Samvinnan - 01.02.1968, Blaðsíða 55

Samvinnan - 01.02.1968, Blaðsíða 55
konunnar og kommúnistans Evgeníu Ginzburg sem var ein af fórnarlömbum Stalíns en fékk hvað þeir kalla þarna „uppreisn æru“ eftir dauða hans. Hún var fangi hans eða öryggislögreglu hans í sam- fellt átján ár, frá 1937 til 1955. Maðurinn hennar var hand- tekinn í sömu „hreinsun“ (og hefur ekki spurst til hans síð- an), og hún hvarf á bak við fangelsismúrana frá tveimur kornungum sonum. Hún átti fyrir höndum yfirheyrslur með hótunum og þvingunum (ein aðferðin var sú að varna henni svefns sólarhringum saman), tveggja ára ströng- ustu fangelsisvist í algerri einangrun í klefa úr steini og járni, refsivist í myrkraklefa undir fangelsinu (þar sem hana kól á fæti), fangabúðir og fangavagna járnbrautanna og meira að segja ferðalag í lestinni á fangaskipi, grjót- vinnu og skógarhögg og annað erfiði í illræmdustu þrælkun- arbúðum Síberíu. Ætli gengi mannslífsins og mannhelginn- ar hafi oft orðið lægra á þess- ari öld, þar til Hitler tók að sýna mönnum hvers hann var umkominn? Evgenía Ginzburg var þrítug þegar martröð hennar byrjaði. „Réttarhöldin" sem innsigluðu örlög hennar stóðu í sjö mín- útur! Mikið lán hefði það nú verið fyrir hana og kallmenn- ina og konurnar og jafnvel börnin sem þjáðust með henni ef valdhafarnir þar eystra hefðu viljað vera svo vænir að fara „fyrir tímann“. Vonin um nýjan dag með nýjum valds- mönnum gengur lika eins og rauður þráður gegnum písla- sögu hennar. Því segi ég það að það er ekki óblandin gleði- frétt að þeir séu nú að komast að því marki að geta skipt um mikilvægustu líkamspartana í mönnum eins og gangverkið í spiladós ellegar pokann í kaffi- könnu. Ansi er ég hræddur um að það verði seint hjarta- lag þess hjartasjúka sem sker úr um það hvort hann fær framlengingu á skurðarborð- inu. Ætli það verði ekki valdið og pyngjan? □ □ □ Allskyns ókunnugt fólk held- ur áfram að berja upp á hjá manni og bjóða manni ókeypis aflátsbréf. Það er með himna- ríki í bókum og bæklingum sem það dregur upp úr troð- fullum skjalatöskum. Ég fer alltaf töluvert hjá mér þegar það birtist á tröppunum. Þetta er áreiðanlega einlægt fólk og það vill vel og það hefur séð ljósið. En ljósin sem það held- ur að manni á tröppunum eru í öllum regnbogans litum. Og fólkið með töskurnar getur ekki einu sinni orðið ásátt um það innbyrðis hvað sé fegursta ljósið. Allir ota sínu guðsríki. Ef ég væri nú svo ístöðu- lítill maður að ég tæki trú þessara trúboða hverju sinni sem þeir berja upp á hjá mér, þá mætti ég gera svo vel að kasta trúnni fjórum sinnum á ári. Það er ekkert samræmi í boðskapnum sem fólkið réttir mér í myndskreyttum bókum. Ég yrði að snúast eins og vind- hani á kirkjuturni til þess að þóknast því öllu. Ein bókin seg- ir mér að ég sé ekki hólpinn nema ég trúi á hitt og þetta sem er vandlega tíundað; og í þeirri næstu stendur þvert á móti að ég sé glataður nema ég trúi á allt annað. Líklega ætti fólkið að halda ráðstefnu um sannleikann. Það þýðir ekki nokkum skapaðan hlut að halda að manni ferns- konar sannleika á einu ári. Maður verður bara kaldhæð- inn. Ég hef tekið eftir því að obbinn af fólkinu sem vill snúa okkur til betri vegar (en samt með sínu lagi) er upprunninn í Skandinavíu. Kannski það kunni betur við loftslagið hérna heldur en í myrkviði Suður-Ameríku, og við étum ekki heldur kristniboða. Það kom mér skemmtilega á óvart einu sinni í fyrravor þeg- ar ungfrúin sem trítlaði upp tröppurnar hjá okkur var svona líka lagleg og fallega til- höfð. Ef ég hefði verið yngri, þá hefði ég boðist til að bera skjalatöskuna hennar, af því hún var komin með slagsíðu af burðinum. Ég vil benda trú- boðsfólkinu á að það á þarna mergjað leynivopn. Ung og lagleg trúboðskona getur kristnað tíu kallmenn á með- an gamall og sköllóttur stétt- arbróðir hennar sveitist við að sannfæra einn. Jezabel hefði reynst laundrjúg með trúboða- tösku í fanginu. Það er eftirsjá að ungu stúlkunum sem stóðu einu sinni undir fána Hjálpræðis- hersins á Lækjartorgi. Hann húsvitjar raunar aldrei að ég veit best, en lætur áreiðanlega margt gott af sér leiða hér sem annarsstaðar, þó að það sé hljóðara um hann í blöðunum í meðbyr en mótbyr. Dálítill hópur manna rekur af ein- hverjum ástæðum magnaðan áróður gegn Hernum sem jaðr- ar við ofstæki. Fyrir stríð hélt hann stundum fylktu liði á Torgið með hornaflokk í broddi fylkingar og efndi til útisam- komu. Hvað við krakkarnir dáðumst að stóra manninum með stóru bumbuna! Seinna tók lítill og pervisinn maður við stcru bumbunni þegar fyr- irrennari hans byrjaði að eld- ast. Þá var eins og bumban gengi með manninn. Það er líka eftirsjá að þessum skrúð- göngum af því þær settu sann- arlega svip á bæinn. Það voru slæm skipti þegar kallarnir á kössunum tóku alveg við af Hernum, þó að þeir hafi ef- laust verið allir af vilja gerðir. Herfólkið söng og spilaði og kapteinninn tók ofan kaskeit- ið og fór með guðsorð. Eftir á að hyggja var fyrirliðinn alltaf útlendingur eins og flest- ir trúboðarnir núna. En ýmsir af óbreyttu her- mönnunum voru íslendingar, konur og kallar, líka ungar konur og ungir menn, margir í búningi. Nýliðarnir voru allt- af ósköp feimnir þegar þeir komu fyrst út á götuna í bún- ingi. Hann var líka ólíkt strangari í útliti á þessum ár- um og var ósvikinn her-bún- ingur að allri gerð og lögun. Það var eiginlega eini munur- inn á búningi kalla og kvenna að þær voru í pilsi með ein- kennisjakkanum. Ungu stúlk- urnar voru rjóðar og undirleit- ar þegar þær stóðu á Torginu í fyrsta skipti þar sem allir góndu á þær í hermannatreyj- unni. Fingurnir viídu leita upp í flibbakragann eins og hann væri of þröngur, og eflaust hafa þetta líka verið óþægi- legar flíkur til að byrja með. Mér hefur stundum fundist að eftir því sem kirkjurnar yrðu íburðarmeiri hér hjá okk- ur eítir því hrakaði kristninni í landinu. Getur það sama gilt um herfólkið nú þegar bún- ingur þess gerist veraldlegri? Það er eins og á undanhaldi, það situr í Kastalanum sínum við Uppsalahorn, það er hætt að gera útrás með lúðrablæstri og söng og undir gunnfána. M Hvað sem því líður, þá hefur það áreiðanlega verið hollt fyr- ir guðrækni og góða siði þeg- ar Herinn gekk á Torgið og í röðum hans marséruðu stund- um ungar konur sem jafnvel forhertustu syndaselir Reykja- víkur gáfu hýrt auga. Það er allur munurinn að leita sann- leikans með hjálp fallegrar konu, jafnvel þó að hún sé á svartri treyju. □ □ □ Mennirnir breytast og ís- landssagan með. Þegar Emil utanríkisráðherra kom af ráð- herrafundi í útlandinu skömmu fyrir jól og sjónvarps- maður innti hann frétta, þá upplýsti hann að hann hefði haft griska utanríkisráðherr- ann fyrir „síðu-partner“ eins og hann orðaði það. Þannig leysir Síðu-Partner nú Síðu-Hall af hólmi. 51
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.