Samvinnan - 01.02.1968, Blaðsíða 70

Samvinnan - 01.02.1968, Blaðsíða 70
ÞORGEIR ÞORGEIRSSON: ÞRJÚ ÓPERSÓNULEG LJÓÐ I. VIÐ STYTTU CH. BAUDELAIRE Með öskugrátt hár og engan vott af sál öskrarðu þig í gegnum þennan heim á leið til orma oní svartri mold. Eyra þitt nemur fjarlægt mannamál sem mjúklát öskurbergmál — dumban hreim frá því sem er þó altént mannlegt hold. II. KVÖLD I PARÍS (Ijóö fyrir gáfumenn) Nú tekur laufið á sig þá hvikulu grænku sem getur um hjá Sigfúsi Daðasyni í Ijóði sem fáir kunna og enginn les því þetta er neonljósbirta og margt er á huldu um tilveru okkar í Ijósinu hér og nú. III. ÓÐUR BONNIE PARKER TIL LÍFSINS í REYKJAVÍK Þú ert feitur og sæll og svívirðilega rór og svo er um fleiri í þessum djöfulsins bæ, sem útsmoginn kastar öllu því bezta á glæ, iðkar sitt bren.nivínsþamb og drýgir sitt hór. Timbraður, rotinn og heimskur við húmbláan sæ hímir skáldfákur þinn, sem orðinn er mjór af fóðurleysi, hengjandi hausinn og sljór hordauður fellur hann næsta árs fyrsta maí. Verzlaðu, steldu og vældu í heimskunnar kór! Vertu þar staddur, sem drepið er góðleikans fræ! Öskraðu lygina all the way to the sky! úr því að smásálin verður í fjöldanum stór. Taktu nú frá mér, ó svala haf, þetta hræ og hræktu syndaflóði á þennan bæ. HJORTUR PALSSON: Á VESTURVÍGSTÖÐVUNUM Frá Gare du Nord klýfur lestin þögnina þangað sem þytur skóganna drukknar í teinanna skrölti, liðast sem ormur um lægðir og nafnlausa ása á leið sinni gegnum hlýtt, framandi myrkur — áfram, áfram einmana næturlest. Hér stend ég við gluggann og horfi hugsi út í myrkrið, heyri raddir þeirra sem eitt sinn féllu í orrustum við Arras, Verdun, Marne. Andartak sé ég augu þeirra stara utan úr þessu heita sumarmyrkri — skotgrafir opnast eins og kirkjugarð, unz allt í einu er áð á nýjum stað: eyru mín nema ískur lestarhemla og augun venjast Ijósum brautarpallsins með nýjar raddir, ný lifandi augu. KLUKKURNAR í NAGASAKÍ 9. ágúst ár hvert er öllum klukkum samhringt í Nagasaki og þess síðan minnzt með algerri þögn, að þann dag var kjarn- orkusprengju varpaS á borgina árið 1945. Það sem gerðist þennan morgun var eitthvað alveg nýtt, — því undirstöður heimsins voru að svigna. í leiftursnöggri andrá varð loftið fagurhvítt og litlu síðar byrjaði að rigna. Það sem augu hennar sáu var næstum ekki neitt. Hún var numin brott úr kyrrð sem hafði sprungið, en man að það varð allt í einu óskaplega heitt og ágústloftið geislaryki þrungið. Þar sem börnin voru að leikjum steig upp súla himinhá frá heimsins brennifórn. Á augabragði urðu menn og hús að dufti. Hin græna jörð varð grá og gufur upp af öskuhaugnum lagði. En þremur dögum áður hafði um ógn og skelfing frétzt á öðrum stað — og löng og tvísýn glíma er ennþá háð við dauðann þar sem blik þess báls var mest sem brenndi sár í andlit Híróshíma. Ég þekki unga stúlku með slétt og hrafnsvart hár og hræðilegar minningar að baki. Á hverju ári hrynja af hvörmum hennar tár þegar klukkunum er hringt í Nagasakí. 66
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.