Samvinnan - 01.06.1968, Blaðsíða 14

Samvinnan - 01.06.1968, Blaðsíða 14
hvorki í Prakklandi né annarsstaðar voru margir sem tóku orð hans alvar- lega. Flestir framámenn Frakka voru á bandi Pétains, kirkjunnar þjónar, emb- ættismenn, herforingjar, menntamenn og alþýðufólk. Að nokkrum vikum liðn- um höfðu einungis 7000 Frakkar skipað sér undir merki Frjálsra Frakka (sem höfðu að tákni Lorraine-krossinn með tveimur þverbitum). Árás Breta á franska flotann í Oran, sem kom í veg fyrir að hann félli í hendur Þjóðverjum, vakti sterka andúð á Bretum í Frakk- landi og varð sízt til að hjálpa uppá sak- irnar. Tilraunir de Gaulles til að ná tökum á nýlendum Frakka í Afríku tókust mis- jafnlega, því Vichy-stjórnin átti þar víða dygga fylgismenn á æðstu stöðum. Bret- ar höfðu líka áhyggjur af baktjalda- makkinu í röðum Frjálsra Frakka og þá einkanlega framkomu Museliers flota- foringja, sem hegðaði sér fremur einsog keppinautur de Gaulles en undirmaður og kallaði hann „einvaldslærling". Ohurchill vantreysti öryggisráðstöfunum Frjálsra Frakka og lét brezkar hersveit- ir taka frönsku nýlenduna Madagaskar, sem var mikið áfall fyrir de Gaulle, en þó tók fyrst steininn úr þegar 30.000 manna herafli Vichy-stjórnarinnar í Sýrlandi, sem varizt hafði af mikilli hörku, gerði vopnahlé við Breta, en virti de Gaulle að vettugi. Hann hafði vonazt til að fá Sýrland og Líbanon í lið með sér, hafði heitið þeim sjálfstæði að laun- um, en nú fannst honum bæði mannorð sitt og vald hafa verið misvirt. Hann mótmælti harðlega og stóð fast á ómót- mælanlegum rétti Frakklands. Churchill dáði de Gaulle á sinn hátt, þó honum fyndist hann hornóttur; hann dáði hug- prýði hans, glöggskyggni og einbeitni, þó hann kvartaði stundum undan því að þyngsti krossinn sem hann þyrfti að bera væri Lorraine-krossinn. Hinsvegar hafði Roosevelt forseti og þó einkanlega Cordell Hull utanríkisráðherra Bandarífcjanna megnustu fyrirlitningu á de Gaulle. Hull hataði hann og lagðist eindregið gegn þeirri fyrirætlun hans að taka frönsku eyjarnar Saint-Pierre og Miquelon í Vestur-Indíum, en Churchill studdi hann og eyjarnar voru teknar af flota Museli- ers aðmíráls, þráttfyrir andstöðu Banda- ríkjanna. De Gaulle hlaut 98% atkvæða í þjóðaratkvæði á eyjunum, en hann hafði bakað sér enn meiri cvild banda- rískra ráðamanna, og átti það eftir að draga stóran dilk á eftir sér. í árslok 1941 var farið að halla undan fæti fyrir Þjóðverjum, og í Frakklandi var uppgjaíarhugarfar Pétain-skeiðsins að þoka fyrir nýjum baráttuvilja. Þjóð- verjar höfðu ekki látið verða af innrás í England, og nú var farið að blása á móti hjá þeim í Rússlandi. Frjálsir Frakkar urðu æ stærri þáttur í lokabar- áttunni, enda var hlýtt á franskar út- sendingar brezka útvarpsins um gervallt Frakkland. Eftir að Hitler réðst á Rúss- land komust franskir kommúnistar, sem skiptu nokkrum milljónum, að raun um að stríðið væri réttlátt. Verkamaðurinn, rri'.::r.--"n".5urinn, bóndinn, vínyrkinn, De Gaulle í bernsku. yfirleitt allir þeir Frakkar sem höfðu viljað gefast upp 1940, fóru nú að velta fyrir sér möguleikum hins ómögulega. Og hver annar en de Gaulle hafði alla tíð heitið þessum ótrúlega sigri? í árs- lok 1941 var ekki lengur hlegið að hon- um eða þeim vonum sem hann hafði vakið. Andspyrnan innan Frakklands var ekki öflug ennþá, en smámsaman sner- ist óvildin í garð Þjóðverja uppí beinar aðgerðir, skemmdarverkaflokkar spruttu upp um gervallt Frakkland, bæði það sem hersetið var af Þjóðverjum og þann hluta sem laut Vichy-stjórninni. Sumir þessara hópa vantreystu de Gaulle og töldu hann vera verkfæri Breta eða „einvaldslærling". í skógum og fjöllum Suður-Frakklands myndaðist Skæru- liðaher undir nafninu Maquis; og þegar Þjóðverjar hófu nauðungarvinnu kusu þúsundir Frakka að leggjast út fremur en þræla fyrir óvininn. Kommúnistar höfðu eigin neðanjarðarhreyfingu og sömuleiðis sósíalistar. Aukþess var áhrifamikill hópur kaþólskra vinstri- manna sem snemma lýsti yfir stuðningi við de Gaulle. Andspyrnuviðleitnin sameinaði ólíkar stéttir og sundurleita hagsmuni. Þegar frá leið lifðu þessir hópar æ meir í skugga pyndinga og líf- láts; þeir voru í stöðugri hættu af frönskum svikurum sem reyndu að þrengja sér inní raðir þeirra. Ekki var heldur skortur á Frökkum í frönsku S.S.- sveitunum (Milice). Þýzka Gestapo-liðið átti líka franska hliðstæðu. Alls voru um 30.000 konur og karlar úr andspyrnu- hreyfingunni skotin, og af þeim 112.000 Frökkum sem fluttir voru í þýzkar fanga- búðir sneru einungis 35.000 aftur til að segja sögu sína — margir þeirra líkam- lega eða andlega lamaðir. Meginhluti andspyrnusögunnar gerð- ist í seinni helmingi stríðsins. Áður en svo langt væri komið, átti de Gaulle eftir að þola mestu lítilsvirðinguna af hendi Breta og Bandaríkjamanna og síðan vinna sinn stærsta sigur, fulla við- urkenningu Breta og Bandaríkjamanna, í nóvember 1942 (meðan orustan um Stalíngrad stóð yfir og rétt eftir sigur Breta við El Alamein) lentu brezkar og bandarískar hersveitir undir stjórn Eisenhowers í Casablanca, Algeirsborg og Oran, en liðsafla Frjálsra Frakka var ekki boðin þátttaka og de Gaulle sjálf- ur opinberlega sneyptur. í fyrstu virt- ist honum hyggilegast að brjóta odd af oflætinu og hvatti Frakka í Norður- Afríku til að fagna innrásinni. Hinsveg- ar fyrirskipaði Pétain mótspyrnu, en Bandaríkjamenn komust að samkomu- lagi við fulltrúa hans í Norður-Afríku, Darlan flotaforingja, sem brátt var myrtur. Bandaríkjamenn tóku síðan upp þá stefnu að styðja nýflúinn hershöfð- ingja, Giraud, sem talinn var „öruggur" og meðfærilegur. De Gaulle skrifaði Roosevelt forseta: „Herra forseti, þér kunnið að geta keypt svik af svikurum, en þér munuð aldrei fá að greiða fyrir þau með heiðri Frakklands." Churchill reyndi að róa hann og fullvissa um stuðn- ing sinn, en hann minntist þess að Churc- hill hafði eitt sinn sagt eftir ágreining: „Samvizka mín er bezta stelpa, ég get ævinlega komizt að samkomulagi við hana." De Gaulle dáði Churchill og skildi erfiðleika hans, en gat aldrei fyllilega treyst honum, því Churchill var fyrst og fremst fulltrúi Bretlands, keppinautsins og hins forna fjanda. Um þetta leyti var Churchill orðinn svo þreyttur á tor- tryggni og hroka de Gaulles að hann féllst á það sjónarmið Roosevelts að Giraud ætti að fá tækifæri til að reyna sig. En á árinu 1943 komust Roosevelt, Eisenhower og ráðgjafar þeirra að því, að framhjá de Gaulle varð ekki gengið, þó óþægilegur væri. Hann hafði hreinar hendur — en það varð hvorki sagt um Darlan né ýmsa aðra. Um alla Norður-Afríku heimtuðu menn de Gaulle og hrópuðu „Lifi de Gaulle" þegar Giraud birtist. Fyrir einingarviðleitni Jeans Moulins (áður en Gestapo náði honum og drap hann) var með leynd stofnað „Þjóðarráð andspyrnunnar", sem þegar í stað krafðist forsetadóms de Gaulles. Eftir stutt sameiginlegt valdaskeið beggja hershöfðingjanna, beygði Giraud sig fyrir kröfum fjöldans og dró sig í hlé. „Vitið þér," sagði Eden við de Gaulle, „að þér hafið valdið okkur meiri vand- ræðum en samanlagðir bandamenn okk- ar í Evrópu?" „Það efa ég ekki," svaraði de Gaulle. „Frakkland er stórveldi." Roosevelt leit hinsvegar ekki á Frakk- land sem stórveldi, og þegar bandamenn gengu á land í Normandí í júní 1944, varð de Gaulle að berjast harðri bar- áttu fyrir viðurkenningu þess að hann væri lögmætur leiðtogi hins endurheimta lands. Hann fékk Bandaríkjamenn til að leyfa Frökkum að fara í fararbroddi inní París á hinum sögulega degi 25. ágúst. Hin brynvarða herdeild Leclercs hers- höfðingja fór fyrir, en þvínæst kom de Gaulle og uppskar sætasta ávöxt ævi sinnar. í landvarnaráðuneytinu fann hann allt með nákvæmlega sömu um- merkjum og hann hafði skilið við það 1940. „Ekkert vantaði nema ríkið," skrif- aði hann. „Og það var skylda mín að 14
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.