Samvinnan - 01.02.1968, Blaðsíða 54

Samvinnan - 01.02.1968, Blaðsíða 54
®feyji»fe mm Vitneskjan um dauðann hef- ur aldrei verið versta fylgja mannkynsins, og ætli þetta með hjartaflutninginn sé eft- ir á að hyggja eins afburða- sniðugt og af er látið? Það var visst aðhald í því að eiga þó þennan sannleika í handrað- anum, að eitt sinn skyldi hver deyja og eitt skyldi þó yfir alla ganga í þeim efnum. Föstu punktarnir í tilverunni hafa aldrei verið of margir. Með þessari nýju læknisaðgerð höf- um við færst skrefi nær þeim sögulegu tímamótum þegar dauðinn hættir að vera víxill- inn sem fellur jafnt á háa sem lága, ríka manninn og fátækl- inginn, aulann og vitringinn, úrhrakið og öðlingsmanninn. Uppátækið þeirra úti í Suður- Afríku hefur þokað okkur nær þeim degi þegar dauðinn verð- ur niðrandi fyrir fjölskylduna (eins og ólánlegir snúrustaur- ar ellegar sjónvarpstæki með einungis fimmtán þumlunga skermi) en lífið verður til sölu í járnvöruverzlunum, krómað og með öryggisventli og í snyrtilegum umbúðum, tilbúið til notkunar. „Kaupið hjartað hjá okkur! Sanngjarnir greiðsluskilmálar, fullkomin varahlutaþjónusta, tíu ára ábyrgð!" Æ, ég veit svei mér ekki. Verður það eitthvað til að státa af þegar hæsti vinn- ingurinn í Happdrætti Háskól- ans verður ekki hrúga af pen- ingaseðlum heldur innyflin úr nágranna okkar? Mér líst ekkert á þetta. Ég hlakka ekkert til þess að sjá þann dag þegar það verður kauðalegt að deyja, þegar það verður merki fátæktar og auðnuleysis þegar menn geispa golunni upp á gamla mátann. Ein ástæðan kann að vísu að vera sú hvað ég er illa að mér í tækninni. Sumir mundu líkja þessu við sturlun. Fáið mér eitthvað sem suðar eða tístir eða tifar og sem hefur meira en tvo hreyfanlega parta, og mér er öllum lokið. Gerfihjörtu verða áreiðanlega með tíman- um af svo einf aldri gerð að það verður talið sjálfsagt að menn skrúfi þau í sig sjálfir. Mig uggir að ég verði þá fyrsti ís- lendingurinn með hjartað í buxunum í bókstaflegri merk- ingu orðsins. Eldri strákurinn minn er búinn að berjast við það í full þrjú ár að kenna mér á segul- bandstækið sitt. Níu ára dóttir mín tók fullnaðarpróf á grip- inn á fimm mínútum. Ég er kominn það langt að geta sett tækið af stað án þess að stór- skaða sjálfan mig eða kveikja í hverfinu eða sprengja allar spennustöðvar nágrennisins í loft upp, en mér hefur ekki ennþá auðnast að læra að stansa galdraverkið, hvað þá að ég geti látið það snúast afturábak, sem er nauðsynlegt ef menn vilja lygna aftur aug- unum og hlusta af andagt á sjálfa sig. Það er alveg undravert hvað ég get verið fákunnandi í putt- unum. Þetta kemur sér því verr sem ég er ekki grunlaus um að heimilistækin í húsinu okkar séu dyntóttari en gengur og gerist. Það er eitthvað bogið við það apparat sem neitar að fara í gang nema maður fari fyrst í skíðaskóna og sparki af alefli í rassinn á því. Skömmu fyrir jól þurfti ég að kaupa agnarlítið áhald af því olíu- ketillinn okkar var byrjaður að spýta mórauðu. Áhaldið átti heima efst í katlinum og búð- armaðurinn fullvissaði mig um að jafnvel fimm ára barn mundi geta skrúfað það í. Ég mátti hringja heim til hans um kvöldið og biðja hann að útvega mér fimm ára barn. Þegar ég stend í stórræðum af þessu tagi, þá vantar samt ekki að það sé nógu mikið í kringum það. Ég viða að mér öllum þeim verkfærum sem til eru í húsinu og síðan burðast ég líka venjulega niður með flesta stólana á heimilinu (bil- unin er alltaf uppi undir lofti) og áður en allt er búið stend- ur líka venjulega öll fjölskyld- an í kringum mig með áhyggjusvip, af því þegar hér er komið sögu er ég venjulega byrjaður að bölva talsvert duglega. Þetta er alls ekkert ósvipað því sem maður sér á myndunum úr skurðstofum sjúkrahúsanna þar sem yfir- læknirinn stendur bísperrtur yfir fórnarlambi sínu með tuttugu manna hvítskúraða hjálparsveit sem réttir hon- um kutana, nema ég er samt aldrei með sýklagrímu eins og doktorinn. En mér er alveg fyrirmunað að skrúfa skrúfu þannig að hún lendi á réttum stað. Fjöl- skylda mín sem stendur í kringum mig með lífið í lúk- unum má hverju sinni taka viljann fyrir verkið. Ég hefði átt að vera uppi á steinöld, áður en þeir fundu upp hjól- ið. Ég er algjör fáviti til putt- anna. Og þó. Líklega gæti ég lært að gera við hitadunka. Ég aumkaðist yfir fjölskylduna á dögunum og pantaði við- gerðarmanninn strax þegar stóri hitadunkurinn okkar byrjaði að spýta mórauðu. Hann pjakkaði í ferlíkið með skrúfjárninu sínu og gerði á það gat svo að bunan stóð út á gólfið og sagði: „Það er ónýtt. Þetta verða þrjú hundruð krcnur." Maður vefengir það ekki að þetta með hj artaflutninginn er ugglaust mikið afreksverk, en hefði það nú samt ekki verið ólíkt skemmtilegri frétt í kring- um áramótin ef hungurvof- \>IV £l<S\í> £KKl PRÖPNÖff? unni hefði til dæmis loksins verið bægt frá mannkyninu í stað þess að örfáar manneskj- ur eiga nú kannski að fá víx- ilinn sinn framlengdan um sinn á næstu árum á sama tíma sem milljónir af með- bræðrum þeirra deyja hungur- dauðanum um víða veröld. Svo eru líka fleiri hliðar á þessu máli sem vert er að gefa gaum að, bæði í gamni og alvöru. Ég er hræddur um að ég verði ekkert sérlega blíður á mann- inn næst þegar læknirinn minn nuddar saman höndun- um og spyr ósköp sakleysislega hvernig ég sé fyrir hjartanu. Hvað veit ég nema maðurinn sé að forvitnast um þetta fyr- ir einhvern og einhvern úti 3 bæ sem hafi ágirnd á hjart- anu í mér? Það endar með því að maður þorir ekki að leggjast á spítalann án þess að hafa það skriflegt frá læknunum að þeir steli ekki gangverkinu úr manni. Meira að segja skáld- unum er nú meiri vandi á höndum en áður þegar þau koma að stóru ástarsenunni. Það er liðin tíð að þau geti látið söguhetjuna leggja hönd á hjarta og sverja stúlkutetr- inu eilífan trúnað. Það getur rétt eins verið að dóninn sé að sverja við hjartað úr Hottentotta sunnan úr Bec- húanalandi. Mig langar að síðustu að drepa á þann óhugnanlega möguleika að einræðisherrar verði ódauðlegir; og mér er satt að segja að athuguðu máli rammasta alvara. Það hefur oftar en góðu hófi gegnir vilj- að sannast á þessum herrum að nánast eina góðverkið sem þeir gera um dagana er líka þeirra síðasta verk: nefnilega þegar þeir leggja loksins upp laupana í öllu sínu veldi og eru úr sögunni. Það er eini vonar- neistinn raunalega margra karla og kvenna sem nú gista dýflissur valdaránsmanna að feigðin standi þó við olnboga harðstjórans og brýni ljáinn. Tugþúsundir Sovétmanna ef ekki hundruð þúsunda af borg- urunum austur þar fengu frelsi einungis vegna þess að Jósef Stalín gerði þegnum sín- um loksins þann greiða að leggjast banaleguna og að Beria lögreglustjóri hans (sem hafði samskonar og jafnund- arlegar hugmyndir um uppeld- isgildi Síberíuvistar) var skömmu seinna afgreiddur til sinna heima belgfullur af byssukúlublýi. Það er svona fremur ófrýnileg tilhugsun ef menn af þeirra sauðahúsi eiga nú að geta reist sig upp á oln- bogann í dauðateygjunum í fyrirsjáanlegri framtíð og hvæst framan í liflækna sína: „Fljótir nú að koma með hjartað!" Ég var einmitt að ljúka við að lesa endurminningar Sovét- 50
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.