Samvinnan - 01.02.1968, Blaðsíða 63

Samvinnan - 01.02.1968, Blaðsíða 63
t. d. pop, op, nýreaiisma o. fl., má stuná- um greinilega heyra bergmál af því, sem eldri málarar sögðu um þá góðu menn, þegar þeir komu fyrst fram. Þeir stikuðu á sýningar með dóminn í vasanum — nákvæmlega með sama hætti og þeir sjálfir töldu að menn ættu ekki að gera þegar þeir sjálfir komu fram á sjónar- sviðið — heldur að vera með móttöku- tækið í lagi. Lögmálið segir þó að hver stefna eigi sitt blómaskeið, ris og fall, en eftir standi áhrifin, og alkunna er að hinir ágætustu og djörfustu myndlistarmenn hika ekki við að hagnýta það í listformum fyrir- rennara sinna, sem þeir álíta að frjóvgi list þeirra. Nú þegar má sjá áhrif frá fyrrnefndum stefnum í margri mynd í verkum listamanna, sem annars teljast ekki aðhyllast þessar stefnur. Að svo komnu munu þó sumir þeirra hafa við- urkennt eitt og annað í nýsköpuninni — nákvæmlega eins og fyrirrennarar þeirra sáu ýmsa ljósa punkta hjá þeim sjálfum, þrátt fyrir allt. Hér kemur það fram að einangrunin virðist koma mönnum úr sambandi við eðlilega þróun á víðari svið- um, þó menn viðurkenni kannski alls ekki þá staðreynd. Segja má að þetta sé þátt- ur í mannlegu eðli og er rétt, en lista- maðurinn má ekki staðna í skoðana- myndun sinni, því þá er hann orðinn neikvæður, hversu jákvæður sem hann var áður. Enginn skyldi ætla að ég sé hér að halda því fram, að myndlistar- mönnum sé skylt að apa allt ómelt, sem fram kemur erlendis. Það sem mér finnst máli skipta er að þeir séu opnir og for- dæmi ekki — heldur reyni að skilja og meta. Menn geta haldið áfram sinni stefnu í list, þó að þeir fordæmi ekki gildi hins nýja, og mega ekki nota áhrif sín til þess að spyrna fæti við því, sem við tekur. Maður hefur lúmskan grun um, að þeir álíti yngri menn ekki of góða til að nema við fótskör þeirra líkt og fjölmargir álíta enn í dag að listamenn, sem komu á eftir Ásgrími, Jóni Stefáns- syni og Kjarval, hefðu ekki verið of góðir til að gerast vasaútgáfur þeirra. Sýningarnefndir undanfarinna ára, þar sem einlitur hópur var einráður, hafa gert sig sekar um svo áberandi hlut- drægni í vali mynda, að lengra verður vart gengið. Um öll Norðurlönd er sam- tökum málara kunnugt um þessa hlut- drægni og hefir lengi verið, og hefir þetta orðið okkur til álitshnekkis og list okkar í heild, þó eigi hafi komið fram opinberlega að marki fyrr en á Norrænu sýningunni í Stokkhólmi í haust, þegar upp úr sauð svo eftir var tekið um öll Norðurlönd (sjá úrklippu). Ekki hafa listamenn látið sér þetta að kenningu verða, heldur að mestu endurkjörið í sýningarnefnd þá, sem verk sín völdu á fyrrnefnda sýningu — nýjum viðhorfum ekki hleypt að. Ef sagan skyldi eiga eftir að endurtaka sig og almenn óánægja sýður upp úr, sem ég vona þó ekki, hvort skyldi þá ekki Norræna listabandalagið standa með hinum nýju eins og fyrra skiptið — menn dauðfegnir að sjá ný andlit í hinum jafnan þunnskipaða hópi frá fslandi, þar sem meirihluti sýningar- nefndar var mættur, eins og blöðin orð- uðu það í Stokkhólmi? Það orkar ekki tvímælis að breyta þarf viðhorfum til vals í sýningarnefndir framtíðarinnar. Það þurfa að komast að fleiri viðhorf, og þær þurfa meira aðhald — oftar verði skipt um menn, útilokað sé að menn geti orðið þar mosavaxnir og skáki verkum sínum á alla beztu staði sýninganna og jafnframt þeim stærstu, sjáandi ekki annað en sinn eigin ljóma. Rúmleysi er um kennt gagnvart öðrum, sem ráðlagt er að senda einungis smærri myndir. Þetta er að setjast niður og ein- blína á sinn eigin nafla. íslendingar gátu greinilega fylgzt með þessari hlutdrægni á tveim sýningum í Listasafni íslands fyrir fáum árum, Norrænu sýningunni og Listahátíðarsýn- ingunni, þar sem beztu veggirnir báru uppi blóma sýningarnefndarinnar og fylgifiska hennar. Vitaskuld voru þó ekki allir sama marki brenndir. Sumir málarar senda ekki inn myndir til sýn- ingarnefndar, en verða þó sárgramir ef hún gengur fram hjá þeim. Jafnvel þarf sýningarnefnd að koma knékrjúpandi til þeirra biðjandi um myndir. Slíkur hugs- unarháttur er alrangur, og er ég ekki grunlaus um að sýningarnefnd fyrri ára eigi sök á þessu; gerir þetta sýningar- nefndir hérumbil óstarfhæfar. Sýningar- nefnd þarf að hressa upp á virðingu sína og málarar verða að hafa trygg- ingu fyrir því að mörg sjónarmið séu ríkjandi innan hennar. Fyrr munu sýn- ingarnefndir ekki gegna hlutverki sínu á breiðum grundvelli. Vafalítið er það mjög vanþakklátt verk að starfa í sýningarnefnd, en hér hefir verið gengið of langt. Ég vil í þessu sambandi einnig vekja athygli á framkominni tregðu til birt- ingar listdóma, sem fram komu um sýn- ingar erlendis. Þetta á einkum við ef dómarnir eru ekki alhliða jákvæðir og einhverjir óttast að birting muni skaða þá, og draga þeir þá aðeins fram já- kvæðar setningar sem slegið er stórt upp á síðum blaða hér. Ekki hafa þeir, sem fengið hafa að fljóta með af einskærri náð til að hressa upp á lýðræðið, fengið lakari dóma en aðrir, og þó var stund- um sem jákvæðir dómar um þá væru frekar óvelkomnir og þeim varla í hag við val á næstu sýningar, þó annað hefði mátt teljast eðlilegra. Þroskaðir lista- menn eiga að þola gagnrýni hvaðan sem hún kemur — óréttmæt gagnrýni getur einnig haft þýðingu fyrir listamenn, þess vegna er rétt að hún fái einnig að koma fram. Nokkrir komungir listamenn hafa ný- lega stofnað með sér félag, sem þeir nefna S.Ú.M. Ef til vill er hér fyrsti vísirinn að mótvægi gegn hinum eldri. Þó eru þessir menn nokkuð fálmandi líkt og stefnuskrá vanti og fullir af sjálf- birgingi, svo sem títt er um unga menn, kappsfulla og óreynda. Þeir virðast vilja fara sínar eigin leiðir í félagsmálum og ekki ganga í aðalfélagið (F.Í.M) nema sem heild. Hér er enn eitt dæmi um skort á rökvísi. Einhversstaðar verða að verá takmörk fyrir því, hverjir teknir eru í félagið. Félagslög ákveða, að meirihluti atkvæða á aðalfundi ráði um upptöku nýrra félagsmanna, og fram hjá þeim lögum verður ekki gengið. Kemur hér fram hve skilnings er vant í uppbygg- ingu heildarsamtaka og undirstöðu félagslegs lýðræðis. Fráleitt er að ágirn- ast á þennan hátt áhrif innan félagsins og gagnstætt eðli og tilgangi samtak- anna, þar sem málefnaleg túlkun er hið eina löglega vopn. Þessu vopni eiga hinir ungu listamenn að beita innan F.Í.M., þegar þeir fá aðstöðu til, og koma til Ett undantag finns: Island. Den eamlingen har en gemensam háll- ning, kanske delvis beroende pá att hálften aV jurymedlemmarna samtidigt ár utstállare. Dár káp- ner man nárvaron • av ‘eh grupp.' Medlemmarna i den skulle kunna graderas inbördes efter estetiska prestatiöner, eftersom de har en gemensam bas. Men det ár ett konstaterande som inte ár posi- tivt. Basen ár ett ytdekorativt sy- stem, som svepte fram frán Paris 'mder första hálften av 50-talet. Mu tycks det bara florera pá Is- .and, alltsá. Úrklippa úr sœnsku blaði. liðs við frjálslynd öfl í þeim hópi. Æsk- an er bráðlát á hlutina í dag, en fulllangt gengur, þegar menn bindast samtökum gegn félaginu, ef þeir fá ekki strax til- skilin réttindi. Það er sterkara að hópar myndist innan félagsins sem vinni að hagsmunum sínum, jafnvel þótt þeir séu í minnihluta, en að félög séu stofnuð gegn heildarsamtökunum — meirihlut- inn yrði þá jafnan að taka tillit til slíkra hópa. Ég vil líka nefna það félag er tek- ið hefir traustataki aðalnafn heildar- samtakanna, jafnvel þótt innan þess séu fleiri fálmandi fiktarar við liti og form en alvarlegir myndlistarmenn (Mynd- listarfélagið). Það er stutt í botninn þeg- ar fátæktin er svo yfirþyrmandi, að menn þurfa að taka nöfn annarra félaga traustataki til að rugla og villa á sér heimildir, því þráfaldlega rekur maður sig óþægilega á, að almenningur gerir ekki greinarmun á þessum tveim mjög svo ólíku félögum. Þá jaðrar það við til- ræði við íslenzka myndlist og er enda henni til skaða að opna sýningu í menn- ingarborgum erlendis undir heitinu „ís- lenzk myndlist í dag og í gær.“ Skelfi- lega fá frændur vorir, Germanir, ranga hugmynd um íslenzka myndlist í dag, jafnvel þótt nokkrir látnir utanfélags- menn hafi verið fengnir að láni. Höfuð- borg sambandslýðveldisins á skilið að fá sterka sýningu frá íslandi, en ekki fé- lagssýningu er siglir undir fölsku flaggi. Ósköp er sú árátta margra íslendinga lágkúruleg að þora ekki að koma til dyra eins og þeir eru klæddir. Það er orðin mikil breyting á hlutun- um á þeim rúma áratug sem er liðinn síðan ég var tekinn inn í þetta félag, sem 59
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.