Samvinnan - 01.06.1968, Page 7

Samvinnan - 01.06.1968, Page 7
sem bera yfirskriftina: ísland og umiheimurinn. Sé ég við skjóta yfirsýn að hér kennir ýmissa góðra grasa. Mér geðj- ast yfirleitt vel að efnisvali ritsins og tel þann hátt eftir atvikum heppilegan að leyfa mörgum höfundum að setja fram skoðanir sínar, svo hér skapast umræðugrundvöllur, sem meira er á að græða en eins manns skoðun. Þó er sitt af hverju, sem ég vil fjarlægja úr ritinu. Nefni ég þar fyrst langlokugreinarn- ar um stórhveli stjórnmáianna (og illhveli suma). Þess háttar frásagnir blasa við í blöðum og ýmsum tímaritum um víða veröld og engin þörf að stagla um þau í Samvinnunni. Auk þess sem bækur um suma þessa fugla hafa verið íslenzkaðar. í þess stað skyldi leggja kapp á að fræða um margvísleg menningarmálefni og það, sem nefna mætti siðgæðismál og viðleitni til að „bæta ver- öldina“. Frásagnir af mikil- hæfum vísindamönnum vorra tíma, sem vafalaust er víða að finna meðal þjóða heims, af- rekum þeirra og fordæmi. Svo og mikilsverðar uppfinningar og risaframfarir á sem flest- um sviðum. Hina hljóðu menn- ingarvita þjóðanna, sem vinna sín mikilvægu störf í kyrrþey. Frjáls verzlun og frjáls sam- keppni eru vígorð, sem löngum hafa klingt í eyrum þjóðarinn- ar, án skilgreiningar á því hvar og hvernig slíkum verzlunar- háttum skuli takmörk sett. Frjáls verzlun nýtur sín oft sæmilega í smásöluverzluninni til öflunar vöruvals og nýjunga í vörukaupum. Þó ber oft brýna nauðsyn til að skerða þennan þátt, þegar iðnvarningi ýmis- konar og ýmsu fleiru er dembt inn í landið, sem framleiða mætti hér heima og skapa þar með atvinnu og efla innlend- an iðnað. Álitamál verður þetta jafnan og deilt um hvar og hvernig skuli takmörk sett. En í höfuðatriðum verður stefnan að vera sú að meta landshag meir en von í rífleg- um verzlunarhagnaði. — Og þar tel ég velunnara Samvinn- unnar í miklum meirihluta. Frjáls verzlun, bókstaflega skilin, er ekki framkvæmanleg í nútímaþjóðfélagi og raunar firra. Skipulag, rétt skipulag, er kjörorðið þar og það sem leitað er að. Hér er t. d. öll sala á út- flutningsafurðum okkar í höndum nefnda, svo sem Sölu- sambands ísl. fiskframleið- enda, Síldarútvegsnefndar, Síldarverksmiðjanna og ým- Sölustaðir: Þjónusta: KAUPFÉLÖGIN UM LAND ALLT RADÍÓSTOFAN, ÓÐINSGÖTU 4 V. RAFTÆKJADEILD — HAFNARSTRÆTI 23 SÍMI 18395 það næst bezta nægirekki ÞESS VEGNA BJÓÐUM VIÐ VANDLÁTUM VIÐSKIPTAVINUM VERÐLAUNABÍLINN VAUXHALL VICTOR’68 VERÐ FRÁ KR. 242.000,- Nýi Victorinn er að verða metsölubíll í Evrópu. Sýningarbíll á staðnum. VAUXHALL-BEDFORD UMBOÐIÐ Ármúla 3, sími 38 900. 7

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.