Samvinnan - 01.06.1968, Blaðsíða 9

Samvinnan - 01.06.1968, Blaðsíða 9
samvinnuverzlunar yfir kaup- mannaverzlunum og samlags- eða hlutafélagsverzlunum verða að birtast öðru hverju. Og þar má ekki gleyma þeirri fjármunalegu uppbyggingu, sem samvinnufélögin standa að með margvíslegum sjóðum til varnar samvinnusamtökun- um og eigin stofnsjóðum fé- lagsmanna. Og sízt má und- anskilja félagshyggjuna, sem þróazt hefir í skjóli þessara samtaka. Það er samvinnuhugsjónin, félagshyggjan, sem leggja verður kapp á að innræta hin- um yngri og tilvonandi félags- mönnum kaupfélaganna, og þann metnað að gæta þarna vel fengins arfs og ávaxta hann í samræmi við kröíur tímans, sjálfum sér til frama og þjóðfélagi voru til velfarn- aðar. Með vinsamlegri kveðju. Kristján Jónsson frá Garðsstöðum. Hr. ritstjóri! f öðru hefti Samvinnunnar þ. á. sakar Þórir Baldvinsson mig um fölsun á tilvitnun í bók Eisenhowers Mandate for Change í grein minni um Vietnam í heftinu á undan. Tilvitnunina tók ég úr bók- inni Vietnam! Vietnam! eftir Felix Green (Penguin Books, London 1967) þar sem hún er á bls. 132 orði til orðs eins og ég tilfæri hana, nema úrfell- ingarmerki hefur fallið niður af vangá. Ég tek hér upp enska textann, svo ekki fari milli mála: „I have never talked or corresponded with a person knowledgeable in Indochinese affairs who did not agree that had elections been held . . . possibly 80 per cent of the population would have voted for the Communist Ho Chi Minh." Ég lýsi því Þóri Bald- vinsson ósannindamann að því að ég hafi falsað orð Eisen- howers í einu né neinu. Segja má að óvarlegt sé að taka tilvitnanir frá millilið án þess að bera saman við frum- heimild, en ég býst við að allir sem skrifa um alþjóðamál á ís- lenzku kannist við að það verður oft að gera í góðri trú. Ég hef á tveim áratugum skrifað greinar um alþjóða- mál svo hundruðum skiptir, og aldrei fyrr verið borinn á brýn óheiðarleiki í meðferð heim- ilda. Mér finnst því ósvífni af Þóri Baldvinssyni að saka mig um fölsun að óathuguðu máli. En hvað sem því líður er msginatriði þessa rruáls ekki orð Eisenhowers í endurminn- ingum hans, heldur verk hans í forsetaembætti. Hann veitti fulltingi sitt til að hindra að framkvæmd yrðu ákvæði Genfarsamningsins um kosn- ingar til að sameina Vietnam, og af því samningsrofi frekar en nokkurri annarri ástæðu stafar hin hryllilega styrjöld sem hrjáð hefur þjóðina und- anfarin ár. Virðingarfyllst, Magnús T. Ólafsson. Vegna rúmleysis í þessu hefti verða bréf frá Stein- g-rimi Baldvinssyni, Nesi í Aðaldal, Guðmundi Inga Kristjánssyni, Kirkjubóli í Bjarnardal, og fleirum að bíða næsta heftis, sem kem- ur út í ágúst.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.