Samvinnan - 01.02.1968, Blaðsíða 59

Samvinnan - 01.02.1968, Blaðsíða 59
„Oftar en einu sinni he/ur það komið jyrir að grunaður Vietkongmaður er eftir yjirheyrslu dreginn á eftir brynvagni . . . Þetta leiðir œvinlega til dauða á einhvern hinn kvalafyllsta hátt." (Malcolm Browne, fréttaritari Associated Press í Suður-Vietnam, í bök sinni „The New Face of War.") frelsisfylkingarinnar, má vel vera að af sigri skæruliða leiði að allt Vietnam komist undir stjórn kommúnista. En það væri þá ekki annað en fyrir- sjáanlegt var 1954, væri frið- arsamningurinn sem þá var gerður framkvæmdur. Komm- únistar höfðu frá öndverðu forustuna í frelsisstríðinu gegn Frökkum og héldu þannig á málum að sigur vannst. Þeir hafa unnið fylgi bænda, sem eru yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar. Andstaðan gegn kommúnistum kemur einkum frá yfirstéttinni í borgunum, en samvinna við erlenda drottnara hefur rúið hana áliti, og hún er svo fámenn að óstudd má hún sín lítils. Þegar öllum málalengingum sleppir, stafar stríðið í Viet- nam af því að Bandaríkja- stjórn vill ekki viðurkenna að þjóð hafi rétt til að fela komm- únistum forustu fyrir málum sínum. Heldur en það gerist er efnt til ófriðar sem stappar nærri þjóðarmorði. Enginn vafi er á að hefðu Bandaríkja- menn ekki skorizt í leikinn, væri sigur Þjóðfrelsisfylking- arinnar í Suður-Vietnam fyr- ir löngu alger. Ríkisstjórnir herforingjanna í Saigon reyn- ast hver annarri spilltari og duglausari, en til að halda þeim við völd er landið eytt með báli og brandi af full- komnustu tækni sem mesta herveldi heims ræður yfir. Alkunna er hvílíku róti Vietnamstríðið hefur valdið í Bandaríkjunum. í fyrsta skipti í sögu þeirra hefur styrjöld við útlendinga orðið til að kljúfa þjóðina í stað þess að sam- eina hana. Ungir menn neita unnvörpum að gegna herþjón- ustu. Ráðherrar þora ekki leng- ur að láta sjá sig í háskólun- um af ótta við stúdentaupp- þot. Til dæmis um afstöðu manna í Vestur-Evrópu skal hér að lokum tilfærður kafli úr grein eftir Rudolf Augstein, útgefanda vestur-þýzka viku- ritsins Der Spiegel, sem ævin- lega hefur verið hliðhollt Bandaríkjamönnum. Nú segir Augstein í áramótahefti blaðs sins: i „Svona hefur heimurinn breytzt. Það sem kommúnistar hafa ætíð haldið fram, án þess að við tryðum þeim, hefur reynzt rétt (og var því rétt frá öndverðu?): Kapítalistinn, sem hefur sterkari aðstöðu, skirrist jafn lítt við að fremja hverskonar illvirki og hinn byltingarsinnaði og því fyrir- fram veikari kommúnisti. í baráttunni milli austurs og vesturs er ekkert glæpur. Sá sem lagði trúnað á siðgæðis- yfirburði vestrænna ríkja var kjáni. Þegar i harðbakkann slær reynast þeir hræsni. Já, við vorum kjánar. Ekkert úrræði er svo svívirðilegt, að kapítalistarnir vilji neita sér um það, þegar þeir sjá aðstöðu sinni ógnað. Sigur Vietkongs hefði að líkindum í för með sér sigur kommúnista í Laos og Kambodsíu og máske víðar, og fyrir þá sök skal landið fyrr brennt og bælt, herfilegar en Þýzkaland í þrjátíu ára stríð- inu. Að því er ekki spurt, hvort vera mætti að Vietkong veitti landinu betri stjórn en nokk- ur önnur hugsanleg samsteypa. í kúrekakvikmyndunum berst góði sériffinn ekki í sína eigin þágu. En þessi heims- sériffi lemur heilar þjóðir í klessu, og til — ja, hvers? Til þess að tryggja sér markaði í Asíu? Til að bæla niður bylt- ingarólguna í Rómönsku Ameríku? Til að skjóta Kína skelk í bringu? Til að undir- búa lokabaráttuna gegn Kína? Hver kosturinn öðrum afskap- legri. Viðhorf Evrópu til kommúnismans mun breytast, ef ofbeldi- bandaríska frum- byggjasamfélagsins út á við reynist meira en augnabliks æðiskast." Magnús T. Ólafsson. 55
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.