Samvinnan - 01.02.1968, Blaðsíða 60

Samvinnan - 01.02.1968, Blaðsíða 60
MATTHÍAS JOHANNESSEN Sóley Blátær niðandi lækur hvísluð orð hrauns og mosa af heiðum. Sóley, hlustandi þögul bylgjast í túni, nýútsprungið bros eftir langan ásjónukaldan vetur. Fífill Hvar hefur þú verið í vetur? Nú fer kliður um trén, grænt lauf slítur af sér fjötra vetrar og frosta. Ég sé gul augu þín gægjast undan kirkjugarðsveggnum. Nú er vor. Surtsey Við höfum séð eld af hafsbotni slá vafurlogum himin og jörð, séð ey rísa úr sæ svarta af ösku og auðn lýsandi loga, séð orð þitt í verki. Kveðja Kyrrðin er djúp þegar kvölda fer. Það er kallað og spurt um kvíðann sem nagar skóginn í brjósti mér. Kyrrðin er djúp þegar kvölda fer. Ég sé hvernig laufið er farið að hrynja og fjúka af greinum þér. Kyrrðin er djúp þegar kvölda fer. Undir haust Við erum grænt lauf og fuglar syngja á ilmandi greinum þeyrinn leikur á hörpu í hjarta okkar og við erum glöðustu laufin á trjánum. En svo undir haust þegar sólin lækkar flugið og við föllum til moldar kemur dauðinn ber okkur burt undir þykkum skósólum. Og sumarið kveður með söknuði skóginn sem syngur í brjósti mér. Mold Augu þín voru ekki speglar heldur dökkbrún mold, ég snerti hana ósýnilegum fingrum djúpristum plógi, sem grófst inn í hjarta þitt. 56
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.