Samvinnan - 01.02.1968, Blaðsíða 56

Samvinnan - 01.02.1968, Blaðsíða 56
DA NANG, Vietnam, 8. janúar. (UPI). — Lögreglan réðst í dag inn á markað bœnda og tók hönd- um bœndafólk, um 160 talsins, sem sakað var um að halda uppi andbandarískum orðrœðum. Embcettismenn bandarísku ör- yggisþjónustunnar vöruðu við að markaðurinn, sem áður var gróðr- arstia andstöðu við ríkisstjórnina í Saigon, ólgaði á ný af óánœgju. Vietnamska lögreglan og banda- rískur óryggismálaráðunautur sögðu, að bcendafólkið hefði í frammi mótmœlaaðgerðir gegn bandarískum loftárásum á Norð- ur- og Suður-Vietnam, gegn veru Bandaríkjamanna í Vietnam og áframhaldandi fangelsisvist búddatrúarmanna sem handtekn- ir voru 1966, þegar þeir höfðu forustu i baráttu gegn ríkisstjórn- inni. Allir þeir sem handteknir voru í dag eru konur og börn, að und- anskildum sex aldurhnignum karl- mönnum. Þetta stutta skeyti frétta- ritara bandarísku fréttastof- unnar United Press Inter- national í helztu herstöð Bandaríkjamanna í norður- hluta Suður-Vietnam birtist í bandarískum blöðum skömmu eftir áramótin, og er hér tekið úr International Herald Tri- bune 9. janúar. Þótt fréttin láti ekki mikið yfir sér miðað við mörg önnur tíðindi sem frá Vietnam berast, er hún tölu- 52 VIETNAM LOGAR vert lærdómsrík. Hún ber með sér, að meðal sveitafólksins, sem þennan dag flutti búsaf- urðir á markað, var ekki einn einasti vopnfær karlmaður, og má fara nærri um ástæðuna. En sá hópur kvenna, barna og öldunga, sem markaðinn sótti, var að dómi lögreglunnar og bandarískra ráðunauta henn- ar svo ískyggilegur, að ekki þótti annað fært en sópa fólk- inu með tölu i svartholið, ella þótti viðbúið að ný uppreisn- aralda risi af tali þess. Ríkisstjórnin í Saigon er ekki stjórn þessa fólks, og það lítur ekki á Bandaríkjamenn sem frelsara sína og verndara, þvert á móti er heitasta ósk þess að losna við þá úr landinu, svo eiginmenn, feður og synir geti snúið heim til friðsam- legra starfa og þurfi ekki leng- ur að lifa felulífi skæruliðans, svo þorp þess séu óhult fyrir napalmsprengjum og eldvörp- um útlendinganna, svo akrar þess og aldingarðar fái að gróa í friði fyrir eitri þeirra. Vilji menn gera sér ein- hverja viðhlítandi grein fyrir þeim tíðindum sem orðið hafa í Vietnam síðustu áratugi og enn eru að gerast, verður eink- um að hafa tvennt í huga: Níu Vietnamar af hverjum tíu búa í sveitaþorpum, eða 28 milljónir af 32 milljónum landsmanna. Þessi hlutföll hafa raskazt nokkuð sökum MAGNOS TORFI ÚLAFSSON þess að fólk hefur flæmzt frá heimkynnum sínum í styrjöld- inni í suðurhluta landsins, en sveitafólkið heldur áfram að vera sveitafólk, þótt það sé rekið nauðugt í flóttamanna- búðir eða hrökklist þangað af sjálfsdáðum. Hitt meginatriðið er að þessi bændaþjóð á sér forna, merka og rótgróna þjóðmenningu, og líftaug hennar er óbugandi sjálfstæðisvilji og þrotlaus barátta gegn erlendum yfir- ráðum. Þar kemur engin upp- gjöf til greina, við hvaða ofur- efli sem er að etja og hversu langvinnt sem frelsisstríðið reynist. Vietnamar eiga sér lengri skráða sögu en flestar Evrópu- þjóðir. Ríki þeirra var komið á legg tveim öldum fyrir Krists burð, en hafði ekki staðið nema öld, 'þegar Kínverjar lögðu það undir sig. Vietnamar tileink- uðu sér margt úr verklegri og andlegri menningu Kínverja, en varðveittu þjóðerni sitt í sjálfstæðisbaráttu, sem stóð í rúmlega þúsund ár áður en varanlegur sigur vannst. Kyn- slóð fram af kynslóð hefur vietnömskum börnum verið innrætt aðdáun á hetjunum sem féllu fyrir þjóð sína eða unnu sigra í hennar þágu, orð- stír þeirra lifir enn í dag á vörum fólksins í sögnum og söngvum. Frakkar lögðu Vietnam og nálæg lönd undir sig á síðara helmingi nítjándu aldar. Ein afdrifaríkasta ráðstöfun ný- lenduyfirvaldanna var að taka sameignarland sveitaþorpanna af bændum og fá það höfðingj- um til einkaeignar. Síendur- teknar uppreisnir gegn Frökk- um urðu því jafnframt barátta gegn innlendri stórj arðaeig- endastétt, sem átti forréttindi sín undir vernd erlends valds. Hér er ekki rúm til að greina rækilega frá endalokum franskra yfirráða á því svæði sem Frakkar nefndu Indó- Kina, og náði yfir ríkin Viet- nam, Laos og Kambodsíu. Að- eins skal á það minnt að franska nýlendustjórnin gafst upp baráttulaust fyrir Japön- um, en kommúnistaforinginn Hó Sji Minh varð leiðtogi sjálf- stæðishreyfingar sem Banda- ríkjamenn og Kínverjar styrktu til að halda uppi skæruhernaði gegn japönskum her og frönskum yfirvöldum sem hann studdist við. Alkunna er hversu nýlendu- stríði Frakka í Suðaustur- Asíu lauk með ósigri þeirra við Dien Bien Phu vorið 1954 og friðarsamningi í Genf þá um sumarið. Meginatriði hans var að Vietnam var skipt í tvö herstjórnarsvæði um 17. baug norðurbreiddar, en jafnframt því slegið föstu að landið væri eitt ríki og skyldi það samein- að undir eina stjórn með al-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.