Samvinnan - 01.02.1968, Qupperneq 67

Samvinnan - 01.02.1968, Qupperneq 67
greinir. Hví skyldum við ekki geta eign- azt nafntogaðan myndlistarskóla, sem væri lyftistöng allri myndlistarmenn- ingu í landinu? Myndlist í strjálbýlinu Löngu áður en nokkuð er ráðið um framkvæmdir varðandi Listasafn íslands, er komið fram frumvarp á Alþingi um listasöfn úti á landsbyggðinni. Er það harla torskilið að þingmenn skuli ekki sameinast um að ýta við framkvæmdum varðandi aðalsafnið áður en slík frum- vörp koma fram. Er því likast sem það sé orðin nokkurskonar íþrótt að semja frumvörp um listir, sem eru svo jafn- harðan felld eða samþykkt í eilífðar- nefndir. Sú nýjung er nú komin fram erlendis að framleiða sérstaka tegund bíla, sem flytja listaverk á öruggan hátt á milli staða. Þarf einungis að stinga listaverkunum umbúðalaust inn í bíl- inn. Allt erfiði í sambandi við innpökk- un, sem bæði er dýr og mjög vandasöm, er úr sögunni; aðeins þarf að skorða myndirnar á réttan hátt. Væri ekki hagkvæmara að leggja lítinn pening í einn slíkan bíl, sem flytti verk á milli staða innanlands, sífellt ný og ný verk, og sýna verkin í hinum veglegu félags- heimilum, heldur en að fara að hrófla upp söfnum víðsvegar. Að sjálfsögðu eiga landsmenn allir jafnar kröfur á að kynn- ast góðri list, það er hafið yfir allar deilur, en ekki er sama hvernig að því er staðið. Varðandi almenna listfræðslu og vegna einangrunar væri athugandi að gefa þeim, sem skrifa um list, kost á því að viða að sér greinum um sýningar, söfn og merkilega áfanga á sviði lista í heim- inum í líkum mæli og starfsbræður þeirra ytra gera, en þeir eru óspart sendir á listaþing um alla Evrópu og víðar. En vegalengdir eru meiri fyrir okkur og því dýrara fyrir blöðin hér að kosta slíkar ferðir jafnframt því að þau hafa úr minna að spila en erlend stór- blöð. Hér gætu flugfélögin e. t. v. komið til móts við blöðin, auk þess sem aðrar leiðir mætti finna. Hefi ég tekið eftir að greinar um stór myndlistarþing eru vel þegnar sem blaðalesmál og þykja jafnan fróðlegar. Listsýning í sambandi við heimssýninguna í Montreal var t. d. stórmerkileg, og er leitt að enginn skyldi gera þeirri sýningu þau skil sem íslenzk- ir blaðalesendur hefðu átt skilið. Einmitt slíkar sýningar á verkum, sem eru ann- ars dreifð um alla jarðkringluna, hafa ómetanlegt gildi. íslenzka deildin hlaut ekki heldur þann skilning heima fyrir sem hún verðskuldaði. Blöðin hömpuðu um of ummælum ómenntaðs fólks, sem ekki skildi og ekki vildi skilja, en sóttu ekki álit til þeirra er víðari yfirsýn hafa. Rithöfundar og myndlist Það er ekki ótítt að rithöfundar skrifi um myndlist, en sjaldnar að mynd- listarmenn skrifi um rithöfunda. Marg- ir myndlistarmenn eru þó vel penna- færir, enda margir þeirra vel menntaðir, hafa víða komið og mikið þurft að sækja í sinn mal. Sumir eru einnig ágætlega lesnir þótt þeir raupi ekki af bókmennt- um, og þeir fella sig ekki við bókmennta- lega frásögn í myndlist. Sumir okkar beztu rithöfunda hafa framið afleit glappaskot þegar þeir hugðust skilgreina myndiist, þó þeir viðurkenndu seinna villu sína — við getum tekið sem dæmi velskrifaðan kafla í Alþýðubók Laxness, en það voru ungæðisskrif sem Laxness var nógu stór til að endurskoða síðar meir. Bók kom út fyrir nokkrum árum, sem nefndist Steinar og sterkir litir, en það voru viðtöl við 16 málara. Sú bók var ágæt kennslubók um það, hvernig ekki eigi að skrifa um málara, með örfáum undantekningum. Stundum var líkast því sem rithöfundarnir væru að kaffæra myndlistina i stíltilraunum sínum og sjálfskennd. í stað þess að sökkva sér niður í líf málarans og tilveru og vera hlutlausir að baki — hagnýta sér sér- staka framsögu og frásagnarhátt sögu- mannsins sem er fyrsta boðorð góðra rit- höfunda — fylltu þeir bókina af skáld- legum þvættingi sem kom málurunum og list þeirra litið við. Þá er hástemmd lýs- ing rithöfunda á snilld og getu sumra listamanna hrein óskhyggja og hefir öf- ugar verkanir við það sem ætlazt var til. Rithöfundur sem skrifar bók um verk og ævi myndlistarmanns á fyrst og fremst að halda sig við efnið, koma niður úr skýjunum og kyngja sem mest eigin sjálfi. Þá virðast ýmsir rithöfundar ekki sjá nógu mikla ádeilu í verkum myndlistar- manna; þeir sakna þar fyrst og fremst bókmenntanna. Þeir virðast ekki skilja, að nýtt tjáningarform er í sjálfu sér fyrir listamanninn bylting sem snert- ir hann og umhverfið. Það þarf aftur á móti ekki að koma myndlistinni neitt við þó að einhverjir teikni og máli ádeilu á stríðsrekstur eða borgaralegar dyggð- ir, ekki svo lengi sem hlutirnir eru utan listræns búnings. Þá finnst rithöfundum vegur okkar listmálara svo greiðfær og láta það gjarnan berast, að það sé kannski eina listgreinin sem unnt sé að hafa framfærslu af hér á landi. Mættu þeir kynna sér þessi mál betur, einkum útgjöld listmálarans, sem hefur aflað sér sæmilegra vinnuskilyrða í leiguhús- næði eftir kannski margra ára vinnu- stofuhrak; það þarf vissulega góða sölu til að standa straum af því. Rithöfund- ar þurfa einungis ritblý og blað við vinnu sína, en við málarar þurfum auk vinnustofu liti, léreft og hverskonar hjálpartæki önnur. Ég segi annars bar- lómi og þeirri smáborgaralegu áráttu listamanna að slá sig til riddara á kostn- að annarra listgreina stríð á hendur. Listamannalaun Listamannalaun í núverandi búningi eru sennilega séríslenzkt fyrirbæri, því þetta eru skattskyld laun, en ekki styrk- ur, og raunar oft vandséð hvað verið er að launa. Löngu er kominn tími til að aðgreina skapandi og túlkandi listir. Menn virðast hækka á launastiganum eftir aldri samtvæmt embættismanna- reglunni, en ekxi eftir einhverjum sér- stökum áföngum, sem þeir hafa náð. Ég skil ekki af hverju ungur rithöfundur, tónskáld eða málari, sem náð hefur ein- hverjum sérstökum árangri, er ekki t. d. launaður í hámarki það árið, svo að hann geti betur búið sig undir enn stærri áfanga. Einnig væri athyglisvert að fregna, eftir hvaða kerfi er farið, þegar ungir málarar eru launaðir; sumir eru alltaf á skrá, aðrir sjaldan eða aldrei. Það leiða við þessar úthlutanir er vaninn, sá vani að veita þessum laun, en hinum ekki. Starfsstyrkir væru spor í rétta átt og hagnýtasta lausnin, sem til greina kemur — skattfrjálsir starfsstyrkir; það er til lítils gagns að hafa góð vinnu- skilyrði, en hinsvegar enga stund frjálsa til að nýta þau vegna strits fyrir brauði. Og sömuleiðis að hafa gnótt góðra hug- mynda (rithöfundar, skáld), en verða að hugsa um allt annað af sömu ástæðum. Hús yfir myndlist Hinn nýi Listamannaskáli á Miklatúni, sem nú á að fara að koma upp, mun ef rétt verður haldið á málum verða mik- il lyftistöng myndlistum í landinu. Svo vel mun væntanlega vandað til hans og alls umhverfis, að almenningi sé það nokkur viðburður að koma þangað. Rekstur hans er ekki síður mikilvægt at- riði, svo og veitingaskála er fylgir. Vænt- anlega fer ekki svo, að hann verði leigð- ur út fyrir hlutaveltur, bingóspil og búta- sölur eða aðra hliðstæða starfsemi, sem eyddi virðuleik staðarins og skálans um leið, líkt og fór fyrir gamla skálanum. Borgaryfirvöldin hafa sýnt lofsverðan vilja til að koma þessum draumi mynd- iistarmanna á rekspöl, og vonandi fer sá áhugi vaxandi unz því marki er náð. Þá væri verðugt hlutverk fyrir þjóðhátíð- arnefnd að beita sér fyrir því, að Lista- safn íslands verði risið af grunni fyrir þjóðhátíðarárið 1974. Því víst er um það, að fyrr en Listasafn íslands og Listasafn Alþýðusambandsins verða komin upp ásamt hinum nýja Listamannaskála, hlýtur islenzk myndlist ekki þann sess og virðingu á Norðurlöndum sem hún hefir þegar unnið til. Eftirmáli Þessi grein er ekki rituð eftir pöntun, heldur er hún safn hugleiðinga varðandi þessi margslungnu mál og frekar síðbúin framleiðsla. Ég rita hana ekki sem gagn- rýnandi, heldur sem málari, kennari og einstaklingur, er hugleiðir og gagnrýnir fyrirbæri, sem hann hefur hrærzt í um nokkurt skeið og oft rætt um við starfs- bræður sína og aðra — og verið hvatt- ur til að láta ekki liggja í þagnargildi. Þennan þráð hefi ég nú tekið upp og reynt að vinna úr honum til glöggvunar fyrir þann sem les. Bragi Ásgeirsson. 63
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Samvinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.