Samvinnan - 01.06.1968, Page 9

Samvinnan - 01.06.1968, Page 9
samvinnuverzlunar yfir kaup- mannaverzlunum og samlags- eða hlutafélagsverzlunum verða að birtast öðru hverju. Og þar má ekki gleyma þeirri fjármunalegu uppbyggingu, sem samvinnufélögin standa að með margvíslegum sjóðum til varnar samvinnusamtökun- um og eigin stofnsjóðum fé- lagsmanna. Og sízt má und- anskilja félagshyggjuna, sem þróazt hefir í skjóli þessara samtaka. Það er samvinnuhugsjónin, félagshyggjan, sem leggja verður kapp á að innræta hin- um yngri og tilvonandi félags- mönnum kaupfélaganna, og þann metnað að gæta þarna vel fengins arfs og ávaxta hann í samræmi við kröfur tímans, sjálfum sér til frama og þjóðfélagi voru til velfarn- aðar. Með vinsamlegri kveðju. Kristján Jónsson frá Garðsstöðum. □ SKOR r\ A LJ á börn og fnllorána Hr. ritstjóri! í öðru hefti Samvinnunnar þ. á. sakar Þórir Baldvinsson mig um fölsun á tilvitnun í bók Eisenhowers Mandate for Change í grein minni um Vietnam í heftinu á undan. Tilvitnunina tók ég úr bók- inni Vietnam! Vietnam! eftir Felix Green (Penguin Books, London 1967) þar sem hún er á bls. 132 orði til orðs eins og ég tilfæri hana, nema úrfell- ingarmerki hefur fallið niður af vangá. Ég tek hér upp enska textann, svo ekki fari milli mála: „I have never talked or corresponded with a person knowledgeable in Indochinese affairs who did not agree that had elections been held . . . possibly 80 per cent of the pcpulation would have voted for the Communist Ho Chi Minh.“ Ég lýsi því Þóri Bald- vinsson ósannindamann að því að ég hafi falsað orð Eisen- howers í einu né neinu. Segja má að óvarlegt sé að taka tilvitnanir frá millilið án þess að bera saman við frum- heimild, en ég býst við að allir sem skrifa um alþjóðamiál á ís- lenzku kannist við að það verður oft að gera í góðri trú. Ég hef á tveim áratugum skrifað greinar um alþjóða- mál svo hundruðum skiptir, og aldrei fyrr verið borinn á brýn óheiðarleiki í meðferð heim- ilda. Mér finnst því ósvifni af Þóri Baldvinssyni að saka mig um fölsun að óathuguðu máli. En hvað sem því líður er meginatriði þessa nuáls ekki orð Eisenhowers í endurminn- ingum hans, heldur verk hans í forsetaembætti. Hann veitti fulltingi sitt til að hindra að framkvæmd yrðu ákvæði Genfarsamningsins um kosn- ingar til að sameina Vietnam, og af því samningsrofi frekar en nokkurri annarri ástæðu stafar hin hryllilega styrjöld sem hrjáð hefur þjóðina und- anfarin ár. Virðingarfyllst, Magnús T. Ólafsson. Vegna rúmleysis í þessu hefti verða bréf frá Stein- grími Baldvinssyni, Nesi í Aðaldal, Guðmundi Inga Kristjánssyni, Kirkjubóli í Bjarnardal, og fleirum að bíða næsta heftis, sem kem- ur út í ágúst. 9

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.