í sambandi við árás Rússa á Finna og ákærði Rússa fyrir árásarstrið. Samt voru ekki gerðar aðrar ráðstafanir en þær að reka Rússa úr bandalaginu. Eftir úrsögn Þjóðverja og Japana úr bandalaginu árið 1933 má segja að því hafi far- ið síhnignandi. ítalir sögðu sig úr því eftir stríðið í Eþíópíu 1936, og í byrjun heimsstyrj- aldarinnar fóru ríkin, sem Þjóðverjar lögðu undir sig, einnig úr því. Orsakirnar fyrir máttleysi Þjóðabandalagsins voru marg- víslegar. Kannski var megin- orsökin sú, að menn höfðu bundið alltof háleitar vonir við það, látið bjartsýnina hlaupa með sig í gönur og neitað að horfast í augu við staðreyndir samtímans. Þá ber einnig að nefna afstöðu Bandaríkja- manna sem héldu sig utanvið bandalagið, og ekki má gleyma heimskreppunni sem leiddi af sér miklar pólitískar viðsjár. Hinsvegar er óþarft að gleyma því, að Þjóðabandalag- ið lét margt gott af sér leiða, einkanlega á sviði vísinda og menningarmála. Ennfremur má segja með fullum sanni, að reynsla Þjóðabandalagsins hafi orðið Sameinuðu þjóðun- um þarfur vegvísir og forðað þeim frá ýmsum afdrifaríkum mistökum. Sameinuðu þjóðirnar eru í vissum skilningi afkvæmi Þjóðabandalagsins. Þær hafa tekið við öllum kvöðum þess og skuldbindingum og í stór- um dráttum sniðið starfsemi sína eftir því. * * * Hvað sem annars má um starf Sameinuðu þjóðanna segja, verður naumast á móti því mælt, að þær eru það sam- einingartákn mannkynsins sem mestar vonir eru bundn- ar við. Þær eru í senn tákn um vilja mannsins til að útrýma hatri og ótta meðal þjóða og um þá rökstuddu staðreynd að framtíð mannkynsins á jörðinni er því aðeins borgið, að samvinna takist um allt sem máli skiptir: afvopnun, út- rýmingu kjarnavopna, bar- áttuna gegn sjúkdómum, hungri og fáfræði, jafna dreif- ingu á auði jarðarinnar, fram- leiðslu og viðskipti, tæknileg- ar rannsóknir og framfarir, skipulagningu landa og borga, takmörkun fólksfjölgunar, varðveizlu og eflingu mann- réttinda og friðsamlega lausn deilumála, svo fátt eitt sé nefnt. Þegar rætt er um starfsemi Sameinuðu þjóðanna og ár- angurinn sem náðst hefur á liðnum 22 árum er margs að gæta. Fyrst er að líta á þá veigamiklu staðreynd, að þær eru frjáls samtök fullvalda ríkja og hafa því ekki annað vald en það sem aðildarríkin fá þeim hverju sinni. Valdi samtakanna í heild eru enn- fremur þau takmörk sett, að fimm ríki hafa algert neitun- arvald í Öryggisráðinu, sem fjallar um þorrann af alþjóð- legum deilumálum. Að vísu hefur reynzt kleift að draga verulega úr lamandi áhrifum neitunarvaldsins á starf sam- takanna, en það er eigi að síður of þungt í skauti þeirra. Starfsemi Sameinuðu þjóð- anna á hinum pólitíska vett- vangi byggist ekki á því, að meirihluti aðildarríkjanna þvingi minnihlutann til hlýðni, heldur er hún fólgin í sem nánustu samstarfi allra með- Aðalstöövar Sameinuðu þjóðanna standa á bakka Austurár í New York, lengst til hœgri á myndinni. 44

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.