Samvinnan - 01.02.1968, Page 56

Samvinnan - 01.02.1968, Page 56
DA NANG, Vietnam, 8. janúar. (UPI). — Lögreglan réðst í dag inn á markað bœnda og tók hönd- um bœndafólk, um 160 talsins, sem sakað var um að halda uppi andbandarískum orörœðum. Embœttismenn bandarísku ör- yggisþjónustunnar vöruðu við að markaðurinn, sem áður var gróðr- arstía andstöðu við ríkisstjórnina í Saigon, ólgaði á ný af óánœgju. Vietnamska lögreglan og banda- rískur öryggismálaráðunautur sögðu, að bœndafólkið hefði í frammi mótmœlaaðgerðir gegn bandarískum loftárásum á Norð- ur- og Suður-Vietnam, gegn veru Bandaríkjamanna í Vietnam og áframhaldandi fangelsisvist búddatrúarmanna sem handtekn- ir voru 1966, þegar þeir höföu forustu í baráttu gegn ríkisstjórn- inni. Allir þeir sem handteknir voru í dag eru konur og börn, að und- anskildum sex aldurhnignum karl- mönnum. Þetta stutta skeyti frétta- ritara bandarísku fréttastof- unnar United Press Inter- national í helztu herstöð Bandaríkjamanna í norður- hluta Suður-Vietnam birtist í bandarískum blöðum skömmu eftir áramótin, og er hér tekið úr International Herald Tri- bune 9. janúar. Þótt fréttin láti ekki mikið yfir sér miðað við mörg önnur tíðindi sem frá Vietnam berast, er hún tölu- vert lærdómsrík. Hún ber með sér, að meðal sveitafólksins, sem þennan dag flutti búsaf- urðir á markað, var ekki einn einasti vopnfær karlmaður, og má fara nærri um ástæðuna. En sá hópur kvenna, barna og öldunga, sem markaðinn sótti, var að dómi lögreglunnar og bandarískra ráðunauta henn- ar svo ískyggilegur, að ekki þótti annað fært en sópa fólk- inu með tölu í svartholið, ella þótti viðbúið að ný uppreisn- aralda risi af tali þess. Ríkisstjórnin í Saigon er ekki stjórn þessa fólks, og það lítur ekki á Bandaríkjamenn sem frelsara sína og verndara, þvert á móti er heitasta ósk þess að losna við þá úr landinu, svo eiginmenn, feður og synir geti snúið heim til friðsam- legra starfa og þurfi ekki leng- ur að lifa felulífi skæruliðans, svo þorp þess séu óhult fyrir napalmsprengjum og eldvörp- um útlendinganna, svo akrar þess og aldingarðar fái að gróa í friði fyrir eitri þeirra. Vilji menn gera sér ein- hverja viðhlítandi grein fyrir þeim tíðindum sem orðið hafa í Vietnam síðustu áratugi og enn eru að gerast, verður eink- um að hafa tvennt í huga: Níu Vietnamar af hverjum tíu búa í sveitaþorpum, eða 28 milljónir af 32 milljónum landsmanna. Þessi hlutföll hafa raskazt nokkuð sökum VIETNAM LOGAR MAGNÚS TORFI ÓLAFSSON þess að fólk hefur flæmzt frá heimkynnum sínum í styrjöld- inni í suðurhluta landsins, en sveitafólkið heldur áfram að vera sveitafólk, þótt það sé rekið nauðugt í flóttamanna- búðir eða hrökklist þangað af sjálfsdáðum. Hitt meginatriðið er að þessi bændaþjóð á sér forna, merka og rótgróna þjóðmenningu, og líftaug hennar er óbugandi sjálfstæðisvilji og þrotlaus barátta gegn erlendum yfir- ráðum. Þar kemur engin upp- gjöf til greina, við hvaða ofur- efli sem er að etja og hversu langvinnt sem frelsisstríðið reynist. Vietnamar eiga sér lengri skráða sögu en flestar Evrópu- þjóðir. Riki þeirra var komið á legg tveim öldum fyrir Krists burð, en hafði ekki staðið nema öld, þegar Kínverjar lögðu það undir sig. Vietnamar tileink- uðu sér margt úr verklegri og andlegri menningu Kínverja, en varðveittu þjóðerni sitt í sjálfstæðisbaráttu, sem stóð í rúmlega þúsund ár áður en varanlegur sigur vannst. Kyn- slóð fram af kynslóð hefur vietnömskum börnum verið innrætt aðdáun á hetjunum sem féllu fyrir þjóð sína eða unnu sigra í hennar þágu, orð- stír þeirra lifir enn í dag á vörum fólksins í sögnum og söngvum. Frakkar lögðu Vietnam og nálæg lönd undir sig á síðara helmingi nítjándu aldar. Ein afdrifaríkasta ráðstöfun ný- lenduyfirvaldanna var að taka sameignarland sveitaþorpanna af bændum og fá það höfðingj- um til einkaeignar. Siendur- teknar uppreisnir gegn Frökk- um urðu því jafnframt barátta gegn innlendri stórjarðaeig- endastétt, sem átti forréttindi sín undir vernd erlends valds. Hér er ekki rúm til að greina rækilega frá endalokum franskra yfirráða á því svæði sem Frakkar nefndu Indó- Kína, og náði yfir ríkin Viet- nam, Laos og Kambodsíu. Að- eins skal á það minnt að franska nýlendustjórnin gafst upp baráttulaust fyrir Japön- um, en kommúnistaforinginn Hó Sji Minh varð leiðtogi sjálf- stæðishreyfingar sem Banda- ríkjamenn og Kínverjar styrktu til að halda uppi skæruhernaði gegn japönskum her og frönskum yfirvöldum sem hann studdist við. Alkunna er hversu nýlendu- stríði Frakka í Suðaustur- Asíu lauk með ósigri þeirra við Dien Bien Phu vorið 1954 og friðarsamningi í Genf þá um sumarið. Meginatriði hans var að Vietnam var skipt í tvö herstjórnarsvæði um 17. baug norðurbreiddar, en jafnframt því slegið föstu að landið væri eitt ríki og skyldi það samein- að undir eina stjórn með al- 52

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.