Samvinnan - 01.04.1968, Blaðsíða 12

Samvinnan - 01.04.1968, Blaðsíða 12
MENN SEM SETTU SVIP A OLOINA Allar verstu nornir Evrópu voru við- staddar fæðingu Adolfs Hitlers og döns- uðu kringum vöggu hans meðan kraum- aði í hinni banvænu blöndu sem sauð uppúr á f jórða og fimmta áratug þessar- ar aldar: þýzkt þjóðernisofstæki, þýzkur hernaðarandi, þýzk sjálfsvorkunn; til- beiðsla ríkisins, falskenningar um hrein- leik blóðsins, gyðingahatur, efnahags- erfiðleikar, félagslegar viðsjár, pólitísk ógæfa: þetta voru efnin í blöndunni. Og aldrei hafði tíminn verið hagstæðari til að fá slíka blöndu til að ólga — tími fjölmiðlunar til að dreifa æðinu með ofsahraða, þar sem áróðurstækni blaða og útvarps dembdi snöggsoðnum hugmynd- um yfir hálflæsan almúgann; tími stríðs- hrjáðrar kynslóðar sem var gagnsýrð hatri; tími svo örrar þróunar og skjótra umskipta, að þjóðfélagið í heild varð fyr- ir gífurlegri sálrænni áreynslu; tími alls- herjarmóðursýki. Annarsstaðar uppvakti þessi sefasýki einungis dýrkun á íþrótta- hetjum, kvikmyndastjörnum, flugköpp- um eða dægurlagasöngvurum. Hinar germönsku nornir vöktu hinsvegar upp Adolf Hitler. 12 Hann leit fyrst óstóðugt ljós þessa heims í bænum Braunau í Austurríki vor- ið 1889, þriðja barn í þriðja hjónabandi föður síns. Ekkert í ætt hans, umhverfi eða frammistöðu bernsku- og æskuár- anna gaf fyrirheit um frægð eða afrek. Hann naut lítillar ástúðar hjá föður sín- um, öldruðum tollþjóni, sem þó kostaði hann til náms «í gagnfræðaskóla. En hann var nákominn móður sinni, og það var fráfall hennar á unglingsárum hans sem átti sinn stóra þátt í að gera hann að auðnuleysingja. Hann féll tvisvar á inn- tökuprófi í myndlistarskóla, fór til Vínar, og næstu fimm árin var hann í allskyns hlaupavinnu — gerði eftirlíkingar af póstkortum og seldi á götunum, teiknaði auglýsingar fyrir búðir í hliðarstrætum, málaði hús utan og innan, en á næturn- ar hafðist hann við í ódýrum svefnskál- um verkamanna, þar sem nokkrir vist- manna mundu löngu síðar eftir þessum einkennilega, illa klædda og starandi ut- angarðsmanni, sem var jafnan fús til pólitískra umræðna yfir deyjandi glóð- um eldsins undir morgun. Austurrísk-ungverska heimsveldið fyr- ir 1919 var land sundurleitra þjóða, og kannski var eðlilegt að Þjóðverjar í Austurríki, sem stjórnað höfðu heims- veldinu öldum saman, litu á sjálfa sig sem fulltrúa æðri þjóðar, er varðveitti og verndaði helgar erfðir germanskrar menningar. Hitler var Þjóðverji, og hon- um misheppnaðist í Vínarborg, sem var full af gyðingum og slövum, sem margir hverjir voru ekki misheppnaðir. Öfund, beiskja, vonleysi og heift sameinuðust um að vekja í hinum unga manni brjál- æðiskennt ofstæki gegn „óæðri kynstofn- um", og umfram allt gegn gyðingum. Árið 1913 fluttist hann til Miinchenar („Þýzk borg! sagði ég við sjálfan mig. Hve ólík Vínarborg hún er"); og þar hélt hann áfram hlaupavinnunni og götu- ræsapólitíkinni þartil fyrri heimsstyrj- öld skall á. Af furðulegri tilviljun er til ljósmynd af mannfjölda í Munchen sem fagnar stríðsyfirlýsingunni 1. ágúst 1914, og má þar sjá Hitler frá sér numinn af gleði. Nú hafði hann eitthvað til að lifa fyrir; skær ibjarmi ættjarðarástarinnar hafði iþokað burt vonleysi fyrri ára. Hann tók þátt í hernaðinum af lífi og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.