Samvinnan - 01.02.1968, Page 62

Samvinnan - 01.02.1968, Page 62
sögn, sem þó var jafnrík nauðsyn á því sviði og stafrófið fyrir þann sem vildi verða læs. Hver einstaklingur hefir því orðið að treysta á dómgreind sjálfs sín eða vina sinna, þegar val hans fór fram við þennan algjöra skort á þroskuðu list- mati. Margur leysir jafnvel vandann með því að kaupa mynd í hæfilegri stærð á hina ýmsu veggi og þá í samræmi við lit veggjarins og lit áklæðisins á hús- gögnunum og jafnvel lit gólfteppisins. Ágætt dæmi um rangan skilning á málverkum eru húsgagnaverzlanir, sem hafa tekið eftir þessu og ýtt undir það. Eigendur þeirra hafa veitt því athygli, að óhlutlæg málverk fara oft vel við ný- móðins húsgögn og eru auk þess vænleg til að lífga upp húsakynni verzlana þeirra. Þeir hafa því margir fengið lán- aðar myndir hjá málurum til að prýða með verzlanir sínar, og sömu málverkin hanga svo e. t. v. uppi árum saman. Þeir eru fyrst og fremst að þjóna fyrir- tæki sínu en ekki málaranum, því að gott málverk ristir miklu dýpra en að vera hentugt augnagaman og tónn í sinfóníu smekklegrar innréttingar. Er hér um það að ræða að myndlistin er tekin í þjónustu iðnaðarvarnings og fær þá oft ósjálfrátt svip af iðnaði og er því um neikvæða af- stöðu til málverksins að ræða. En hafi húsgagnaverzlun sýningar á verkum listamanna eða ef verzlunin á þessi verk, snýst dæmið við. En svo lengi sem mál- verkin þjóna hlutunum sem til sýnis eru sem upplífgandi bakgrunnur þjóna þau húsgögnunum, og eru þá neikvæð aug- lýsing fyrir málarann. Málarinn verður að eiga til reisn og ekki lána myndir sínar ókeypis sem auglýsingu fyrir ann- arra vöru, því kaupmaðurinn er fyrst og fremst að auglýsa eigin vörur. Ef kaup- maður vill fá verk listamanns, getur hann borgað verkið eða fengið það lánað fyrir ákveðna þóknun. Stritandi lista- mönnum ber engin skylda til að auglýsa vörur annarra. Sannur listunnandi kaup- ir málverk, sem honum fellur í geð, vegna þess einfaldlega að hann vill eignast það án tillits til hvort það kunni að fara vel í híbýlum hans. Alltaf má koma hlut- unum svo fyrir, að gott málverk njóti sín, t. d. með því að skipta um lit á vegg, setja teppi á sófann ef litur hans trufl- ar. Umhverfið á að þjóna góðu málverki en ekki öfugt. Gildi málverks ákvarðast ekki af umhverfi þess eða hlutunum í kringum það. Hin merkilega sýning á málverkum Þórarins B. Þorlákssonar í Listasafni íslands sýndi fram á, að ís- lendingar hafa lítið kunnað að fara með málverk til þessa eða meta þau að verð- leikum, því ásigkomulag margra mál- verkanna var merkilega bágborið. Sum málverkanna höfðu fengið fleiri en eitt gat um dagana, og stór rifa á einu mál- verkanna var límd saman með hefti- plástri! Það er oft vonleysislega erfitt verk að útskýra fyrir fólki í hverju gildi málverka er fólgið — að frjótt og auðugt hug- myndaflug, sköpunarkraftur og næm tilfinning fyrir eðli forma, lita og lína hefir óendanlega miklu meira að segja en snotur eftirlíking — að t. d. gömlu meistararnir notuðu sjónhverfingar í málverkum sínum og því sé ekki um algjöran natúralisma að ræða, að alla fyrrgreinda kosti megi finna í verkum þeirra og að þar felist það, sem gefur verkum þeirra gildi, en ekki í frásögninni. Lægsta stig mats á gildi mynda er óefað viðmiðun við það, í hve miklum mæli hluturinn líkist fyrirmyndinni á yfirborð- inu, án þess að taka tillit til annarra eðl- iskosta myndarinnar. Næmur nemandi í myndlistarskóla og opinn fyrir hlutun- um uppgötvar þetta fljótlega af sjálfu sér, og sama er að segja um fólk sem kynnir sér hlutina opnum augum. Það þarf ekki síður að kenna fólki að horfa á myndir en að synda eða eitthvað hlið- Trérista eftir Jens Kristleifsson. stætt. Fólk horfir á svo margt í kringum sig, en sér ekki. Það er námsgrein út af fyrir sig að kenna fólki að sjá hlutina í kringum sig, uppgötva þá og þjálfa form- kennd sína. Alltof margir ganga í gegn- um lífið með heilbrigð skilningarvit án þess að kunna að notfæra sér þau; er þá jafnvel betra að vera án einhvers þeirra og halda vöku fyrir því sem lifir og hrærist í kringum þá. Ég get ekki stillt mig um að vitna í Goethe um þennan merkilega hlut, aug- að; að vísu er tilvitnunin á sænsku, en svo auðveldri og blæfagurri að ég tel óþarft að snúa henni á íslenzku: „Ögat er Ifusets sista högsta resultat i den organiska kroppen. Ögat som skapelse av Ifuset utrattar allt som Ifuset sjdlvt kan utratta. Ljuset överlamnar det syhbara till ögat, ögat överlamnar det till hela manniskan. Örat er stumt, munnen döv, men ögat förnimmer och talar. Dari speglar sig vdrlden utifrán, manniskan inifrán. Dets inres helhet fullándas genom ögat.“ Tregða íslenzkra myndlistarmanna til að vinna heilshugar að félagsmálum, nema það sé þeim persónulega í hag, er athyglisvert fyrirbæri. En þegar í valda- stöðu er komið reynast þeir aftur á móti fastir fyrir. Sá hópur sem til valda kemst sér einungis sína menn og gengur jafn- vel í veg fyrir stéttarbræður sina af öðru sauðahúsi. En missi hópurinn völd, er félagshyggjan horfin og harðvítug and- staða vakin gegn þeim er við taka. Þessi staðreynd um félagsmál er uggvænleg og andstæð á torsóttri leið leitandi lista- manna, sem helzt vænta fótfestu innan sinna vébanda. Ekki verður um það villzt, að hcpur um þá eldri hefur haslað sér völlinn og ber að meta rétt styrk þeirra og stöðu, en innilokun á sviði lista fær aldrei staðizt. Þegar þessir virðulegu Ustamenn láta hafa eitthvað eftir sér um sumt af hinu nýjasta í málaralist, 68

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.