Samvinnan - 01.06.1968, Blaðsíða 15

Samvinnan - 01.06.1968, Blaðsíða 15
endurréisa það.“ Tveimur dögum síðar fyrirskipaði hann öllum andspyrnu- flokkum að leggja niður vopn og flutti stjórnarsetrið frá Alsír til Parísar. Eftir fagnaðarlætin hófst grá rúmhelgin með matarskömmtun og svartamarkaðsbraski. De Gaulle var enginn hagfræðingur og bar ekki gæfu til að styðja þann mann í stjórn sinni sem hefði getað komið lagi á fj'árhag landsins, Mendés-France; hann sagði af sér og frankinn hélt áfram að hrapa. Það veittist auðveldara að dæma svikara en gera óvinsælar efnahagsráð- stafanir. Margir af samstarfsmönnum Þjóðverja höfðu verið teknir af lífi um- svifalaust, og konur sem lagt höfðu lag sitt við óvininn voru krúnurakaðar og sýndar opinberlega. Sennilega voru skyndiaftökurnar um 10.000 talsins. Síð- an voru miðlungsmennirnir dregnir fyr- ir rétt og loks höfuðpaurarnir, Pétain og Laval. Dauðadómi hins ellihruma mar- skálks var breytt í lífstíðarfangelsi, en Laval reyndi að fremja sjálfsmorð, var lífgaður við og síðan tekinn af lífi. Alls voru um 40.000 föðurlandssvikarar dæmd- ir 1946. De Gaulle og stuðningsmenn hans hétu endurnýjun Frakklands, en kommúnist- ar undir stjórn Thorez vildu miklu rót- tækari breytingar. Samt viðurkenndu þeir de Gaulle í fyrstu og unnu með hon- um ásamt öðrum flokkum. Á þessu skeiði (1944—45) voru gerðar ýmsar mikils- verðar umbætur, helztu bankar þjóð- nýttir, svo og stærstu tryggingafélög, gas- og raforkustöðvar, kolanámur og stórfyrirtæki sem starfað höfðu fyrir Þjóðverja — t. d. Renault-bílaverksmiðj- urnar. Konur fengu kosningarétt í fyrsta sinn. „Franska samveldið" tók við af franska heimsveldinu, en stóðst ekki stórviðri næsta áratugs. Allt voru þetta umbætur, en fullnægðu ekki kommúnist- um þar sem litlar breytingar höfðu orð- ið á aðstöðu kirkju, hers og stórgróða- fyrirtækja. Þeir urðu stærsti flokkur landsins í kosningunum 1945 og heimt- uðu þá í sinn hlut stjórn varnarmála, utanríkismála og innanríkismála. De Gaulle hafnaði þeirri kröfu umsvifalaust, en um skeið stjórnuðu kommúnistar fimm ráðuneytum (aðallega á efnahags- sviðinu), og þótti mörgum Frökkum nóg um. Nú var kalda stríðið hafið og þá urðu kommúnistar í margra augum „er- lendur flokkur". Meðan barizt var gegn sameiginlegum óvini gátu menn jafn- vel gleymt því að Thorez hafði dvalizt í Moskvu öll stríðsárin, og í árslok 1944 hafði de Gaulle gert vináttusamning við Sovétríkin. Hann reyndi að þræða hinn gullna meðalveg milli austurs og vest- urs, þareð hann átti Bandaríkjamönn- um grátt að gjalda fyrir að útiloka hann frá ráðstefnunum í Jalta og Potsdam, og Bretum fyrir að neyða franskar her- sveitir burt frá Sýrlandi 1945. Það var ekki fyrr en 1947, ári eftir að de Gaulle dró sig í hlé, sem Frakkar fengu nóg af látlausum fjandskap Stalíns og Mólótovs og gengu tregir í lið með Vesturveldun- um. í árslok 1945 hafði margoft komið upp misklíð milli de Gaulles og komm- únista, stjórnmálalífið varð æ spilltara og sótti í fyrra horf. Af 19 milljónum vinnandi manna í landinu lifðu 4 millj- ónir eingöngu eða að nokkru á allskyns braski og svindli. Loftið var lævi bland- ið, og dag einn í janúar 1946 tilkynnti de Gaulle stjórn sinni fyrirvaralaust, að hann hefði afráðið að segja af sér, og gekk rakleitt útúr fundarsalnum ánþess að horfa til hægri eða vinstri. „Þetta var brottför sem ekki skorti mikilleik," varð Thorez að orði. Árið 1946 tók ný stjórnarskrá gildi sem átti að hindra, að einvaldur á borð við de Gaulle kæmist til valda, en hún leiddi af sér endurtekningu allra veikleika þriðja lýðveldisins: á fimm árum fóru tólf ríkisstjórnir með völd, á tíu árum tuttugu stjórnir. Það var ekki fyrr en Guy Mollet myndaði stjórn 1956 að nokk- ur ríkisstjórn sæti heilt ár. Stundum var Frakkland stjórnlaust þegar alvarleg al- þjóðavandamál steðjuðu að, t. d. upphaf De Gaulle og kona hans hátíðaklœdd. stríðsins í Indókína og Kóreu. Á einum áratug var landið stjórnlaust samtals 241 dag. Þegar ófremdarástandið í innanlands- og alþjóðamálum var að ná hámarki stofnaði de Gaulle eigin stjórnmálasam- tök, Frönsku þjóðfylkinguna (RPF), í því skyni að safna frönskum föðurlands- vinum í eina breiðfylkingu og endur- reisa samhug þjóðarinnar. Stefnuskrá hennar var loðin og með almennu orða- lagi, en þar var samt látið að því liggja að gera bæri kommúnista útlæga, tak- marka völd verkalýðsfélaga og semja nýja stjórnarskrá sem tryggði forseta landsins mikil völd og upprætti hinn látlausa flokkakryt. Þingkosningar fóru ekki fram næstu fjögur árin, en í sveitar- stjórnakosningunum 1947 vann flokkur de Gaulles feikilegan sigur, fékk 38% greiddra atkvæða, 8% meira en komm- únistar og helmingi meira en nokkur flokkur annar. Hefði de Gaulle alið á ein- ræðisdraumum, þá var þarna tækifærið til að láta þá rætast, og margir óttuðust reyndar borgarastyrjöld. De Gaulle talaði á Vincennes-hlaupabrautinni á fjöl- mennasta pólitískum fundi í sögu París- ar, réðst harðlega á kommúnista og krafðist þingrofs, en mannfjöldinn hróp- aði: „De Gaulle til valda!“ En það varð engin bylting. Jules Moch innanríkisráð- herra bældi niður verkföll með harðri hendi, og verkalýðssamtökin klofnuðu í kommúníska og and-kommúníska fylk- ingu. De Gaulle beið þess að kallið kæmi, en það brást. Með bandarískri efnahags- hjálp bötnuðu kjörin í Frakklandi stór- lega, svartamarkaðsbraskarar sáu sitt óvænna og tóku upp heiðvirð störf. Stjórnarkreppur voru eftir sem áður tíð- ar og nýlenduvandamálin voru stöðugt í óleystum hnút — en þjóðin vandist því. Fjórða lýðveldið skjögraði áfram í áratug og de Gaulle beið þolinmóður. Flokkur hans, RPF, sem hafði unnið svo óvæntan stórsigur 1947, varð æ atkvæðaminni næstu sex árin. Endrum og eins hélt de Gaulle eldheitar hvatningarræður, en venjulega lét hann sér nægja að tala al- mennum orðum um „ófrjóan leik“ stjórn- málamanna, gagnslausar refjar verka- lýðssamtakanna og það háleita hlutverk Frakklands að leiða Evrópu. Árið 1952 fannst mörgum de Gaulle vera einvaldur sem misst hefði af strætisvagninum, og 1953 var flokkur hans í upplausn. Þó Churchill og de Gaulle væru mjög ólíkir menn að skapferli, voru ferill þeirra og hugsjónir í mörgu tilliti svip- aðar. Báðir ólu á rómantískum hug- myndum um sögu þjóða sinna. Báðir urðu tákn þjóða sinna á örlagatímum, og skrifuðu eftirminnilega um hlutverk sín. Báðir héldu dauðahaldi í hugmynd- ina um forna frægð þjóða sinna sem ekki mætti láta fyrir róða. Vegna þess að Churchill var eldri og eins vegna kosningaósigursins 1945 var Churchill að vissu marki hlíft við þeim örlögum de Gaulles að verða að samþykkja sundur- limun heimsveldisins í Asíu og Afríku. Við fyrsta tillit kynnu þeir báðir að virð- ast hafa verið uppi á röngum tíma, en það er misskilningur. Þeir neituðu ein- ungis að fara troðnar slóðir, höfðu sér- stakan hæfileik til að koma mönnum í opna skjöldu, hrella vini sína og gleðja óvini. Báðir höfðu þeir til að bera ríkan metnað og þolgæði til að halda á bratt- ann, þegar flestir töldu pólitískum ferli þeirra lökið. Báðir urðu að una því að vera settir hjá um árabil, Churchill á árunum eftir 1920, de Gaulle á árunum eftir 1950, en voru svo kvaddir til tröll- aukinna verkefna á efri árum. Áður en sú stund rann upp 1958 lifði de Gaulle hljóðlátu lífi á sveitasetri sínu, Colombey-les-deux-Eglises, ásamt hlé- drægri konu sinni og bæklaðri dóttur, sem lézt 1948. Hann samdi stríðsendur- minningar sínar í þremur bindum og fór vikulega til Parísar í því skyni að fylgjast með því sem var að gerast. Stundum talaði hann opinberlega eða kvaddi sam- an blaðamannafund. Hann beið stöðugt eftir kallinu. Frakkland hafði borizt með straumn- 15
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.