Samvinnan - 01.02.1968, Qupperneq 57

Samvinnan - 01.02.1968, Qupperneq 57
mennum kosningum að tveim árum liðnum. Þær kosningar fóru aldrei fram. í stað þess að fram- fylgja Genfarsamningnum að sínum hluta, fóru Frakkar á brott, en skiluðu völdum á herstjórnarsvæði sínu í suður- hluta landsins í hendur inn- lendra málaliða, sem barizt höfðu með þeim gegn sjálf- stæðishreyfingunni. Jafnframt komu Bandaríkjamenn á vett- vang, reiðubúnir að taka við hlutverki Frakka. Síðari ár nýlendustyrjaldar Frakka hafði Bandaríkjastjórn greitt mestallan herkostnað þeirra, og Dulles utanríkisráð- herra Bandaríkjanna urðu það mikil vonbrigði, þegar Frakkar játuðu sig yfirunna. Banda- ríkjamenn sátu friðarráðstefn- una í Genf, en Dulles neitaði að undirrita friðarsamninginn. Á fundi með fréttamönnum í ráðstefnulok sagði hann, að nú skipti öllu máli „að hindra að missir Norður-Vietnams verði til að yfirráð kommúnista breiðist út í Suðaustur-Asíu.“ Fyrsta skref Bandaríkjastjórn- ar til framkvæmdar þeirri stefnu var að virða að vettugi niðurstöðu Genfarráðstefn- unnar að líta bæri á Vietnam sem eitt ríki. í sjöttu grein yfirlýsingar ráðstefnunnar seg- ir: „Hernaðarlega markalínan (mílli Norður- og Suður-Viet- nams er til bráðabirgða, og hana ber á engan hátt að túlka á þann veg að hún myndi pólitísk landamæri." Bandaríkjastjórn tók hins- vegar þá afstöðu, að Vietnam væri skipt í tvö ríki, og studdi valdhafana í Saigon eindregið, þegar þeir neituðu að láta fram fara kosningar til að sameina landshlutana. Eisen- hower þáverandi forseti skýr- ir svo frá ástæðunni á 372. blaðsíðu í Mandate for Change, öðru bindi endurminninga sinna frá forsetaárunum: „Ég hef aldrei rætt né átt bréfa- skipti við nokkurn mann kunn- ugan málum í Vietnam, sem ekki var þeirrar skoðunar, að hefðu kosningar farið fram myndu máske 80% þjóðarinnar hafa greitt kommúnistanum Hó Sji Minh atkvæði." Um leið og Bandaríkjamenn tóku við af Frökkum í Suður- Vietnam, var leppi Frakka, Bao Dai fyrrverandi keisara- nefnu, ýtt til hliðar, en við tók Ngo Dinh Diem, sem Bandaríkjamenn töldu að unnt yrði að gera að mótvægi gegn þjóðhetjunni Hó Sji Minh, vegna þess að hann hafði á sínum tíma neitað að ganga erinda Frakka. Það var Diem sem þverskallaðist við öllum kröfum stjórnarinnar í Hanoi um að landið yrði sameinað með kosningum eins og Genf- arsáttmálinn mælti fyrir um. Hann lét ekki þar við sitja, heldur hóf skipulagðar ofsókn- ir gegn liðsmönnum sjálf- stæðishreyfingarinnar Viet Minh, sem ekki höfðu viljað yfirgefa heimkynni sín og halda norður á bóginn, þegar hreyfingin tók við völdum norðan 17. breiddarbaugs. Jafnframt gerði Diem, sem var af gamalli höfðingjaætt, ráð- stafanir til að ónýta endur- gjaldslausa skiptingu stór- jarðeigna milli leiguliða, sem yfirvöld Viet Minh höfðu framkvæmt á yfirráðasvæðum sínum meðan stríðið við Frakka stóð. Skæruhernaður- inn sem nú hófst á ný átti sér því bæði pólitískar og fé- lagslegar rætur. Gamlir liðs- menn Viet Minh gripu auðvit- að til vopna, þegar við þeim blasti að öðrum kosti líflát eða fangabúðavist, og þeir áttu ekki erfitt með að tryggja sér stuðning sveitaalþýðu, sem óttaðist að verða svipt ný- fengnu jarðnæði, eða verða ella að standa fyrri eigendum skil á margra ára landsskuld. Þannig hófst styrjöldin í Suður-Vietnam sem enn stend- ur. Hinn nýi skæruher, sem þar tók að myndast fyrir áratug, leitaði að sjálfsögðu liðsinnis hjá gömlum vopnabræðrum í norðurhluta landsins, en fékk dræmar undirtektir í fyrstu. Stjórnin í Hanoi fylgdi þeirri stefnu að revna að knýja fram efndir á Genfarsáttmálanum eftir milliríkjaleiðum, og það var ekki fyrr en 1960 að hún gaf upp alla von um að það tækist. Þá var komin á lagg- irnar í Suður-Vietnam Þjóð- frelsisfylkingin, sem samein- aði dreifðar skæruliðasveitir í einn skæruher og tók að sér yfirstjórn baráttunnar. Þjóðfrelsisfylkingin fékk því til leiðar komið að stjórnin í Hanoi ýtti undir menn frá Suður-Vietnam, sem farið höfðu norður á bóginn 1954, að hverfa aftur heim til átt- haganna að taka þátt í hinni nýju baráttu. Jafnframt tók hún við nýliðum að sunnan til þjálfunar, og lagði til lyf og aðrar vandfengnar nauðsynjar. Vopna aflaði nýi skæruherinn sér að mestu sjálfur í árás- um á vopnabúr andstæðing- anna og með því að kaupa þau á svörtum markaði. Bandaríkjamenn undu bráð- an bug að því að þjálfa og vopna fjölmennan her fyrir stjórn Diems, en þegar á reyndi kom í Ijós að hann kom að litlu haldi gegn skærulið- um. Bandarísku hernaðarráðu- nautarnir í Saigon höfðu gert sér í hugarlund að mest hætta stafaði af innrás að norðan með hefðbundnum hætti, og þjálfað her Diems og búið vopnum til að mæta henni. Skriðdrekar, brynvarðir bílar og þungar fallbyssur bundu hann við vegi, en hann var gagnslaus gegn skæruliðasveit- um sem höfðust við í frum- skfgum eða á hrísgrjónaekr- um. Lengi vel vildu banda- rísku hershöfðingjarnir ekki viðurkenna mistök sín, og töldu allt fengið ef nógu marg- ir bandarískir hernaðarráðu- nautar væru til taks að leið- beina liðsforingjum suðurviet- namska hersins. Var því hern- aðarráðunautunum fjölgað smátt og smátt upp í 10.000 og flugsveitir sendar á vettvang, en látið heita svo að Banda- ríkjamennirnir tækju ekki beinan þátt í bardögum. Meðan skæruliðar sóttu í sig veðrið úti í landsbyggðinni, gerðist stjórn Diems í Saigon æ harðneskjulegri. Eftir að uppreisn brauzt út í hernum 1961, safnaði forsetinn öllum völdum í hendur nokkurra nánustu ættmenna sinna og skylduliðs. Loks kom að því haustið 1963 að Bandaríkja- menn slepptu hendinni af skjólstæðingi sinum, og tóku þá herforingjar hann og drápu ásamt bróður hans, yfirmanni leynilögreglunnar. Hófst nú ringulreið í Saigon, hver her- foringjaklíkan tók við af ann- arri, sumar héngu við völd fáa daga, aðrar entust nokkra mánuði. Ljóst var að stjórn- arkerfið allt var gegnrotið og Síðan Vietnamstríðið hófst hefur napalmið verið „bœtt" með því að blanda í það pólístíren, svo það loði betur við húð fórnarlambanna. 53
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Samvinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.